Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. nóvember 2025 07:02 Rætt var um tvær nýjar uppfærslur á verkum Shakespeare í íslensku leikhúsi. Hamlet í leikstjórn Kolfinnu Nikulásdóttur í Borgarleikhúsinu og Jónsmessunæturdraum í Tjarnarbíói. Þá var Bubba svarað. Vísir/Anton Brink Jón Viðar Jónsson segir uppfærslu Kolfinnu Nikulásdóttur á Hamlet vera „barnalega vitleysu“ í nýjasta þætti Menningarvaktarinnar. Þar svarar Símon Birgisson einnig ásökunum Bubba Morthens um meinta vanhæfni og hlutdrægni Símonar í leikhúsgagnrýni. Þriðji þáttur Menningarvaktarinnar kom út í gær og fékk Símon til sín Jón Viðar Jónsson leikhúsgagnrýnanda og Val Grettisson, blaðamann Heimildarinnar. William Shakespeare er í aðalhlutverki í þættinum, sérstaklega tvö verk hans sem eru á fjölum íslenskra leikhúsa þessa dagana: Jónsmessunæturdraumur í Tjarnarbíói og Hamlet í Borgarleikhúsinu. Rætt var um verkin sjálf, dóma sem hafa komið fram um verkin og yfirlýsingar leikstjóra um gagnrýnendur í tilviki þess síðarnefnda. Einnig var rætt stuttlega um stjórnarkjör í Leikfélagi Reykjavíkur og hvað lófatak væri orðið langt á listasýningum. Símon hóf þáttinn hins vegar á að svara bréfi frá Bubba Morthens sem birtist á Facebook í síðustu viku. Sorgleg þöggunartilraun Bubba dæmi sig sjálf „Sjálfur Bubbi Morthens skrifaði á samfélagsmiðla langa færslu þar sem hann ræðst á mig persónulega og gerir að því skóna að ég sé ekki heiðarlegur í gagnrýni minni. Bubbi segir „mál manna á götunni og menningarheiminum“ að ég sé í einhvers konar herferð gegn Þjóðleikhúsinu, ég taki niður allar sýningar Þjóðleikhússins, nú síðast sýningu Baltasars Kormáks (sem Bubbi hafi þó ekki sjálfur séð),“ sagði Símon í þættinum. Sagði Bubbi að sumir segðu að frábæru dómarnir sem Borgarleikhúsið fengi kæmu til því að „Símon grimmi“ væri að hefna sína á Magnúsi Geir Þjóðleikhússtjóra og spurði Bubbi sig hvort Símon skrifaði gagnrýni því hann „floppaði í efstu tröppu“. „Ég hef ekki lagt í vana minn að svara slúðurberum en Bubbi er nú einu sinni Bubbi. Eitt stærsta nafnið í íslenska tónlistarbransanum. Og honum finnst eðlilegt að uppnefna mig, beita mig atvinnurógi og gera lítið úr mér persónulega. Það dæmir sig sjálft,“ sagði Símon. Símon beindi síðan orðum sínum að hlustendum og sagði markmiðið með leikhúsgagnrýni væri hvorki að koma sér í mjúkinn hjá einhverjum né tala illa um einhverja. Símon fær til sín gesti í hverri viku í vetur til að ræða um menninguna. „Bubbi virðist líta svo á að við smámennin stöndum í skugga listamanna á borð við hann - fullir af gremju og reiði. Kannski finnst Bubba það fáránleg hugmynd að einhver sé að skrifa um listir og leiklist af ástríðu - af hverju veit ég ekki,“ sagði hann. Símon sagði gagnrýnendur verða að þora, annars verði „gagnrýnin innantóm, hrósið merkingarlaust“. Hann skrifi um leikhús á þennan hátt því honum finnist leikhúsið skipta máli. „Maður verður að bera virðingu fyrir áhorfendum og það finnst mér í raun sorglegast við þessa þöggunartilraun hjá Bubba. Ég er þess full viss að hvorki Þjóðleikhússtjóri, Borgarleikhússtjóri, Baltasar Kormákur eða aðrir listamenn vilja að ráðist sé á gagnrýnendur með þessum hætti heldur einmitt að umræðan um leikhúsið sé lifandi og spennandi - eins og leikhúsið sjálft.“ Hamlet, „heimskulegt bull“ og hroki leikstjóra Á eftir Bubba kom svo að Shakespeare. Fyrst var rætt um Jónsmessunæturdraum í leikstjórn Maríu Ellingsen og Magnúsar Thorlacius. Bæði Símon og Valur voru kampakátir með drauminn en Jón Viðar ekki eins sáttur. Svo snerist talið að amlóðanum í Danaríki. Ný uppfærsla Hamlet hefur fengið misjafna dóma, Símon gaf henni einungis tvær stjörnur á Vísi og Þorgeir Tryggvason gaf sama stjörnufjölda í Morgunblaðinu. Sigríður Jónsdóttir var öllu jákvæðari á Heimildinni og í Víðsjá fannst Kötlu Ársælsdóttur sýningin „metnaðarfull uppsetning á marglaga verki“ og fengi áhorfendur til að líta gagnrýnum augum á samtímann. „Tókst Kolfinnu að stinga Hamlet í samband?“ spurði Símon þá Jón Viðar og vísaði í kynningartexta sýningarinnar. „Ég veit í fyrsta lagi ekki hvort það var nokkur Hamlet þarna,“ svaraði Jón. „Þetta er svo barnaleg vitleysa þessi sýning að hún er eiginlega undir allri krítík. En ég verð að segja að fyrir mína parta finnst mér Hamlet vera stórkostlega ofmetið leikrit.“ Jón Viðar var ekki beint sáttur með Hamlet.Vísir Ýmislegt valdi því, Hamlet sé fyrir það fyrsta gjörsamlega óþolandi karakter. Þá telur Jón Viðar að geðveiki Hamlets í leikriti Shakespeare virki ekki almennilega eins og hún geri í upprunalegu sögunni um Amlóða frá miðöldum. Hvað útgáfu Kolfinnu varðar fannst Jóni margt klikka, nefndi hann þar ákveðið leikaraval, áherslur í leikgerð og leikstjórn. Fannst honum sýningin fara niður á lágt plan og áhorfendum sýnd fyrirlitning undir því yfirskyni að ná ætti til ungs fólks. Vali fannst margar góðar pælingar í verkinu sem vörðuðu samtímann og fannst honum glitta í góðan leikstjóra í Kolfinnu. Hins vegar tækist sýningunni engan veginn að segja sögu Hamlets. Símon spilaði síðan bút úr viðtali við Kolfinnu í Íslandi í dag þar sem hún líkti gagnrýnendum við bardóla, menn sem væru með Shakespeare á heilanum og þá sérstaklega gamlar hugmyndir um það hvernig verk hans ættu að vera. „Maður er búinn að hlusta á svona heimskulegt bull eins og stendur upp úr þessari blessuðu konu í fimmtíu ár og þetta er alltaf að endurtaka sig. Það er eins fólk haldi að það sé búið að finna upp púðrið,“ sagði Jón Viðar um tal Kolfinnu. „Þetta er svo mikill hroki hjá þessari konu, hún er greinilega hafin yfir alla gagnrýni, hlustar ekkert á hana og veit hvernig þetta á að vera. Svo sér maður ekki nein merki þess að hún hafi lesið leikritið eða reynt að setja sig inn í heim þessa skálds,“ bætti hann við. Þeir félagar ræddu töluvert meira um sýninguna, eldri uppfærslur á harmleikjum Shakespeare og besta Hamletinn sem hefur verið sýndur á Íslandi. En lesendur verða að hlusta á þáttinn vilji þeir vita meira. Leikhús Borgarleikhúsið Tjarnarbíó Menning Menningarvaktin Tengdar fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Hvað klikkaði í Íbúð 10B, nýjustu sýningu Baltasars Kormáks, og af hverju floppuðu miðaldaþættirnirnir King & Conqueror svona harkalega? Tekst Hundi í óskilum að stytta Niflungahring Wagners úr sextán klukkutímum í tvo og af hverju voru Íslensku sjónvarpsverðlaunin ekki sýnd í sjónvarpi? Hvað er málið með Brján? 3. nóvember 2025 11:31 Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Menningarvaktin, nýtt menningarhlaðvarp, hefur hafið göngu sína á Vísi. Símon Birgisson, leikhúsgagnrýnandi, fær þar til sín góða gesti fyrir heiðarlegar, frjálsar og öðruvísi umræður um það sem er efst á baugi í menningunni. 16. október 2025 15:18 Mest lesið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið Fleiri fréttir Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina Sjá meira
Þriðji þáttur Menningarvaktarinnar kom út í gær og fékk Símon til sín Jón Viðar Jónsson leikhúsgagnrýnanda og Val Grettisson, blaðamann Heimildarinnar. William Shakespeare er í aðalhlutverki í þættinum, sérstaklega tvö verk hans sem eru á fjölum íslenskra leikhúsa þessa dagana: Jónsmessunæturdraumur í Tjarnarbíói og Hamlet í Borgarleikhúsinu. Rætt var um verkin sjálf, dóma sem hafa komið fram um verkin og yfirlýsingar leikstjóra um gagnrýnendur í tilviki þess síðarnefnda. Einnig var rætt stuttlega um stjórnarkjör í Leikfélagi Reykjavíkur og hvað lófatak væri orðið langt á listasýningum. Símon hóf þáttinn hins vegar á að svara bréfi frá Bubba Morthens sem birtist á Facebook í síðustu viku. Sorgleg þöggunartilraun Bubba dæmi sig sjálf „Sjálfur Bubbi Morthens skrifaði á samfélagsmiðla langa færslu þar sem hann ræðst á mig persónulega og gerir að því skóna að ég sé ekki heiðarlegur í gagnrýni minni. Bubbi segir „mál manna á götunni og menningarheiminum“ að ég sé í einhvers konar herferð gegn Þjóðleikhúsinu, ég taki niður allar sýningar Þjóðleikhússins, nú síðast sýningu Baltasars Kormáks (sem Bubbi hafi þó ekki sjálfur séð),“ sagði Símon í þættinum. Sagði Bubbi að sumir segðu að frábæru dómarnir sem Borgarleikhúsið fengi kæmu til því að „Símon grimmi“ væri að hefna sína á Magnúsi Geir Þjóðleikhússtjóra og spurði Bubbi sig hvort Símon skrifaði gagnrýni því hann „floppaði í efstu tröppu“. „Ég hef ekki lagt í vana minn að svara slúðurberum en Bubbi er nú einu sinni Bubbi. Eitt stærsta nafnið í íslenska tónlistarbransanum. Og honum finnst eðlilegt að uppnefna mig, beita mig atvinnurógi og gera lítið úr mér persónulega. Það dæmir sig sjálft,“ sagði Símon. Símon beindi síðan orðum sínum að hlustendum og sagði markmiðið með leikhúsgagnrýni væri hvorki að koma sér í mjúkinn hjá einhverjum né tala illa um einhverja. Símon fær til sín gesti í hverri viku í vetur til að ræða um menninguna. „Bubbi virðist líta svo á að við smámennin stöndum í skugga listamanna á borð við hann - fullir af gremju og reiði. Kannski finnst Bubba það fáránleg hugmynd að einhver sé að skrifa um listir og leiklist af ástríðu - af hverju veit ég ekki,“ sagði hann. Símon sagði gagnrýnendur verða að þora, annars verði „gagnrýnin innantóm, hrósið merkingarlaust“. Hann skrifi um leikhús á þennan hátt því honum finnist leikhúsið skipta máli. „Maður verður að bera virðingu fyrir áhorfendum og það finnst mér í raun sorglegast við þessa þöggunartilraun hjá Bubba. Ég er þess full viss að hvorki Þjóðleikhússtjóri, Borgarleikhússtjóri, Baltasar Kormákur eða aðrir listamenn vilja að ráðist sé á gagnrýnendur með þessum hætti heldur einmitt að umræðan um leikhúsið sé lifandi og spennandi - eins og leikhúsið sjálft.“ Hamlet, „heimskulegt bull“ og hroki leikstjóra Á eftir Bubba kom svo að Shakespeare. Fyrst var rætt um Jónsmessunæturdraum í leikstjórn Maríu Ellingsen og Magnúsar Thorlacius. Bæði Símon og Valur voru kampakátir með drauminn en Jón Viðar ekki eins sáttur. Svo snerist talið að amlóðanum í Danaríki. Ný uppfærsla Hamlet hefur fengið misjafna dóma, Símon gaf henni einungis tvær stjörnur á Vísi og Þorgeir Tryggvason gaf sama stjörnufjölda í Morgunblaðinu. Sigríður Jónsdóttir var öllu jákvæðari á Heimildinni og í Víðsjá fannst Kötlu Ársælsdóttur sýningin „metnaðarfull uppsetning á marglaga verki“ og fengi áhorfendur til að líta gagnrýnum augum á samtímann. „Tókst Kolfinnu að stinga Hamlet í samband?“ spurði Símon þá Jón Viðar og vísaði í kynningartexta sýningarinnar. „Ég veit í fyrsta lagi ekki hvort það var nokkur Hamlet þarna,“ svaraði Jón. „Þetta er svo barnaleg vitleysa þessi sýning að hún er eiginlega undir allri krítík. En ég verð að segja að fyrir mína parta finnst mér Hamlet vera stórkostlega ofmetið leikrit.“ Jón Viðar var ekki beint sáttur með Hamlet.Vísir Ýmislegt valdi því, Hamlet sé fyrir það fyrsta gjörsamlega óþolandi karakter. Þá telur Jón Viðar að geðveiki Hamlets í leikriti Shakespeare virki ekki almennilega eins og hún geri í upprunalegu sögunni um Amlóða frá miðöldum. Hvað útgáfu Kolfinnu varðar fannst Jóni margt klikka, nefndi hann þar ákveðið leikaraval, áherslur í leikgerð og leikstjórn. Fannst honum sýningin fara niður á lágt plan og áhorfendum sýnd fyrirlitning undir því yfirskyni að ná ætti til ungs fólks. Vali fannst margar góðar pælingar í verkinu sem vörðuðu samtímann og fannst honum glitta í góðan leikstjóra í Kolfinnu. Hins vegar tækist sýningunni engan veginn að segja sögu Hamlets. Símon spilaði síðan bút úr viðtali við Kolfinnu í Íslandi í dag þar sem hún líkti gagnrýnendum við bardóla, menn sem væru með Shakespeare á heilanum og þá sérstaklega gamlar hugmyndir um það hvernig verk hans ættu að vera. „Maður er búinn að hlusta á svona heimskulegt bull eins og stendur upp úr þessari blessuðu konu í fimmtíu ár og þetta er alltaf að endurtaka sig. Það er eins fólk haldi að það sé búið að finna upp púðrið,“ sagði Jón Viðar um tal Kolfinnu. „Þetta er svo mikill hroki hjá þessari konu, hún er greinilega hafin yfir alla gagnrýni, hlustar ekkert á hana og veit hvernig þetta á að vera. Svo sér maður ekki nein merki þess að hún hafi lesið leikritið eða reynt að setja sig inn í heim þessa skálds,“ bætti hann við. Þeir félagar ræddu töluvert meira um sýninguna, eldri uppfærslur á harmleikjum Shakespeare og besta Hamletinn sem hefur verið sýndur á Íslandi. En lesendur verða að hlusta á þáttinn vilji þeir vita meira.
Leikhús Borgarleikhúsið Tjarnarbíó Menning Menningarvaktin Tengdar fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Hvað klikkaði í Íbúð 10B, nýjustu sýningu Baltasars Kormáks, og af hverju floppuðu miðaldaþættirnirnir King & Conqueror svona harkalega? Tekst Hundi í óskilum að stytta Niflungahring Wagners úr sextán klukkutímum í tvo og af hverju voru Íslensku sjónvarpsverðlaunin ekki sýnd í sjónvarpi? Hvað er málið með Brján? 3. nóvember 2025 11:31 Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Menningarvaktin, nýtt menningarhlaðvarp, hefur hafið göngu sína á Vísi. Símon Birgisson, leikhúsgagnrýnandi, fær þar til sín góða gesti fyrir heiðarlegar, frjálsar og öðruvísi umræður um það sem er efst á baugi í menningunni. 16. október 2025 15:18 Mest lesið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið Fleiri fréttir Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina Sjá meira
Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Hvað klikkaði í Íbúð 10B, nýjustu sýningu Baltasars Kormáks, og af hverju floppuðu miðaldaþættirnirnir King & Conqueror svona harkalega? Tekst Hundi í óskilum að stytta Niflungahring Wagners úr sextán klukkutímum í tvo og af hverju voru Íslensku sjónvarpsverðlaunin ekki sýnd í sjónvarpi? Hvað er málið með Brján? 3. nóvember 2025 11:31
Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Menningarvaktin, nýtt menningarhlaðvarp, hefur hafið göngu sína á Vísi. Símon Birgisson, leikhúsgagnrýnandi, fær þar til sín góða gesti fyrir heiðarlegar, frjálsar og öðruvísi umræður um það sem er efst á baugi í menningunni. 16. október 2025 15:18