„Okkar konur eiga meira skilið“ Sindri Sverrisson skrifar 28. nóvember 2025 16:33 Þýskaland vann Ísland í fyrsta leik á HM á miðvikudaginn, fyrir framan stappfulla höll í Stuttgart. Getty/marijan Murat Formaður þýska handknattleikssambandsins segir það reginhneyksli að þýsku ríkissjónvarpsstöðvarnar ARD og ZDF skuli ekki ætla að gera HM kvenna góð skil fyrr en komi að átta liða úrslitum. Þjóðverjar eru ásamt Hollendingum gestgjafar á mótinu og unnu öruggan sigur gegn Íslandi í fyrsta leik á miðvikudaginn. Þýskur almenningur getur hins vegar ekki fylgst með sínum konum á ARD eða ZDF í fyrstu sex leikjunum, í riðlakeppnunum, en getur greitt fyrir það að sjá beinar útsendingar í streymi. Þessu er Andreas Michelmann, formaður þýska handknattleikssambandsins, alls ekki hrifinn af. Hreint og klárt hneyksli „Hreint út sagt þá finnst mér þetta hneyksli. Okkar konur eiga meira skilið. Það að ARD skuli ekki vera fært um þetta og að sýnin sé ekki mikið betri á HM hjá ZDF er hreinlega skandall,“ sagði Michelmann við Bild í vikunni. Hann var ekki hættur: „Þarna snúa ARD og ZDF jafnréttismálum algjörlega á hvolf. Áhorfendur sjá engan leik hjá konunum okkar í riðlakeppninni og engan leik í milliriðli, stöðvarnar tvær ætla ekki að hefja útsendingar fyrr en í átta liða úrslitum. Þetta er einfaldlega hræðilegt og gerir mig virkilega reiðan. Þær ættu að prófa að leyfa sér þetta í fótboltanum, að byrja ekki að sýna frá kvennaleikjum fyrr en í átta liða úrslitum. Ég vil ekki vita hvað myndi þá gerast,“ sagði Michelmann. Allt önnur staða á Íslandi og í Danmörku Hér á landi er HM kvenna sýnt á RÚV, þar á meðal allir leikir Íslands en auk þess fjöldi fleiri leikja frá mótinu, strax í riðlakeppninni. Torsten Laen, formaður danska handknattleikssambandsins, tekur undir með Michelmann í samtali við Ekstra Bladet: Þetta er virkilega, virkilega svekkjandi. Fyrir handboltann og sérstaklega með tilliti til jafnréttis. Þetta er eitthvað sem við verðum að taka mjög alvarlega. Hvers vegna velja þeir að sleppa þessu? Er virkilega eitthvað sem er mikilvægara? Er þetta of dýrt? Það væri áhugavert að fá þessa hluti útskýrða og rannsakaða, svo við getum tryggt útbreiðslu kvennahandboltans. Því þetta grefur undan jafnréttinu, eins og hann [Andreas Michelmann] segir. „Hneyksli“ er sterkt orð til að nota en hann er jú líka gestgjafi. En ég skal vera hreinskilinn og segja að ég myndi líklega líka nota stór orð ef DR og TV 2 myndu einn daginn ekki vilja sýna leikina okkar,“ sagði Laen. HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira
Þjóðverjar eru ásamt Hollendingum gestgjafar á mótinu og unnu öruggan sigur gegn Íslandi í fyrsta leik á miðvikudaginn. Þýskur almenningur getur hins vegar ekki fylgst með sínum konum á ARD eða ZDF í fyrstu sex leikjunum, í riðlakeppnunum, en getur greitt fyrir það að sjá beinar útsendingar í streymi. Þessu er Andreas Michelmann, formaður þýska handknattleikssambandsins, alls ekki hrifinn af. Hreint og klárt hneyksli „Hreint út sagt þá finnst mér þetta hneyksli. Okkar konur eiga meira skilið. Það að ARD skuli ekki vera fært um þetta og að sýnin sé ekki mikið betri á HM hjá ZDF er hreinlega skandall,“ sagði Michelmann við Bild í vikunni. Hann var ekki hættur: „Þarna snúa ARD og ZDF jafnréttismálum algjörlega á hvolf. Áhorfendur sjá engan leik hjá konunum okkar í riðlakeppninni og engan leik í milliriðli, stöðvarnar tvær ætla ekki að hefja útsendingar fyrr en í átta liða úrslitum. Þetta er einfaldlega hræðilegt og gerir mig virkilega reiðan. Þær ættu að prófa að leyfa sér þetta í fótboltanum, að byrja ekki að sýna frá kvennaleikjum fyrr en í átta liða úrslitum. Ég vil ekki vita hvað myndi þá gerast,“ sagði Michelmann. Allt önnur staða á Íslandi og í Danmörku Hér á landi er HM kvenna sýnt á RÚV, þar á meðal allir leikir Íslands en auk þess fjöldi fleiri leikja frá mótinu, strax í riðlakeppninni. Torsten Laen, formaður danska handknattleikssambandsins, tekur undir með Michelmann í samtali við Ekstra Bladet: Þetta er virkilega, virkilega svekkjandi. Fyrir handboltann og sérstaklega með tilliti til jafnréttis. Þetta er eitthvað sem við verðum að taka mjög alvarlega. Hvers vegna velja þeir að sleppa þessu? Er virkilega eitthvað sem er mikilvægara? Er þetta of dýrt? Það væri áhugavert að fá þessa hluti útskýrða og rannsakaða, svo við getum tryggt útbreiðslu kvennahandboltans. Því þetta grefur undan jafnréttinu, eins og hann [Andreas Michelmann] segir. „Hneyksli“ er sterkt orð til að nota en hann er jú líka gestgjafi. En ég skal vera hreinskilinn og segja að ég myndi líklega líka nota stór orð ef DR og TV 2 myndu einn daginn ekki vilja sýna leikina okkar,“ sagði Laen.
HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira