Menning

Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók

Agnar Már Másson skrifar
Katrín Jakobsdóttir og Ragnar Jónsson á útgáfu fyrri bókar þeirra, Reykjavíkur.
Katrín Jakobsdóttir og Ragnar Jónsson á útgáfu fyrri bókar þeirra, Reykjavíkur. Vísir/Hulda Margrét

Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, og glæpasagnahöfundurinn Ragnar Jónasson munu gefa út nýja skáldsögu. Sagan nefnist Franski spítalinn.

Frá þessu greinir Ragnar á Instagram og nefnir að sögusvið bókarinnar sé á Austurlandi árið 1989. Bókin er framhald af fyrri bók þeirra tvímenninga, Reykjavík, sem kom út 2022. Glæpasaga varð á sínum tíma mest selda bókin í verslunum Pennans-Eymundssonar

Á kápu nýju útgáfunnar má sjá viðrað húsnæði Franska spítalinn á Fáskrúðsfirði sem var reistur árið 1903 og færður á Hafranes 1939.

Ragnar Jónsson er einn þekktasti glæpasagnahöfundur landsins en Katrín Jakobsdóttir er bókmenntafræðingur og hefur sérstaklega lagt áherslu á glæpasögur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.