Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Sindri Sverrisson skrifar 21. október 2025 08:58 Sigurður Egill Lárusson og Tryggvi Hrafn Haraldsson fagna marki. Sigurður kveður brátt Val eftir þrettán ár hjá félaginu. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Þetta er bara ótrúlega ömurlegt mál sem að er búið að fara upp í háaloft og er ekki Val til sóma,“ sagði Baldur Sigurðsson í Stúkunni á Sýn Sport Ísland í gærkvöld. Hann kvaðst aldrei hafa heyrt um aðra eins framkomu, eins og þá sem forráðamenn Vals hefðu nú sýnt í viðskilnaði sínum við Sigurð Egil Lárusson. Sigurður er leikjahæsti leikmaður Vals í sögu efstu deildar og honum sárnaði það að vera tilkynnt í smáskilaboðum að krafta hans yrði ekki lengur óskað hjá félaginu. Í Stúkunni í gærkvöld voru skilaboðin birt eins og sjá má í spilaranum hér að neðan. Klippa: Stúkumenn harma framkomu Vals í garð Sigurðar Fyrr í gær hafði stjórn knattspyrnudeildar Vals svarað fyrir sig með yfirlýsingu og sagt leitt að Sigurður væri ósáttur. Þar var einnig tekið fram að samið hefði verið við Sigurð í september um að gera betur við hann en samningur segði til um, vegna starfsloka hans, en að ákvörðunin um að bjóða honum ekki nýjan samning væri tekin með framtíðarhagsmuni félagsins í huga. „Það er ekki fjárhagslega ábyrgt af okkar hálfu að greiða í framtíðinni fyrir afrek fortíðar,“ sagði þar einnig og sú setning fór illa í marga, þar á meðal Sigurð sjálfan og Stúkumenn. „Það er að sjálfsögðu val félaga að ákveða við hverja er samið og þess háttar. En síðan er hægt að velta fyrir sér hvernig er staðið að þannig hlutum,“ sagði Gummi Ben í Stúkunni í gær. Skilaboðin frá Val Hann birti skilaboðin frá Val til Sigurðar, samkvæmt sínum heimildum: „Sæll. Ætlum ekki að semja við þig. Ætlum að gera póst á Facebook og tala vel um þig. Sjáumst á sunnudaginn,“ stóð þar. „Þetta er viðskilnaðurinn við Sigurð Egil Lárusson eftir þrettán ár… Það hlýtur að vera hægt að gera þetta á betri hátt,“ sagði Gummi. Hann velti einnig fyrir sér hvort ekki hefði átt að nýta betur tækifærið í síðasta heimaleik Sigurðar á sunnudaginn, þegar Valur og FH gerðu 4-4 jafntefli og Sigurður skoraði eitt marka Vals, til að heiðra hann betur, til að mynda með heiðursskiptingu. Sigurbjörn Hreiðarsson tók hjartanlega undir það. „Allt ævintýralega klaufalegt“ „Ég þekki Sigga mjög vel, þjálfaði hann lengi og þykir mjög vænt um Sigga. Hann hefur spilað flesta leiki fyrir Val í efstu deild og verið frábær þjónn fyrir klúbbinn, og auðvitað á hann að fá að kveðja fólkið. Vera skipt út af þegar það eru fimm mínútur eftir. Það var örugglega fólk að koma þarna til að kveðja hann og fá að fagna Sigga,“ sagði Sigurbjörn. Túfa mun hafa viljað halda Sigurði Agli en stjórn knattspyrnudeildar Vals var ekki á sama máli.vísir/Diego „Ég myndi alltaf vilja það að svona atriði færu fram innan veggja klúbbsins, og væru gerð mögulega eftir að tímabilið klárast. Þetta er allt ævintýralega klaufalegt, að þetta sé farið í loftið og glósur á milli manna. Mér finnst þetta ömurlegt og á ekki heima neins staðar annars staðar en á milli þeirra. Hann er búinn að vera þarna í meira en áratug, hann er Valsari, og það hlýtur að vera hægt að klára þetta mál þannig að það verði almennilegur sómi að því,“ bætti Sigurbjörn við. „Þú sendir ekki svona á messenger“ Baldur tók undir þetta og bætti í: „Skiptir einhverju máli hvort leikmaður hefur spilað í hálft ár eða þrettán ár? Þú sendir ekki svona á messenger. Mér finnst það bara fáránlegt. Ég hef bara aldrei heyrt um þetta. Hver sendir messenger skilaboð og segir: Blessaður. Við ætlum ekki að semja við þig en við ætlum að tala rosalega vel um þig…“ Ekki góð skilaboð til Túfa Gummi sagðist þá hafa mjög góðar heimildir fyrir því að Srdjan Tufegdzic (Túfa), þjálfari Vals, hefði viljað halda Sigurði Agli en verið tilkynnt á fundi fyrir helgi að það yrði ekki raunin. „Það er mjög áhugavert. Hvernig er staðan þá hjá Túfa? Ef þetta er rétt þá gefur þetta ekki góð skilaboð til Túfa,“ sagði Baldur. Valur Besta deild karla Stúkan Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Sigurður er leikjahæsti leikmaður Vals í sögu efstu deildar og honum sárnaði það að vera tilkynnt í smáskilaboðum að krafta hans yrði ekki lengur óskað hjá félaginu. Í Stúkunni í gærkvöld voru skilaboðin birt eins og sjá má í spilaranum hér að neðan. Klippa: Stúkumenn harma framkomu Vals í garð Sigurðar Fyrr í gær hafði stjórn knattspyrnudeildar Vals svarað fyrir sig með yfirlýsingu og sagt leitt að Sigurður væri ósáttur. Þar var einnig tekið fram að samið hefði verið við Sigurð í september um að gera betur við hann en samningur segði til um, vegna starfsloka hans, en að ákvörðunin um að bjóða honum ekki nýjan samning væri tekin með framtíðarhagsmuni félagsins í huga. „Það er ekki fjárhagslega ábyrgt af okkar hálfu að greiða í framtíðinni fyrir afrek fortíðar,“ sagði þar einnig og sú setning fór illa í marga, þar á meðal Sigurð sjálfan og Stúkumenn. „Það er að sjálfsögðu val félaga að ákveða við hverja er samið og þess háttar. En síðan er hægt að velta fyrir sér hvernig er staðið að þannig hlutum,“ sagði Gummi Ben í Stúkunni í gær. Skilaboðin frá Val Hann birti skilaboðin frá Val til Sigurðar, samkvæmt sínum heimildum: „Sæll. Ætlum ekki að semja við þig. Ætlum að gera póst á Facebook og tala vel um þig. Sjáumst á sunnudaginn,“ stóð þar. „Þetta er viðskilnaðurinn við Sigurð Egil Lárusson eftir þrettán ár… Það hlýtur að vera hægt að gera þetta á betri hátt,“ sagði Gummi. Hann velti einnig fyrir sér hvort ekki hefði átt að nýta betur tækifærið í síðasta heimaleik Sigurðar á sunnudaginn, þegar Valur og FH gerðu 4-4 jafntefli og Sigurður skoraði eitt marka Vals, til að heiðra hann betur, til að mynda með heiðursskiptingu. Sigurbjörn Hreiðarsson tók hjartanlega undir það. „Allt ævintýralega klaufalegt“ „Ég þekki Sigga mjög vel, þjálfaði hann lengi og þykir mjög vænt um Sigga. Hann hefur spilað flesta leiki fyrir Val í efstu deild og verið frábær þjónn fyrir klúbbinn, og auðvitað á hann að fá að kveðja fólkið. Vera skipt út af þegar það eru fimm mínútur eftir. Það var örugglega fólk að koma þarna til að kveðja hann og fá að fagna Sigga,“ sagði Sigurbjörn. Túfa mun hafa viljað halda Sigurði Agli en stjórn knattspyrnudeildar Vals var ekki á sama máli.vísir/Diego „Ég myndi alltaf vilja það að svona atriði færu fram innan veggja klúbbsins, og væru gerð mögulega eftir að tímabilið klárast. Þetta er allt ævintýralega klaufalegt, að þetta sé farið í loftið og glósur á milli manna. Mér finnst þetta ömurlegt og á ekki heima neins staðar annars staðar en á milli þeirra. Hann er búinn að vera þarna í meira en áratug, hann er Valsari, og það hlýtur að vera hægt að klára þetta mál þannig að það verði almennilegur sómi að því,“ bætti Sigurbjörn við. „Þú sendir ekki svona á messenger“ Baldur tók undir þetta og bætti í: „Skiptir einhverju máli hvort leikmaður hefur spilað í hálft ár eða þrettán ár? Þú sendir ekki svona á messenger. Mér finnst það bara fáránlegt. Ég hef bara aldrei heyrt um þetta. Hver sendir messenger skilaboð og segir: Blessaður. Við ætlum ekki að semja við þig en við ætlum að tala rosalega vel um þig…“ Ekki góð skilaboð til Túfa Gummi sagðist þá hafa mjög góðar heimildir fyrir því að Srdjan Tufegdzic (Túfa), þjálfari Vals, hefði viljað halda Sigurði Agli en verið tilkynnt á fundi fyrir helgi að það yrði ekki raunin. „Það er mjög áhugavert. Hvernig er staðan þá hjá Túfa? Ef þetta er rétt þá gefur þetta ekki góð skilaboð til Túfa,“ sagði Baldur.
Valur Besta deild karla Stúkan Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira