Íslenski boltinn

Rúnar sækir gamlan fé­laga sinn inn í þjálfarateymið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristján Finnbogason verður með Fram næstu tvö tímabil hið minnsta.
Kristján Finnbogason verður með Fram næstu tvö tímabil hið minnsta. Fram

Framarar hafa gert breytingar á þjálfarateymi meistaraflokks karla fyrir baráttuna í Bestu deild karla í fótbolta næsta sumar.

Rúnar Kristinsson hefur kallað á gamlan félaga, bæði þegar hann var leikmaður en eins þegar hann þjálfaði KR á árum áður.

Framarar segja frá þessum breytingum á miðlum sínum.

Kristján Finnbogason kemur nú inn í þjálfarateymið sem markmannsþjálfari liðsins. Kristján býr yfir mikilli reynslu, bæði sem leikmaður og þjálfari. Hann hefur leikið fyrir Íslands hönd og í atvinnumennsku og þekkir vel til Rúnars eftir að hafa starfað með honum áður, þar sem þeir unnu saman Íslandsmeistaratitil hjá KR.

Kristján hefur samið við Fram út tímabilið 2027 og verður því Rúnari til halds og trausts næstu tvö tímabil í hið minnsta.

Guðmundur Gígjar Sigurbjörnsson er nýr styrktarþjálfari meistaraflokks karla hjá Fram. Hann er í MSc-námi í íþróttavísindum og þjálfun, þar sem hann hefur verið með hæstu einkunn í sínum árgangi öll árin. Við hlökkum til að vinna með jafn efnilegum og metnaðarfullum einstaklingi og Guðmundi Gígjar. Hann hefur samið við Fram út tímabilið 2027.

Helgi Sigurðsson aðstoðarþjálfari Rúnars hefur einnig framlengt samning sinn út tímabilið 2027.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×