Íslenski boltinn

Frá Klaksvík á Krókinn

Sindri Sverrisson skrifar
Svanberg Óskarsson er tekinn við kvennaliði Tindastóls í fótbolta.
Svanberg Óskarsson er tekinn við kvennaliði Tindastóls í fótbolta. Tindastóll

Knattspyrnudeild Tindastóls hefur fundið arftaka Halldórs Jóns Sigurðssonar, Donna, í starf þjálfara kvennaliðs félagsins sem féll úr Bestu deildinni í haust.

Nýr þjálfari liðsins er Svanberg Óskarsson sem síðustu ár hefur starfað erlendis.

Hann hefur þjálfað hjá Fortuna Hjörring í Danmörku og núna síðast starfaði hann hjá KÍ Klaksvík í Færeyjum.

Í tilkynningu frá Tindastóli segir Svanberg:

„Það er mikill heiður að fá að koma norður og taka við Tindastóli. Hér er öflugt og samheldið samfélag, og ég hlakka mikið til að leggja mitt af mörkum við að efla það góða starf og þann kúltúr sem þegar er til staðar.

Ég er virkilega spenntur fyrir því að vinna með fólkinu í kringum félagið og hjálpa liðinu að taka næstu skref.“

Í tilkynningu Tindastóls segir að fram undan sé mikilvægt uppbyggingarstarf, eftir fallið úr Bestu deildinni, en að það sé skýrt markmið að snúa þangað aftur og byggja upp sterkt og samkeppnishæft lið til framtíðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×