Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. nóvember 2025 23:01 Sigríður Mogensen sviðsstjóri hjá SI segir íslensk stjórnvöld verða að íhuga EES-samninginn ef ráðstafanirnar taka gildi. Vísir/Ívar Fannar Samtök iðnaðarins segja óásættanlegt að íslenskir kísilframleiðendur þurfi að fylgja íþyngjandi regluverki Evrópusambandsins en loka eigi á aðgang þeirra að Evrópumarkaði. Verði af verndarráðstöfunum þurfi íslensk stjórnvöld að íhuga framtíð EES-samningsins Greint var frá því í morgun að Evrópusambandið hafi frestað ákvörðun um verndarráðstafanir á íslenskan og norskan kísilmálm til morguns. Endanlega ákvörðun átti að taka síðastliðinn föstudag eftir að ákveðið var að Ísland og Noregur yrðu ekki undanþegin verndarráðstöfunum sambandsins. Sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins vonar að frestun fundarins sé til marks um að ekki sé full eining innan Evrópusambandsins um ráðstafanirnar. „Það lítur út fyrir það, þegar verið er að fresta svona stórri ákvörðun í tvígang að það þýði að það er einhver samstaða með Íslandi og Noregi og við vitum að Norðurlöndin hafa tekið undir okkar sjónarmið,“ segir Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins. Þvert gegn anda EES-samningsins Sigríður er sjálf á leið út til Brussel til að sækja fundi þingmanna- og ráðgjafanefndar EFTA seinna í vikunni. Hún telur verndarráðstafanirnar verða ofarlega á baugi. „Þessi tillaga er þvert gegn anda EES samstarfsins og yrði mjög slæmt fordæmi til framtíðar.“ Taki verndarráðstafanirnar gildi verði íslensk stjórnvöld að íhuga framtíð EES-samningins. „Og skoða með mjög gagnrýnum huga nýtt regluverk sem er að koma inn og horfa a það með gagnrýnum augum. Af því að það gengur ekki að bera kostnað af regluverkinu en hafa ekki aðgengi að mörkuðum,“ segir Sigríður. Óboðlegt að skerða aðgengi að mörkuðum Evrópumarkaðurinn er mjög mikilvægur fyrirtækjum eins og Elkem á Grundartanga sem flytja út mikið magn kísilmálms. Draga þarf úr framleiðslu Elkem á næstu vikum, meðal annars vegna óvissu á mörkuðum. „Íslensk fyrirtæki búa við regluverk sem á mörgum köflum getur verið mjög íþyngjandi og hækkar þeirra framleiðslukostnað. Meðal annars kröfur í umhverfismálum, loftslagsmálum, greiða gríðarlega mikið inn á Evrópumarkað í formi kolefnisskatta og fleira. Það er algjörlega óboðlegt ef niðurstaðan verður sú í þessu máli að þau hafi ekki fullan og greiðan aðgang að mörkuðum.“ Stóriðja Evrópusambandið Skattar, tollar og gjöld Tengdar fréttir Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Forstjóri Elkem á Íslandi segir mikla óvissu ríkja um verndarráðstafanir Evrópusambandsins á íslenskan og norskan kísilmálm og lítið sé hægt að geta sér til um ákvörðun sambandsins. Raungerist ráðstafanirnar hafi hún mestar áhyggjur af getu til að bregðast við áföllum á öðrum mörkuðum. 17. nóvember 2025 12:51 Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Atkvæðagreiðslu um verndartolla Evrópusambandsins á kísilmálm hefur enn verið frestað, að sögn Ríkisútvarpsins og norskra fjölmiðla. Endanlegri ákvörðun hafði verið frestað til dagsins í dag en nú er því haldið fram að hún fari fram á morgun. 17. nóvember 2025 08:56 Fundinum mikilvæga frestað Fundi þar sem greiða átti atkvæði um tillögu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um verndarráðstafanir vegna kísilmálms hefur verið frestað fram á mánudag. Samkvæmt tillögu framkvæmdastjórnarinnar verða íslenskir og norskir framleiðendur kísilmálms ekki undanþegnir verndarráðstöfununum. 14. nóvember 2025 15:53 Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Sjá meira
Greint var frá því í morgun að Evrópusambandið hafi frestað ákvörðun um verndarráðstafanir á íslenskan og norskan kísilmálm til morguns. Endanlega ákvörðun átti að taka síðastliðinn föstudag eftir að ákveðið var að Ísland og Noregur yrðu ekki undanþegin verndarráðstöfunum sambandsins. Sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins vonar að frestun fundarins sé til marks um að ekki sé full eining innan Evrópusambandsins um ráðstafanirnar. „Það lítur út fyrir það, þegar verið er að fresta svona stórri ákvörðun í tvígang að það þýði að það er einhver samstaða með Íslandi og Noregi og við vitum að Norðurlöndin hafa tekið undir okkar sjónarmið,“ segir Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins. Þvert gegn anda EES-samningsins Sigríður er sjálf á leið út til Brussel til að sækja fundi þingmanna- og ráðgjafanefndar EFTA seinna í vikunni. Hún telur verndarráðstafanirnar verða ofarlega á baugi. „Þessi tillaga er þvert gegn anda EES samstarfsins og yrði mjög slæmt fordæmi til framtíðar.“ Taki verndarráðstafanirnar gildi verði íslensk stjórnvöld að íhuga framtíð EES-samningins. „Og skoða með mjög gagnrýnum huga nýtt regluverk sem er að koma inn og horfa a það með gagnrýnum augum. Af því að það gengur ekki að bera kostnað af regluverkinu en hafa ekki aðgengi að mörkuðum,“ segir Sigríður. Óboðlegt að skerða aðgengi að mörkuðum Evrópumarkaðurinn er mjög mikilvægur fyrirtækjum eins og Elkem á Grundartanga sem flytja út mikið magn kísilmálms. Draga þarf úr framleiðslu Elkem á næstu vikum, meðal annars vegna óvissu á mörkuðum. „Íslensk fyrirtæki búa við regluverk sem á mörgum köflum getur verið mjög íþyngjandi og hækkar þeirra framleiðslukostnað. Meðal annars kröfur í umhverfismálum, loftslagsmálum, greiða gríðarlega mikið inn á Evrópumarkað í formi kolefnisskatta og fleira. Það er algjörlega óboðlegt ef niðurstaðan verður sú í þessu máli að þau hafi ekki fullan og greiðan aðgang að mörkuðum.“
Stóriðja Evrópusambandið Skattar, tollar og gjöld Tengdar fréttir Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Forstjóri Elkem á Íslandi segir mikla óvissu ríkja um verndarráðstafanir Evrópusambandsins á íslenskan og norskan kísilmálm og lítið sé hægt að geta sér til um ákvörðun sambandsins. Raungerist ráðstafanirnar hafi hún mestar áhyggjur af getu til að bregðast við áföllum á öðrum mörkuðum. 17. nóvember 2025 12:51 Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Atkvæðagreiðslu um verndartolla Evrópusambandsins á kísilmálm hefur enn verið frestað, að sögn Ríkisútvarpsins og norskra fjölmiðla. Endanlegri ákvörðun hafði verið frestað til dagsins í dag en nú er því haldið fram að hún fari fram á morgun. 17. nóvember 2025 08:56 Fundinum mikilvæga frestað Fundi þar sem greiða átti atkvæði um tillögu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um verndarráðstafanir vegna kísilmálms hefur verið frestað fram á mánudag. Samkvæmt tillögu framkvæmdastjórnarinnar verða íslenskir og norskir framleiðendur kísilmálms ekki undanþegnir verndarráðstöfununum. 14. nóvember 2025 15:53 Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Sjá meira
Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Forstjóri Elkem á Íslandi segir mikla óvissu ríkja um verndarráðstafanir Evrópusambandsins á íslenskan og norskan kísilmálm og lítið sé hægt að geta sér til um ákvörðun sambandsins. Raungerist ráðstafanirnar hafi hún mestar áhyggjur af getu til að bregðast við áföllum á öðrum mörkuðum. 17. nóvember 2025 12:51
Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Atkvæðagreiðslu um verndartolla Evrópusambandsins á kísilmálm hefur enn verið frestað, að sögn Ríkisútvarpsins og norskra fjölmiðla. Endanlegri ákvörðun hafði verið frestað til dagsins í dag en nú er því haldið fram að hún fari fram á morgun. 17. nóvember 2025 08:56
Fundinum mikilvæga frestað Fundi þar sem greiða átti atkvæði um tillögu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um verndarráðstafanir vegna kísilmálms hefur verið frestað fram á mánudag. Samkvæmt tillögu framkvæmdastjórnarinnar verða íslenskir og norskir framleiðendur kísilmálms ekki undanþegnir verndarráðstöfununum. 14. nóvember 2025 15:53