Handbolti

Bikarmeistararnir fara norður

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fram sigraði Stjörnuna í úrslitaleik Powerade-bikars karla á síðasta tímabili.
Fram sigraði Stjörnuna í úrslitaleik Powerade-bikars karla á síðasta tímabili. vísir/anton

Fram, sem vann Powerade-bikar karla í handbolta á síðasta tímabili, mætir KA á útivelli í átta liða úrslitum keppninnar í næsta mánuði.

Dregið var í átta liða úrslit Powerade-bikars karla og kvenna í dag.

Búast má við hörkuleik þegar Afturelding tekur á móti FH. Þá eigast HK og Haukar og Fjölnir og ÍR við. Fjölnismenn eru eina liðið úr Grill 66 deildinni sem komst í átta liða úrslit Powerade-bikars karla.

Í átta liða úrslitum Powerade-bikars kvenna mæta bikarmeistarar Hauka Víkingi sem leikur í Grill 66 deildinni.

Fram og ÍR eigast við í Úlfarsárdalnum, Grótta tekur á móti KA/Þór og FH og Valur leiða saman hesta sína.

Leikirnir í átta liða úrslitum Powerade-bikars karla fara fram 19. og 20. desember en leikirnir í átta liða úrslitunum kvennamegin 3. og 4. febrúar á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×