„Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 22. nóvember 2025 10:02 Pabbabrandarakallinn Guðmundur Stefán Björnsson, framkvæmdastjóri Sensa, segist ekki einn þeirra gaura sem útbýr glærurnar kvöldinu áður. Flesta morgna, snúsar Guðmundur í um tuttugu mínútur. Vísir/Vilhelm Guðmundur Stefán Björnsson, framkvæmdastjóri Sensa, snúsar flesta morgna í um tuttugu mínútur. En er þó kominn fram úr mjög snemma. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna yfirleitt við það að vekjaraklukkan vekur mig klukkan 6:30. Svo snúsa ég yfirleitt tvisvar til þrisvar og fer á fætur um 6:50, nema þegar ég er að fara í ræktina. Þá vakna ég 5:20, skelli mér í æfingagallann og er lagður af stað um 5:35 í tíma sem byrjar klukkan 6:00. Frábær leið til að byrja daginn. Fjölskyldan er almennt frekar snemma á ferðinni; sonur minn mætir á sundæfingu klukkan 6:00 alla morgna og frúin fer í ræktina klukkan 6:00 dagana sem ég reyni að sofa aðeins lengur eftir að vakna við vekjaraklukkuna hennar.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Á þriðjudögum og fimmtudögum byrja ég daginn á að fara í TRX / Rope Yoga hjá Elínu Sigurðardóttur sem rekur elin.is. Ég hef stundað það í um fimmtán ár og það er eitt það besta sem ég hef kynnst til að viðhalda styrk og heilsu – og skemmtilegur félagsskapur. Þegar ég kem heim úr ræktinni er rútínan sú sama og hina dagana: sturta, föt og svo að vekja yngsta barnið. Á sumrin víkur TRX fyrir golfi og við vinirnir mætum oft fyrir klukkan 6:00 út á golfvöll og tökum 9 holur fyrir vinnu. Þegar ég er kominn niður í eldhús er það nánast alltaf mitt fyrsta verk að taka úr uppþvottavélinni. Ég fæ mér svo morgunmat, fletti í gegnum Morgunblaðið, skoða aðra fréttamiðla á netinu og hlusta á Rás 2. Við hjónin ræðum stundum kvöldmatinn – með læknanema og tvo sundmenn á heimilinu þarf að púsla þessu vel saman.“ Ef þú hefðir 10 sekúndur til að segja fyndinn brandara, myndi þér takast það? „Já, ég held það. Þá myndi ég grípa einhvern sígildan gamlan Hafnarfjarðarbrandara. ‘Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð? Því verðið er svo hátt.’ Ég er pabbabrandarakall og þreytist ekki á því að snúa einhverju upp í brandara. Þau sem eru á pabbabrandaravagninum hlæja vel – hinir ranghvolfa augunum.“ Guðmundur er frekar skipulagður að eðlisfari en fyrir 25 árum síðan bjó hann til excel-form til að halda utan um verkefnin sín og skjalið góða notar hann enn!Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Ég tók við sem framkvæmdastjóri Sensa 1. september síðastliðinn og það er alltaf mikið að gera í byrjun þegar maður tekur við nýju hlutverki. Ég er að koma mér inn í ný viðfangsefni, móta hvernig ég vil sjá ýmis mál þróast áfram hjá okkur og koma nýjum aðila inn í mitt fyrra starf, en ég var öryggisstjóri Sensa í tíu ár. Ég er líka nýkominn af tveggja daga vinnufundi með stjórn Sensa í Zürich sem var mjög gagnlegur og uppbyggilegur. Helstu verkefnin þessa dagana eru að klára áætlanagerð fyrir næsta ár, fylgja eftir breytingum sem við gerðum á skipulagi Sensa í september og vinna með móðurfélaginu að útfærslum á ýmsum breytingum. Síðustu mánuðir ársins eru yfirleitt annasamir hjá Sensa og verkefnin fjölmörg.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég er frekar skipulagður almennt og það sama gildir um vinnuna. Ég þarf að hafa góða yfirsýn og ég er ekki gaurinn sem gerir glærurnar kvöldið áður. Til að halda utan um verkefnin nota ég excel-form sem ég bjó til fyrir um 25 árum. Það varð til einn föstudag þegar ég sá fram á vinnu alla helgina – verkefnin voru svo mörg. Sem betur fer tók skipulagseðlið yfir og ég setti upp skjal með verkefnalista og dreifingu þeirra yfir næstu tvær vikur. Þá sá ég að óreiðan var mest í hausnum á mér og ég þurfti ekki að vinna umrædda helgi. Skjalið hefur tekið breytingum í gegnum árin en er enn mjög einfalt. Ég nota einnig „tasks“ í Outlook til að fylgja eftir tölvupóstum. Ég reyni líka að haga málum þannig að ég eigi helgarnar fríar og bæti þá frekar á mig vinnu eftir kvöldmat virka daga ef þurfa þykir.“ Hvenær ferðu að sofa á virkum kvöldum? „Síðustu ár hef ég verið frekar agaður með svefninn. Góður nætursvefn er lykilatriði inn í nýjan dag. Ég reyni að vera sofnaður fyrir klukkan 23:00. Oft fer ég fyrr upp í rúm og horfi á eitthvað, en ég reyni alltaf að sofa ekki seinna en 23:00 – og slekk þá bara í miðjum þætti ef svo ber undir.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Guðrún Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Fastus er ein þeirra sem byrjar að hugsa um helgarmatinn á fimmtudögum, skoðar uppskriftir og elskar að dúlla sér að elda í nokkrar klukkustundir. Guðrún segist svolítið skrítin þegar kemur að heimilisverkunum, þau séu nefnilega ekkert leiðinleg. 15. nóvember 2025 10:01 „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Ef Birgir Olgeirsson, fyrrum fréttamaður og samskiptastjóri, væri hetja í teiknimynd væri hann Batman. Ekki vegna hetjudrauma heldur einfaldlega vegna þess að Batman var hans uppáhald. Birgir er einn af þeim sem skoðar veðurspána alltaf á morgnana. 8. nóvember 2025 10:02 „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Gæludýr.is, home&you og formaður FKA, gefur sjálfum sér 2 í einkunn fyrir að vera handlaginn á heimilinu. Þar geti hún reyndar afkastað miklu en verulega geti vantað upp á vandvirknina. 25. október 2025 10:02 Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Stefán Jökull Stefánsson, stjórnarformaður Krítar segist oft fá bestu hugmyndirnar sínar á hlaupum. En talandi um hlaup, sé undirbúningurinn að maraþonhlaupi í Frakklandi í nóvember orðið jafn umfangsmikið og aukastarf. 18. október 2025 10:01 Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Rótsterkur kaffi og Bítið á Bylgjunni einkenna morgnana hjá Unni Eir Björnsdóttur gullsmið og framvæmdastjóra Meba, úra- og skartgripaverslunar. Unnur er ein þeirra sem syngur hástöfum í tíma og ótíma. Jafnvel án þess að fatta það. 11. október 2025 10:02 Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Ungum konum fjölgar í lögreglunni „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Að byrja að vinna á ný í sorg „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Þriðja barnið er æðislegur íshellir Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Næsti yfirmaðurinn þinn gæti verið gervigreind „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna yfirleitt við það að vekjaraklukkan vekur mig klukkan 6:30. Svo snúsa ég yfirleitt tvisvar til þrisvar og fer á fætur um 6:50, nema þegar ég er að fara í ræktina. Þá vakna ég 5:20, skelli mér í æfingagallann og er lagður af stað um 5:35 í tíma sem byrjar klukkan 6:00. Frábær leið til að byrja daginn. Fjölskyldan er almennt frekar snemma á ferðinni; sonur minn mætir á sundæfingu klukkan 6:00 alla morgna og frúin fer í ræktina klukkan 6:00 dagana sem ég reyni að sofa aðeins lengur eftir að vakna við vekjaraklukkuna hennar.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Á þriðjudögum og fimmtudögum byrja ég daginn á að fara í TRX / Rope Yoga hjá Elínu Sigurðardóttur sem rekur elin.is. Ég hef stundað það í um fimmtán ár og það er eitt það besta sem ég hef kynnst til að viðhalda styrk og heilsu – og skemmtilegur félagsskapur. Þegar ég kem heim úr ræktinni er rútínan sú sama og hina dagana: sturta, föt og svo að vekja yngsta barnið. Á sumrin víkur TRX fyrir golfi og við vinirnir mætum oft fyrir klukkan 6:00 út á golfvöll og tökum 9 holur fyrir vinnu. Þegar ég er kominn niður í eldhús er það nánast alltaf mitt fyrsta verk að taka úr uppþvottavélinni. Ég fæ mér svo morgunmat, fletti í gegnum Morgunblaðið, skoða aðra fréttamiðla á netinu og hlusta á Rás 2. Við hjónin ræðum stundum kvöldmatinn – með læknanema og tvo sundmenn á heimilinu þarf að púsla þessu vel saman.“ Ef þú hefðir 10 sekúndur til að segja fyndinn brandara, myndi þér takast það? „Já, ég held það. Þá myndi ég grípa einhvern sígildan gamlan Hafnarfjarðarbrandara. ‘Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð? Því verðið er svo hátt.’ Ég er pabbabrandarakall og þreytist ekki á því að snúa einhverju upp í brandara. Þau sem eru á pabbabrandaravagninum hlæja vel – hinir ranghvolfa augunum.“ Guðmundur er frekar skipulagður að eðlisfari en fyrir 25 árum síðan bjó hann til excel-form til að halda utan um verkefnin sín og skjalið góða notar hann enn!Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Ég tók við sem framkvæmdastjóri Sensa 1. september síðastliðinn og það er alltaf mikið að gera í byrjun þegar maður tekur við nýju hlutverki. Ég er að koma mér inn í ný viðfangsefni, móta hvernig ég vil sjá ýmis mál þróast áfram hjá okkur og koma nýjum aðila inn í mitt fyrra starf, en ég var öryggisstjóri Sensa í tíu ár. Ég er líka nýkominn af tveggja daga vinnufundi með stjórn Sensa í Zürich sem var mjög gagnlegur og uppbyggilegur. Helstu verkefnin þessa dagana eru að klára áætlanagerð fyrir næsta ár, fylgja eftir breytingum sem við gerðum á skipulagi Sensa í september og vinna með móðurfélaginu að útfærslum á ýmsum breytingum. Síðustu mánuðir ársins eru yfirleitt annasamir hjá Sensa og verkefnin fjölmörg.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég er frekar skipulagður almennt og það sama gildir um vinnuna. Ég þarf að hafa góða yfirsýn og ég er ekki gaurinn sem gerir glærurnar kvöldið áður. Til að halda utan um verkefnin nota ég excel-form sem ég bjó til fyrir um 25 árum. Það varð til einn föstudag þegar ég sá fram á vinnu alla helgina – verkefnin voru svo mörg. Sem betur fer tók skipulagseðlið yfir og ég setti upp skjal með verkefnalista og dreifingu þeirra yfir næstu tvær vikur. Þá sá ég að óreiðan var mest í hausnum á mér og ég þurfti ekki að vinna umrædda helgi. Skjalið hefur tekið breytingum í gegnum árin en er enn mjög einfalt. Ég nota einnig „tasks“ í Outlook til að fylgja eftir tölvupóstum. Ég reyni líka að haga málum þannig að ég eigi helgarnar fríar og bæti þá frekar á mig vinnu eftir kvöldmat virka daga ef þurfa þykir.“ Hvenær ferðu að sofa á virkum kvöldum? „Síðustu ár hef ég verið frekar agaður með svefninn. Góður nætursvefn er lykilatriði inn í nýjan dag. Ég reyni að vera sofnaður fyrir klukkan 23:00. Oft fer ég fyrr upp í rúm og horfi á eitthvað, en ég reyni alltaf að sofa ekki seinna en 23:00 – og slekk þá bara í miðjum þætti ef svo ber undir.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Guðrún Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Fastus er ein þeirra sem byrjar að hugsa um helgarmatinn á fimmtudögum, skoðar uppskriftir og elskar að dúlla sér að elda í nokkrar klukkustundir. Guðrún segist svolítið skrítin þegar kemur að heimilisverkunum, þau séu nefnilega ekkert leiðinleg. 15. nóvember 2025 10:01 „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Ef Birgir Olgeirsson, fyrrum fréttamaður og samskiptastjóri, væri hetja í teiknimynd væri hann Batman. Ekki vegna hetjudrauma heldur einfaldlega vegna þess að Batman var hans uppáhald. Birgir er einn af þeim sem skoðar veðurspána alltaf á morgnana. 8. nóvember 2025 10:02 „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Gæludýr.is, home&you og formaður FKA, gefur sjálfum sér 2 í einkunn fyrir að vera handlaginn á heimilinu. Þar geti hún reyndar afkastað miklu en verulega geti vantað upp á vandvirknina. 25. október 2025 10:02 Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Stefán Jökull Stefánsson, stjórnarformaður Krítar segist oft fá bestu hugmyndirnar sínar á hlaupum. En talandi um hlaup, sé undirbúningurinn að maraþonhlaupi í Frakklandi í nóvember orðið jafn umfangsmikið og aukastarf. 18. október 2025 10:01 Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Rótsterkur kaffi og Bítið á Bylgjunni einkenna morgnana hjá Unni Eir Björnsdóttur gullsmið og framvæmdastjóra Meba, úra- og skartgripaverslunar. Unnur er ein þeirra sem syngur hástöfum í tíma og ótíma. Jafnvel án þess að fatta það. 11. október 2025 10:02 Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Ungum konum fjölgar í lögreglunni „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Að byrja að vinna á ný í sorg „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Þriðja barnið er æðislegur íshellir Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Næsti yfirmaðurinn þinn gæti verið gervigreind „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Sjá meira
Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Guðrún Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Fastus er ein þeirra sem byrjar að hugsa um helgarmatinn á fimmtudögum, skoðar uppskriftir og elskar að dúlla sér að elda í nokkrar klukkustundir. Guðrún segist svolítið skrítin þegar kemur að heimilisverkunum, þau séu nefnilega ekkert leiðinleg. 15. nóvember 2025 10:01
„Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Ef Birgir Olgeirsson, fyrrum fréttamaður og samskiptastjóri, væri hetja í teiknimynd væri hann Batman. Ekki vegna hetjudrauma heldur einfaldlega vegna þess að Batman var hans uppáhald. Birgir er einn af þeim sem skoðar veðurspána alltaf á morgnana. 8. nóvember 2025 10:02
„Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Gæludýr.is, home&you og formaður FKA, gefur sjálfum sér 2 í einkunn fyrir að vera handlaginn á heimilinu. Þar geti hún reyndar afkastað miklu en verulega geti vantað upp á vandvirknina. 25. október 2025 10:02
Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Stefán Jökull Stefánsson, stjórnarformaður Krítar segist oft fá bestu hugmyndirnar sínar á hlaupum. En talandi um hlaup, sé undirbúningurinn að maraþonhlaupi í Frakklandi í nóvember orðið jafn umfangsmikið og aukastarf. 18. október 2025 10:01
Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Rótsterkur kaffi og Bítið á Bylgjunni einkenna morgnana hjá Unni Eir Björnsdóttur gullsmið og framvæmdastjóra Meba, úra- og skartgripaverslunar. Unnur er ein þeirra sem syngur hástöfum í tíma og ótíma. Jafnvel án þess að fatta það. 11. október 2025 10:02