Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn

Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar
Höskuldur Gunnlaugsson fékk besta færi leiksins.
Höskuldur Gunnlaugsson fékk besta færi leiksins. Vísir/Diego

Bið Blika eftir fyrsta sigrinum í Sambandsdeildinni í fótbolta lengist enn en liðið gerði markalaust jafntefli við finnska liðið KuPS á Laugardalsvellinum í kvöld. Þetta var fyrsti leikur Bikarliðsins undir stjórn Ólafs Inga Skúlasonar og fyrsti heimaleikur liðsins í þessari keppni.

Leikurinn byrjaði rólega og var nokkuð nokkuð jafn milli liðanna.

Blikar voru öflugir síðustu tuttugu mínútur fyrri hálfleiks og fengu góð færi sem þeir náðu ekki að nýta sér. 0-0 og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Blika, fékk frábært færi til að koma liðinu yfir á 57. mínútu en skaut þá framhjá úr vítaspyrnu.

Blikarnir gerðu oft vel i þessum leik og það voru svo sannarlega tækifæri til að næla í fyrsta sigurleikinn í Laugardalnum í kvöld. Þeir fara mjög svekktir af velli. 

Þetta er fyrsta stig Blika í keppninni en liðið á þó enn eftir að koma boltanum í mark andstæðinga sinna eftir 3-0 tap á móti Lausanne í fyrsta leik.

Atvik leiksins

Það er því miður vítið sem Höskuldur Gunnlaugsson klúðraði á 57. mínútu leiksins. Gerði allt rétt í aðdragandanum en boltinn fór rétt framhjá markinu.

Stjörnur og skúrkar

Valgeir Valgeirsson átti fína frammistöðu í dag og var með flottar fyrirgjafir í fyrri hálfleik. Hann náði góðu samspili með Ágústi Orra Þorsteinssyni á hægri kantinum.

Fín frammistaða heilt yfir hjá Blikum í dag og vantaði bara herslu muninn að ná inn marki.

Stemning og umgjörð

Það er alltaf gaman að koma á Laugardalsvöll. Blikar voru með litla sjoppu hérna með Blikavarningi til sölu. 

Það heyrðist vel í stuðningsmönnum nánast allan leikinn. Heilt yfir mjög flott og lífleg stemning.

Dómarar

Dómarateymið í dag kom frá Danmörku. Sandi Putros var á flautunni með honum voru Deniz Yurdakul og Steffen Bramsen. VAR dómari leiksins var Mads Kristoffersen og honum til aðstoðar var Michael Tykgaard.

Fín dómgæsla í dag og ekkert út á hana að setja. Engin vafaatriði og það VAR ekkert vesen.

Viðtöl

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira