„Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 5. nóvember 2025 08:02 Óskar og Pablo ætla sér stórræði á Ásvöllum. vísir / lýður valberg Óskar Örn Hauksson og Pablo Punyed hafa tekið við störfum hjá Haukum og vilja koma félaginu á kortið í íslenskum fótbolta. Óskar og Pablo eiga báðir langa og mjög sigursæla ferla sem leikmenn, samanlagt hafa þeir sextán sinnum orðið Íslands- eða bikarmeistarar. Nú tekur við nýr kafli, hjá Haukum, en þeir verða aðstoðarþjálfarar liðsins í 2. deildinni á næsta ári. „Þetta er tækifæri fyrir okkur báða, að halda áfram að vaxa og við komum bara inn í þetta starf fagnandi“ segir Pablo, spenntur að hefja þjálfaraferilinn. „Og svo það sé sagt um Hauka, það eru ekki mörg lið, á þessum tímapunkti, sem eru jafn spennandi“ segir Óskar Örn, sem hefur verið hluti af þjálfarateymi Víkings síðustu tvö ár. Sigursælasta þjálfarateymi landsins Ásamt þeim í þjálfarateyminu verður Daði Lárusson markmannsþjálfari. Daði er margfaldur Íslandsmeistari sem varði mark FH á gullaldartíma félagsins og hefur starfað sem þjálfari síðan skórnir fóru á hilluna. Aðalþjálfari liðsins verður svo Guðjón Pétur Lýðsson, uppalinn Haukamaður sem á að baki rúmlega fimm hundruð meistaraflokksleiki fyrir fjölda félaga og var meðal annars lykilmaður í Valsliðinu sem vann titilinn tvö ár í röð. Þegar litið er til leikja- og titlafjölda á leikmannaferlinum munu Haukar því eflaust búa yfir reynslumesta þjálfarateymi landsins og þeir eru spenntir að miðla sinni reynslu. „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið, það er stundum eins og fólk á Íslandi gleymi að Haukar séu til í fótbolta. Þeir hafa náð góðum árangri í handbolta og körfubolta, karla og kvenna, og okkur langar til að taka þátt í þannig árangri knattspyrnumegin“ segir Pablo. Alls ekki hættur og ekki alveg hættur Skórnir eru ekki farnir upp á hillu hjá Pablo, hann verður spilandi aðstoðarþjálfari, og væntanlega þá einn besti leikmaður 2. deildarinnar. Óskar Örn er hins vegar hættur að spila, en hefur þó ekki endanlega lagt skóna á hilluna. „Það er allavega ekki kominn neinn Facebook-status um það. Ég er ekkert formlega hættur, en það er ekkert endilega planið að spila neitt. Ég er hérna fyrst og fremst sem aðstoðarþjálfari Gauja, en Pablo er hugsaður sem lykilmaður í liðinu. Við sjáum til“ segir Óskar. Fjallað var um aðstoðarþjálfara Hauka í Sportpakkanum í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Viðtalið við þá í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Óskar Örn og Pablo Punyed teknir við störfum hjá Haukum Haukar Íslenski boltinn Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Óskar og Pablo eiga báðir langa og mjög sigursæla ferla sem leikmenn, samanlagt hafa þeir sextán sinnum orðið Íslands- eða bikarmeistarar. Nú tekur við nýr kafli, hjá Haukum, en þeir verða aðstoðarþjálfarar liðsins í 2. deildinni á næsta ári. „Þetta er tækifæri fyrir okkur báða, að halda áfram að vaxa og við komum bara inn í þetta starf fagnandi“ segir Pablo, spenntur að hefja þjálfaraferilinn. „Og svo það sé sagt um Hauka, það eru ekki mörg lið, á þessum tímapunkti, sem eru jafn spennandi“ segir Óskar Örn, sem hefur verið hluti af þjálfarateymi Víkings síðustu tvö ár. Sigursælasta þjálfarateymi landsins Ásamt þeim í þjálfarateyminu verður Daði Lárusson markmannsþjálfari. Daði er margfaldur Íslandsmeistari sem varði mark FH á gullaldartíma félagsins og hefur starfað sem þjálfari síðan skórnir fóru á hilluna. Aðalþjálfari liðsins verður svo Guðjón Pétur Lýðsson, uppalinn Haukamaður sem á að baki rúmlega fimm hundruð meistaraflokksleiki fyrir fjölda félaga og var meðal annars lykilmaður í Valsliðinu sem vann titilinn tvö ár í röð. Þegar litið er til leikja- og titlafjölda á leikmannaferlinum munu Haukar því eflaust búa yfir reynslumesta þjálfarateymi landsins og þeir eru spenntir að miðla sinni reynslu. „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið, það er stundum eins og fólk á Íslandi gleymi að Haukar séu til í fótbolta. Þeir hafa náð góðum árangri í handbolta og körfubolta, karla og kvenna, og okkur langar til að taka þátt í þannig árangri knattspyrnumegin“ segir Pablo. Alls ekki hættur og ekki alveg hættur Skórnir eru ekki farnir upp á hillu hjá Pablo, hann verður spilandi aðstoðarþjálfari, og væntanlega þá einn besti leikmaður 2. deildarinnar. Óskar Örn er hins vegar hættur að spila, en hefur þó ekki endanlega lagt skóna á hilluna. „Það er allavega ekki kominn neinn Facebook-status um það. Ég er ekkert formlega hættur, en það er ekkert endilega planið að spila neitt. Ég er hérna fyrst og fremst sem aðstoðarþjálfari Gauja, en Pablo er hugsaður sem lykilmaður í liðinu. Við sjáum til“ segir Óskar. Fjallað var um aðstoðarþjálfara Hauka í Sportpakkanum í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Viðtalið við þá í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Óskar Örn og Pablo Punyed teknir við störfum hjá Haukum
Haukar Íslenski boltinn Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti