Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. nóvember 2025 12:16 Eiríkur sendi póst á Saffran til að forvitnast út í atvinnuauglýsingu fyrirtækisins. Saffran brást skjótt við og leiðrétti auglýsinguna. Vísir/Lýður/Vilhelm Veitingastaðurinn Saffran auglýsti nýverið eftir starfsfólki en í auglýsingunni var gerð krafa um betri kunnáttu í ensku en íslensku. Innt eftir svörum um þessar áherslur gekkst Saffran við því að um mistök væri að ræða og leiðréttu auglýsinguna. Á mánudag birti læknirinn Jorgo Vougiouklakis færslu á Málspjallinu með skjáskoti af starfsauglýsingu fyrir þjónustustarf í Skeifunni þar sem mátti sjá kröfur um tungumálakunnáttu. „Góð íslenskukunnátta kostur. Mjög góð enskukunnátta skilyrði,“ sagði í skjáskotinu. Þar að auki var íslenskukunnátta ranglega skrifuð í tveimur orðum. „Mér finnst þetta áhugavert ef línurnar hafa ekki víxlast óvart,“ skrifaði Jorgo. „Þakka þér fyrir að vera á verði og veita okkur aðhald“ Færslan vakti töluverða athygli og undruðust margir að enskukunnátta væri sett ofar íslenskukunnáttu. Uppgjöf gagnvart hinu ástkæra ylhýra. Eiríkur Rögnvaldsson, fyrrverandi prófessor og baráttumaður íslenskunnar, ákvað að taka málin í eigin hendur. Hann komst að því að umræddur veitingastaður væri Saffran og skrifaði forsvarsmönnum hans bréf. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus, kenndi íslenska málfræði við Háskóla Íslands í meira en 30 ár.Vísir/Arnar „Í starfsauglýsingu frá ykkur segir um tungumálakröfur: Góð íslensku kunnátta kostur Mjög góð enskukunnáta skilyrði Í ljósi þess að íslenska er opinbert tungumál landsins leikur mér forvitni á að vita hvernig standi á því að meiri kröfur eru gerðar um kunnáttu í ensku en íslensku. Mér finnst það mjög sérkennilegt, svo að ekki sé meira sagt,“ skrifaði hann í bréfinu. Nokkrum tímum síðar greindi Eiríkur frá því á þræðinum að hann hefði fengið umsvifalaust svar frá Saffran. „Þakka þér fyrir ábendinguna. Ég er þér hjartanlega sammála. Þetta eru mistök í texta sem við látum lagfæra strax. Þakka þér fyrir að vera á verði og veita okkur aðhald,“ sagði í pósti Saffran. Sagði Eiríkur hrósvert þegar fólk brygðist skjótt við, í málum sem þessum væri oftast um hugsunarleysi að ræða. Hann nefndi þó að enn ætti eftir að lagfæra stafsetningarvillu auglýsingarinnar. Auglýsinga- og markaðsmál Íslensk tunga Veitingastaðir Tengdar fréttir Origo gagnrýnt fyrir enskunotkun: Gæðin eru „insane“ og áferðin „flawless“ Upplýsingatæknifyrirtækið Origo hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir enskunotkun í auglýsingu þar sem vísað er í áhrifavaldinn Jóhönnu Helgu sem segir myndavél Sony búa yfir „flawless“ áferð og „insane“ og „Netflix approved“ gæðum. 29. mars 2024 21:27 Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Á mánudag birti læknirinn Jorgo Vougiouklakis færslu á Málspjallinu með skjáskoti af starfsauglýsingu fyrir þjónustustarf í Skeifunni þar sem mátti sjá kröfur um tungumálakunnáttu. „Góð íslenskukunnátta kostur. Mjög góð enskukunnátta skilyrði,“ sagði í skjáskotinu. Þar að auki var íslenskukunnátta ranglega skrifuð í tveimur orðum. „Mér finnst þetta áhugavert ef línurnar hafa ekki víxlast óvart,“ skrifaði Jorgo. „Þakka þér fyrir að vera á verði og veita okkur aðhald“ Færslan vakti töluverða athygli og undruðust margir að enskukunnátta væri sett ofar íslenskukunnáttu. Uppgjöf gagnvart hinu ástkæra ylhýra. Eiríkur Rögnvaldsson, fyrrverandi prófessor og baráttumaður íslenskunnar, ákvað að taka málin í eigin hendur. Hann komst að því að umræddur veitingastaður væri Saffran og skrifaði forsvarsmönnum hans bréf. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus, kenndi íslenska málfræði við Háskóla Íslands í meira en 30 ár.Vísir/Arnar „Í starfsauglýsingu frá ykkur segir um tungumálakröfur: Góð íslensku kunnátta kostur Mjög góð enskukunnáta skilyrði Í ljósi þess að íslenska er opinbert tungumál landsins leikur mér forvitni á að vita hvernig standi á því að meiri kröfur eru gerðar um kunnáttu í ensku en íslensku. Mér finnst það mjög sérkennilegt, svo að ekki sé meira sagt,“ skrifaði hann í bréfinu. Nokkrum tímum síðar greindi Eiríkur frá því á þræðinum að hann hefði fengið umsvifalaust svar frá Saffran. „Þakka þér fyrir ábendinguna. Ég er þér hjartanlega sammála. Þetta eru mistök í texta sem við látum lagfæra strax. Þakka þér fyrir að vera á verði og veita okkur aðhald,“ sagði í pósti Saffran. Sagði Eiríkur hrósvert þegar fólk brygðist skjótt við, í málum sem þessum væri oftast um hugsunarleysi að ræða. Hann nefndi þó að enn ætti eftir að lagfæra stafsetningarvillu auglýsingarinnar.
Auglýsinga- og markaðsmál Íslensk tunga Veitingastaðir Tengdar fréttir Origo gagnrýnt fyrir enskunotkun: Gæðin eru „insane“ og áferðin „flawless“ Upplýsingatæknifyrirtækið Origo hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir enskunotkun í auglýsingu þar sem vísað er í áhrifavaldinn Jóhönnu Helgu sem segir myndavél Sony búa yfir „flawless“ áferð og „insane“ og „Netflix approved“ gæðum. 29. mars 2024 21:27 Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Origo gagnrýnt fyrir enskunotkun: Gæðin eru „insane“ og áferðin „flawless“ Upplýsingatæknifyrirtækið Origo hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir enskunotkun í auglýsingu þar sem vísað er í áhrifavaldinn Jóhönnu Helgu sem segir myndavél Sony búa yfir „flawless“ áferð og „insane“ og „Netflix approved“ gæðum. 29. mars 2024 21:27