Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. október 2025 15:40 Kerecis völlurinn verður skafaður og klár í slaginn á fyrsta degi vetrar. vestri Vestri tekur á móti KR á morgun, á fyrsta degi vetrar, í úrslitaleik um sæti í Bestu deildinni á næsta ári. Vestramenn þurftu að draga fram snjósköfurnar í morgun og vona að það snjói ekki í nótt, en völlurinn verður klár í slaginn sama hvað. „Staðan er bara fín, það snjóaði lítillega í nótt en það var búið að gera völlinn kláran áður en æfingar hófust í morgun. Það þurfti aðeins að skafa, en það var mjög lítið, svo skín sólin núna, þannig að það er bara allt upp á tíu hérna“ sagði Samúel Samúelsson, framkvæmdastjóri Vestra í samtali við Vísi. „Ég ætla að vona að það snjói ekki aftur í nótt, ég vona ekki, en völlurinn verður fínn á morgun“ bætti hann svo við. Kerecis-völlurinn er grænn og glæsilegur í sólinni, nýskafaður. Lítilsháttar snjókomu er spáð í flestum landshlutum í nótt og samkvæmt veðurspá verður um fimm stiga frost á Ísafirði. Kerecis-völlurinn á Ísafirði er ekki upphitaður og því þarf að skafa ef snjórinn fellur. „Ef það myndi snjóa aftur, þá þyrftum við bara að gera það sama og í dag, skafa. Það er aðallega bara að tíminn hlaupi ekki frá manni, en þetta er allt gert með tækjum“ sagði Samúel áhyggjulaus fyrir morgundaginn. Spáin fyrir leikinn sjálfan lítur líka betur út en hún gerði fyrir stuttu síðan og leikurinn ætti að fara fram við hita um frostmark, frekar en í -3 gráðum eins og fyrsta spár gerðu ráð fyrir. Lokaleikur tímabilsins í fyrra fór fram við krefjandi aðstæður og mikinn snjóþunga. sýn skjáskot Lokaleikur síðasta tímabils milli Vestra og Fylkis situr mörgum í minni, en sá leikur fór fram við mikinn snjóþunga. Á Íslandi er auðvitað allra veðra von og spár geta snögglega breyst, en það lítur út fyrir að leikurinn á morgun muni fara fram við mun betri aðstæður og litla eða enga snjókomu. Úrslitaleikur Vestra og KR verður í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland á morgun klukkan 14. Besta deild karla Vestri KR Mest lesið „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
„Staðan er bara fín, það snjóaði lítillega í nótt en það var búið að gera völlinn kláran áður en æfingar hófust í morgun. Það þurfti aðeins að skafa, en það var mjög lítið, svo skín sólin núna, þannig að það er bara allt upp á tíu hérna“ sagði Samúel Samúelsson, framkvæmdastjóri Vestra í samtali við Vísi. „Ég ætla að vona að það snjói ekki aftur í nótt, ég vona ekki, en völlurinn verður fínn á morgun“ bætti hann svo við. Kerecis-völlurinn er grænn og glæsilegur í sólinni, nýskafaður. Lítilsháttar snjókomu er spáð í flestum landshlutum í nótt og samkvæmt veðurspá verður um fimm stiga frost á Ísafirði. Kerecis-völlurinn á Ísafirði er ekki upphitaður og því þarf að skafa ef snjórinn fellur. „Ef það myndi snjóa aftur, þá þyrftum við bara að gera það sama og í dag, skafa. Það er aðallega bara að tíminn hlaupi ekki frá manni, en þetta er allt gert með tækjum“ sagði Samúel áhyggjulaus fyrir morgundaginn. Spáin fyrir leikinn sjálfan lítur líka betur út en hún gerði fyrir stuttu síðan og leikurinn ætti að fara fram við hita um frostmark, frekar en í -3 gráðum eins og fyrsta spár gerðu ráð fyrir. Lokaleikur tímabilsins í fyrra fór fram við krefjandi aðstæður og mikinn snjóþunga. sýn skjáskot Lokaleikur síðasta tímabils milli Vestra og Fylkis situr mörgum í minni, en sá leikur fór fram við mikinn snjóþunga. Á Íslandi er auðvitað allra veðra von og spár geta snögglega breyst, en það lítur út fyrir að leikurinn á morgun muni fara fram við mun betri aðstæður og litla eða enga snjókomu. Úrslitaleikur Vestra og KR verður í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland á morgun klukkan 14.
Besta deild karla Vestri KR Mest lesið „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti