Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 2. desember 2025 07:01 Listaparið Birta og Króli eiga von á frumburðinum núna í desember. Aðsend „Það er auðvitað smá klikkun að vera í vinnu á leikskóla og setja upp tvær sýningar á sama tíma og líkami manns sér um að baka barn en ég hef alltaf haft nóg að gera og mér fyndist líklega erfiðara ef það myndi allt í einu stoppa,“ segir kraftmikli dansarinn Birta Ásmundsdóttir en hún og leikarinn og tónlistarmaðurinn Kristinn Óli, betur þekktur sem Króli, eiga von á sínu fyrsta barni. Birta situr aldrei auðum höndum en hún er meðal annars danshöfundur Deildarinnar, sem er mjög hnyttin danssýning um fótbolta. View this post on Instagram A post shared by Birta Ásmundsdóttir (@birtaasmunds) Hún er fædd árið 1999, hefur dansað allt sitt líf og er með BA gráðu í listdansi frá LHÍ. Birta fékk meðal annars Grímutilnefningu sem dansari ársins fyrir verkið sitt When a duck turns 18 a boy will eat her og hefur komið að fjölda annarra verka. Algjört bull að senan myndi gleyma henni Blaðamaður ræddi við hana um listina, lífið og næsta verkefni, móðurhlutverkið. „Það er smá fyndið að hugsa til baka þegar við Kiddi vorum að velta barneignum fyrir okkur verandi bæði ansi upptekin sviðslistafólk. Ég var eitthvað svo kvíðin yfir því að sviðslista og dans-senan á Íslandi myndi gleyma mér ef ég færi að stíga til hliðar og eignast barn á þeim tíma. Eins og öll vinnan við það að koma mér á framfæri eftir útskrift úr Listaháskólanum myndi fara í ruslið þegar ég yrði ólétt. En það var auðvitað algjört bull,“ segir Birta kímin og bætir við: „Ef eitthvað hef ég verið enn sýnilegri í senunni eftir að ég varð ólétt, eða öllu heldur eftir að ógleðin á fyrsta þriðjungi fór.“ View this post on Instagram A post shared by Birta Ásmundsdóttir (@birtaasmunds) Fjögur óléttupróf á tíu mínútum Birta komst að því að hún væri ólétt kvöldið eftir að hafa sýnt barnasýninguna Fýlupúkana á barnamenningarhátíðinni. „Það var eitthvað svo voðalega viðeigandi að komast að því þá. Ég var reyndar ein heima, Kiddi var staddur á Akureyri að sýna Litlu hryllingsbúðina og fékk mjög kaótíska Facetime hringingu frá mér þar sem ég var búin að taka svona fjögur óléttupróf á tíu mínútum bara til að vera viss.“ View this post on Instagram A post shared by Birta Ásmundsdóttir (@birtaasmunds) Aðeins erfiðara að komast ekki upp af gólfinu Ásamt því að vera að vinna í fimmtíu prósent starfi á leikskóla hefur Birta verið að starfa sem danshöfundur fyrir uppsetningu Frúardags, leikfélags í MR, á sýningunni Ástandið í leikstjórn Bertu Sigríðardóttur. „Við unnum einnig með Frúardegi í fyrra en þá að sýningunni The Rocky Horror Show. Það er smá munur á því að setja upp svona sýningu þegar maður er kominn á þriðja þriðjung. Það er aðeins erfiðara að sýna krökkunum í MR hvernig á að gera ákveðna danslyftu þegar maður kemst varla upp af gólfinu sjálfur,“ segir Birta hlæjandi. View this post on Instagram A post shared by Birta Ásmundsdóttir (@birtaasmunds) „Þá finnur maður sér bara nýjar leiðir til að kenna og þiggur hjálp frá vinum sínum úr dansinum til að sýna krökkunum hvernig á að gera ákveðna hluti.“ „Smá klikkun“ Á sama tíma var Birta svo að æfa og sýna Deildina ásamt úrvalshópi dansara. „Það er auðvitað smá klikkun að vera í vinnu á leikskóla og setja upp tvær sýningar á sama tíma og líkami manns sér um að baka barn en ég hef alltaf haft nóg að gera og mér fyndist líklega erfiðara ef það myndi allt í einu stoppa. Ég er einnig mjög heppin að vera góð í líkamanum og geta setið á hörðu íþróttahúsgólfi í MR í marga klukkutíma eða keyrt og gengið um allan bæ með plaköt til að auglýsa Deildina.“ View this post on Instagram A post shared by Birta Ásmundsdóttir (@birtaasmunds) Margvíslegar ástæður gráturs Hún segir þó að auðvitað séu dagarnir mismunandi. „Guð ekki halda að allt sé alltaf í blóma. Elsku Kiddi hefur oft þurft að hugga hormónagrátur hjá mér þegar mér finnst ég ekki vera nógu góð í einhverju, út af stressi í kringum sýningar, eða bara af því ég næ ekki að reima skóna mína og snakkið kláraðist þegar mig langaði í meira.“ Birta er komin rúmar 36 vikur og farin að slaka örlítið meira á en hún segir að barnið sé þó farið að venjast vel hraðanum. „Ég er smá hrædd um að ég sé að búa til barn sem þarf að vera á stanslausri hreyfingu þegar það kemur í heiminn þar sem að hann er salla rólegur þegar ég er á fullu og svo um leið og ég næ að leggjast í sófann þá fer hann á fullt. En það mun þá virka vel þegar ég tek hann svo með í dansstúdíóið seinna meir.“ View this post on Instagram A post shared by Birta Ásmundsdóttir (@birtaasmunds) Bíða spennt eftir desemberbarni Nú er hún þó komin í veikindaleyfi frá vinnu, sýningar Frúardags hafa klárast og það eru fáar sýningar eftir af Deildinni. „Til að róa mig niður bjó ég til svokallaðan „to do“ lista yfir hluti sem ég get gert á meðan ég bíð eftir komu lillans, svo að mér leiðist alveg örugglega ekki of mikið. Við Kiddi erum svo alveg ótrúlega spennt að taka á móti jólabarninu okkar núna í desember,“ segir Birta að lokum og ljómar. Hér má nálgast nánari upplýsingar um verkið DEILDIN sem er tuttugu mínútna dansverk sem leggur áherslu á mikla orku og gleði fyrir alla fjölskylduna. Dans Sýningar á Íslandi Menning Barnalán Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Sjá meira
Birta situr aldrei auðum höndum en hún er meðal annars danshöfundur Deildarinnar, sem er mjög hnyttin danssýning um fótbolta. View this post on Instagram A post shared by Birta Ásmundsdóttir (@birtaasmunds) Hún er fædd árið 1999, hefur dansað allt sitt líf og er með BA gráðu í listdansi frá LHÍ. Birta fékk meðal annars Grímutilnefningu sem dansari ársins fyrir verkið sitt When a duck turns 18 a boy will eat her og hefur komið að fjölda annarra verka. Algjört bull að senan myndi gleyma henni Blaðamaður ræddi við hana um listina, lífið og næsta verkefni, móðurhlutverkið. „Það er smá fyndið að hugsa til baka þegar við Kiddi vorum að velta barneignum fyrir okkur verandi bæði ansi upptekin sviðslistafólk. Ég var eitthvað svo kvíðin yfir því að sviðslista og dans-senan á Íslandi myndi gleyma mér ef ég færi að stíga til hliðar og eignast barn á þeim tíma. Eins og öll vinnan við það að koma mér á framfæri eftir útskrift úr Listaháskólanum myndi fara í ruslið þegar ég yrði ólétt. En það var auðvitað algjört bull,“ segir Birta kímin og bætir við: „Ef eitthvað hef ég verið enn sýnilegri í senunni eftir að ég varð ólétt, eða öllu heldur eftir að ógleðin á fyrsta þriðjungi fór.“ View this post on Instagram A post shared by Birta Ásmundsdóttir (@birtaasmunds) Fjögur óléttupróf á tíu mínútum Birta komst að því að hún væri ólétt kvöldið eftir að hafa sýnt barnasýninguna Fýlupúkana á barnamenningarhátíðinni. „Það var eitthvað svo voðalega viðeigandi að komast að því þá. Ég var reyndar ein heima, Kiddi var staddur á Akureyri að sýna Litlu hryllingsbúðina og fékk mjög kaótíska Facetime hringingu frá mér þar sem ég var búin að taka svona fjögur óléttupróf á tíu mínútum bara til að vera viss.“ View this post on Instagram A post shared by Birta Ásmundsdóttir (@birtaasmunds) Aðeins erfiðara að komast ekki upp af gólfinu Ásamt því að vera að vinna í fimmtíu prósent starfi á leikskóla hefur Birta verið að starfa sem danshöfundur fyrir uppsetningu Frúardags, leikfélags í MR, á sýningunni Ástandið í leikstjórn Bertu Sigríðardóttur. „Við unnum einnig með Frúardegi í fyrra en þá að sýningunni The Rocky Horror Show. Það er smá munur á því að setja upp svona sýningu þegar maður er kominn á þriðja þriðjung. Það er aðeins erfiðara að sýna krökkunum í MR hvernig á að gera ákveðna danslyftu þegar maður kemst varla upp af gólfinu sjálfur,“ segir Birta hlæjandi. View this post on Instagram A post shared by Birta Ásmundsdóttir (@birtaasmunds) „Þá finnur maður sér bara nýjar leiðir til að kenna og þiggur hjálp frá vinum sínum úr dansinum til að sýna krökkunum hvernig á að gera ákveðna hluti.“ „Smá klikkun“ Á sama tíma var Birta svo að æfa og sýna Deildina ásamt úrvalshópi dansara. „Það er auðvitað smá klikkun að vera í vinnu á leikskóla og setja upp tvær sýningar á sama tíma og líkami manns sér um að baka barn en ég hef alltaf haft nóg að gera og mér fyndist líklega erfiðara ef það myndi allt í einu stoppa. Ég er einnig mjög heppin að vera góð í líkamanum og geta setið á hörðu íþróttahúsgólfi í MR í marga klukkutíma eða keyrt og gengið um allan bæ með plaköt til að auglýsa Deildina.“ View this post on Instagram A post shared by Birta Ásmundsdóttir (@birtaasmunds) Margvíslegar ástæður gráturs Hún segir þó að auðvitað séu dagarnir mismunandi. „Guð ekki halda að allt sé alltaf í blóma. Elsku Kiddi hefur oft þurft að hugga hormónagrátur hjá mér þegar mér finnst ég ekki vera nógu góð í einhverju, út af stressi í kringum sýningar, eða bara af því ég næ ekki að reima skóna mína og snakkið kláraðist þegar mig langaði í meira.“ Birta er komin rúmar 36 vikur og farin að slaka örlítið meira á en hún segir að barnið sé þó farið að venjast vel hraðanum. „Ég er smá hrædd um að ég sé að búa til barn sem þarf að vera á stanslausri hreyfingu þegar það kemur í heiminn þar sem að hann er salla rólegur þegar ég er á fullu og svo um leið og ég næ að leggjast í sófann þá fer hann á fullt. En það mun þá virka vel þegar ég tek hann svo með í dansstúdíóið seinna meir.“ View this post on Instagram A post shared by Birta Ásmundsdóttir (@birtaasmunds) Bíða spennt eftir desemberbarni Nú er hún þó komin í veikindaleyfi frá vinnu, sýningar Frúardags hafa klárast og það eru fáar sýningar eftir af Deildinni. „Til að róa mig niður bjó ég til svokallaðan „to do“ lista yfir hluti sem ég get gert á meðan ég bíð eftir komu lillans, svo að mér leiðist alveg örugglega ekki of mikið. Við Kiddi erum svo alveg ótrúlega spennt að taka á móti jólabarninu okkar núna í desember,“ segir Birta að lokum og ljómar. Hér má nálgast nánari upplýsingar um verkið DEILDIN sem er tuttugu mínútna dansverk sem leggur áherslu á mikla orku og gleði fyrir alla fjölskylduna.
Dans Sýningar á Íslandi Menning Barnalán Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Sjá meira