Handbolti

Guð­jón Valur og læri­sveinar hárs­breidd frá því að vinna Kiel

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elliði Snær Viðarsson reyndi langskot í blálokin en það geigaði.
Elliði Snær Viðarsson reyndi langskot í blálokin en það geigaði. Vísir/Vilhelm

Íslendingaliðið Gummersbach gerði í kvöld 25-25 jafntefli við Kiel í þýsku bundesligunni í handbolta.

Gummersbach var lengi vel yfir í leiknum og 15-13 yfir í hálfleik. Staðan var 25-23 á lokakaflanum en Kiel skoraði tvö síðustu mörkin.

Færeyingurinn Elias Ellefsen á Skipagötu skoraði jöfnunarmarkið rétt fyrir leikslok og Elliði Snær Viðarsson reyndi skot á mjög löngu færi á lokasekúndunni en það klikkaði.

Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar lið Gummersbach og hefur verið orðaður við Kiel í þýskum fjölmiðlum.

Elliði Snær Viðarsson skoraði þrjú mörk fyrir Gummersbach og Teitur Örn Einarsson var með eitt mark.

Ýmir Örn Gíslason og félagar í Göppingen unnu tveggja marka útisigur á HSG Wetzlar, 28-26. Ýmir átti flottan leik og skoraði þrjú mörk.

Kiel er í öðru sæti en Gummersbach áfram í fimmta sætinu. Göppingen er í sjöunda sæti eftir anann sigurinn í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×