Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Rakel Sveinsdóttir skrifar 4. desember 2025 07:01 Það komast fáir með tærnar þar sem Þorvaldur Guðjónsson, alltaf kallaður Valdi, hefur hælana í spilamennsku. Valdi er viðburðarstjóri Spilavina og veit hvernig vinnustaðir geta áunnið margt með því að nýta spil sem hópefli. Vísir/Vilhelm Það komast fáir með tærnar þar sem Þorvaldur Guðjónsson hefur hælana þegar kemur að því að nýta spilamennsku sem leið til að efla saman hópa. Til dæmis á vinnustöðum. Enda er Þorvaldur, alltaf kallaður Valdi, viðburðarstjóri Spilavina og forfallinn spilari sjálfur. „Ég hef alltaf verið mikill spilamaður. Hvort sem er að spila borðspil eða með spilastokka. Kem úr mikilli bridge fjölskyldu og er alin upp við að spila Kana, Manna og allt það. Í minni fjölskyldu hafa spil alltaf verið í jólapökkunum en allt þetta tek ég síðan seinna meir inn í mína eigin fjölskyldu,“ segir Valdi og bætir við: „Við hjónin spilum því mjög mikið. Höfum gaman af því að spila við hvort annað en líka í sitt hvoru lagi. Við spilum líka mikið við strákana okkar.“ En Valdi er líka menntaður í tómstunda- og félagsfræði og með meistaragráðu í forystu og stjórnun, með áherslu á mannauðsstjórnun. Valdi veit því vel hvað hann syngur, þegar hann talar um það, hvernig vinnustaðir geta nýtt spilastundir á vinnustöðum til að efla hópa saman, með mismunandi markmið í huga. Í dag og á morgun fjallar Atvinnulífið um óhefðbundnar leiðir fyrir vinnustaði að vinna að hópefli. Ýmsar hugmyndir fyrir vinnustaði Valdi segir vissa þreytu stundum sýnilega þegar vinnustaðir tala um hópefli. Stundum ranghvolfi fólk augum og stynji: Oooh, einu sinni enn eitthvað svona…. Að velja réttu spilin, réttu leiðirnar og vera með markmiðin skýr, sé því eitthvað sem stjórnendur og vinnustaðir þurfi að hugsa um fyrirfram. „Það er mikill munur á því hvort markmiðið er að efla samvinnu, opna umræðu eða spila til að hafa gaman og fá sér bjór,“ segir Valdi og bætir við að það liggi í augum uppi að ef það síðastefnda er markmiðið, þá sé hittingur til að spila eftir vinnu eða í lok dags þá helst málið. Að nýta spil til að hrista saman hópinn í öðrum markmiðum sé hins vegar tilvalin leið á vinnutíma. Valdi nefnir nokkur ólík spil og leiki, miðað við ólík markmið hjá vinnustöðum. „Samvinnuspil geta til dæmis verið góð leið þegar markmiðið er að hrista saman hópa í fyrirtækjum þar sem fólk vinnur á mismunandi sviðum eða deildum og hefur svolítið skipst upp í síló. Stundum er hópaskiptingin jafnvel farin að endurspeglast í samkeppni á milli deilda í stað samvinnu. Að nýta spil til að efla tengslin á milli sviða og hrista saman hópa, getur verið mjög góð leið og skemmtileg.“ Valdi segir spilamennsku líka oft góða leið til að efla samskipti og almenna samvinnu fólks. Því í spilamennsku er oft verið að leysa þrautir og verkefni saman og svo framvegis. Það getur verið góð leið að spila til að efla samskipti.“ Þá segir Valdi hlutverkaspil oft mjög góð til að opna á umræðu. Jafnvel að auðvelda samstarfsfólki að ræða mál sem erfitt er að ræða. „Hlutverkaleikirnir geta þá verið leið til að hrista hópinn saman á skemmtilegan hátt á undan og þá helst þannig að það sé mjög gaman þótt markmiðið sé skýrt.“ Sem dæmi nefnir Valdi þegar hann sjálfur, um árabil, notaði spilamennsku þegar hann vann með börnum og ungmennum í frístund- og á félagsmiðstöðum. „Markmiðið voru forvarnir en sem hlutverkaleikur með ungmennum varð þetta auðvitað fyrst og fremst skemmtun. Hlutverkaleikurinn var þá þannig að í leiknum átti helmingur hópsins að þykjast vera á leiðinni á djammið og að djúsa, en hinn helmingurinn átti að vera því algjörlega mótfallinn,“ segir Valdi og bætir við: „Ég man að strákarnir völdu þó nokkrir að vera í djamma og djúsa hópnum og fóru mikinn með alls kyns yfirlýsingar því tengt. Þótt auðvitað væri þetta allt saman leikur og í gríni. En hinn hópurinn og þá sérstaklega ein stúlkan, lét þá heyra það: Að svona gerði maður ekki, þeir væru slæm fyrirmynd fyrir annað ungt fólk, gætu ekki vaknað daginn eftir eða staðið vel við önnur verkefni sem ætti að sinna og svo framvegis.“ Fjörið var mikið og hláturinn eftir því. „En það breytti því ekki að þetta var hlutverkaleikur með forvarnargildi sem markmið.“ Valdi segir nafnaleiki gott dæmi um leiki sem hægt er að fara í, þegar til dæmis mikið af sumarstarfsmönnum er að byrja eða afleysingarfólk á háannatímum. „Þá geta þannig leikir flýtt ferlinu verulega, fólk kynnist og hópurinn hristist saman í gegnum skemmtunina sem felst í leiknum.“ Valdi segir hægt að velja spil og undirbúa spilasamveru miðað við ólík markmið um hvað eigi að fá út úr samverunni. Hlutverkaleikir, samvinnuspil, nafnaleikir og fleira séu allt dæmi um spil og leiki sem geti þjónað mismunandi markmiðum.Vísir/Vilhelm Að finna réttu útfærslurnar Valdi er vanur að vinna með vinnustöðum að því að útfæra hvað hentar best fyrir viðburði eða spilastundir. Hann segir tímalengd spila geta verið mjög mismunandi. Mín sannfæring er sú að ef fólki finnst ekki gaman að spila, þá eigi bara eftir að finna rétta spilið fyrir viðkomandi. Það sé gaman fyrir alla að spila, ef spilavalið er rétt.“ Hins vegar þurfi að taka tillit til þeirra starfsmanna sem upplifa spilamennskuna ekki sem skemmtilega stund. „Ég er einn þeirra sem get mætt á spilaviðburð og verið að spila frá klukkan 9-16 og tek varla pásur á meðan. Þetta er auðvitað alls ekki málið fyrir alla og því um að gera að búta fílinn niður,“ segir Valdi og bætir við: „Það er til dæmis hægt að velja spil sem taka bara þrjár til fimm mínútur. Aðalmálið er að finna út úr því hvað fólki finnst skemmtilegt að gera.“ Oft sé hægt að fá hugmyndir að réttum spilum með því að spyrja fólk hvað því finnst skemmtilegt: Krossgátur, sudoku, orðaleikir, föndur. Allt séu þetta vísbendingar um hvaða spil gætu þá verið sniðug fyrir hópinn. „Sumum finnst til dæmis orðaleikir skemmtilegir. En það er ekki þar með sagt að fólk nenni að spila Scrabble í klukkutíma,“ segir Valdi og útskýrir að svo mikið úrval sé til af spilum og leikjum að það sé alltaf hægt að vinna með því sem fólk hefur áhuga á. Valdi segir vinnustaði geta nýtt sér spilasamveru á margvíslegan og skemmtilega hátt. Þá sé hægt að skipuleggja regluleg spil á vinnustöðum í hádeginu eða eftir vinnu, eftir því hvað ætlunin sé að fá út úr hópeflinu.Vísir/Vilhelm Stundum sé líka skemmtilegt að velja spil, þar sem fólk áttar sig ekki strax á raunverulegu markmiði. „Mér dettur til dæmis í hug samvinnuspil sem þó er þannig að fólk er bara upptekið að því að leysa úr málum eða einhverjum þrautum án þess að átta sig á því strax að í raun er spilið á endanum samvinnuspil. Þar sem fólk fer að deila upplýsingum sín á milli til að leysa þrautir eða verkefni,“ segir Valdi og nefnir sem dæmi leik þar sem einn spyr annan um það hvernig hægt er að aftengja sprengju eða eitthvað álíka. „Þá getur samvinnan verið liður í því að efla góð samskipti á milli samstarfsfólks þannig að það þjálfist í því að styðja við hvort annað þegar þess þarf.“ Lykilatriði segir Valdi þó að spilastundir séu ákveðnar í samvinnu við fólk. „Það er ekkert gaman ef það á að spila á vinnutíma en það er augljóst að einhverjir í hópnum vilja frekar vera að sinna vinnunni sinni, eru með hugann við að senda einhverja tölvupósta og finnst þetta ekki gaman. Ef einhverjir eru ekki að taka þátt, getur það dregið úr gleðinni hjá hinum. Þess vegna þarf að vanda til þess hvernig þetta er undirbúið eða kynnt á vinnustaðnum.“ Auðheyrt er á Valda að leiðirnar fyrir vinnustaði eru óskaplega margar og góðar þegar kemur að „Það er hægt að skipuleggja svona spilastundir á svo margvíslegan hátt og miðað við mismunandi markmið. Spilastundir geta til dæmis verið reglulegar samverustundir sem vinnustaðurinn skipuleggur sem hádegis-viðburði, eða sem samverustundir þar sem fólk hittist eftir vinnu til að eiga skemmtilegar stundir saman, kynnast og hafa gaman.“ Vinnustaðamenning Stjórnun Tengdar fréttir Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni „Það getur svo sem vel verið að einhverjir vinnuveitendur hugsi sem svo; Mér er skítsama hvort fólk eigi einhvern besta vin í vinnunni, ég vil bara að fólk sé að vinna!“ nefnir Tómas Bjarnason sviðstjóri stjórnenda- og vinnustaðaráðgjafar Gallup sem dæmi um viðhorf vinnuveitanda sem telur það ekki sitt hlutverk að spá í hvort starfsfólk eigi sinn besta vin í vinnunni. 12. júní 2025 07:00 Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti „Ég hef oft heyrt þessa spurningu: Hvers vegna er geðheilsa starfsfólks okkar vandamál? Hvers vegna eigum við að borga sálfræðiþjónustu fyrir starfsfólk sem er til dæmis í vanlíðan vegna erfiðleika í hjónabandinu,“ segir Sigrún Ósk Jakobsdóttir mannauðstjóri Advania. 10. október 2024 07:01 Geðheilsa starfsfólks: „Þú átt tvo fría tíma eftir“ „Viðtökurnar hafa verið mjög góðar. Um 30% starfsfólks hefur nýtt sér þjónustuna og bókað viðtöl,“ segir Hrefna Sif Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Tixly um það hvernig starfsmenn fyrirtækisins hafa nýtt sér Velferðatorg Tixly á Köru Connect. 18. janúar 2024 08:02 Svefnstjórnun á vinnustöðum orðin að veruleika Svefnstjórnun er orðin að veruleika þar sem sífellt fleiri fyrirtæki þreifa nú fyrir sér með mismunandi leiðum, hvernig hægt er að stuðla að því að starfsfólk sofi meira. 17. febrúar 2022 07:00 Nýr 40/40 listi: „Spenntur að sjá hvað þetta fólk gerir í framtíðinni“ „Það sem mér finnst þessi hópur stjórnenda eiga sameiginlegt, er að þetta eru stjórnendur sem segja má að tilheyri nýja skólanum í viðskiptalífinu,“ segir Andrés Jónsson, framkvæmdastjóri Góðra samskipta um nýjan 40/40 listann, sem birtur var á dögunum. 3. júlí 2024 07:00 Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Fleiri fréttir Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Örgleði (ekki öl-gleði) Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Ungum konum fjölgar í lögreglunni „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Að byrja að vinna á ný í sorg „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Sjá meira
Til dæmis á vinnustöðum. Enda er Þorvaldur, alltaf kallaður Valdi, viðburðarstjóri Spilavina og forfallinn spilari sjálfur. „Ég hef alltaf verið mikill spilamaður. Hvort sem er að spila borðspil eða með spilastokka. Kem úr mikilli bridge fjölskyldu og er alin upp við að spila Kana, Manna og allt það. Í minni fjölskyldu hafa spil alltaf verið í jólapökkunum en allt þetta tek ég síðan seinna meir inn í mína eigin fjölskyldu,“ segir Valdi og bætir við: „Við hjónin spilum því mjög mikið. Höfum gaman af því að spila við hvort annað en líka í sitt hvoru lagi. Við spilum líka mikið við strákana okkar.“ En Valdi er líka menntaður í tómstunda- og félagsfræði og með meistaragráðu í forystu og stjórnun, með áherslu á mannauðsstjórnun. Valdi veit því vel hvað hann syngur, þegar hann talar um það, hvernig vinnustaðir geta nýtt spilastundir á vinnustöðum til að efla hópa saman, með mismunandi markmið í huga. Í dag og á morgun fjallar Atvinnulífið um óhefðbundnar leiðir fyrir vinnustaði að vinna að hópefli. Ýmsar hugmyndir fyrir vinnustaði Valdi segir vissa þreytu stundum sýnilega þegar vinnustaðir tala um hópefli. Stundum ranghvolfi fólk augum og stynji: Oooh, einu sinni enn eitthvað svona…. Að velja réttu spilin, réttu leiðirnar og vera með markmiðin skýr, sé því eitthvað sem stjórnendur og vinnustaðir þurfi að hugsa um fyrirfram. „Það er mikill munur á því hvort markmiðið er að efla samvinnu, opna umræðu eða spila til að hafa gaman og fá sér bjór,“ segir Valdi og bætir við að það liggi í augum uppi að ef það síðastefnda er markmiðið, þá sé hittingur til að spila eftir vinnu eða í lok dags þá helst málið. Að nýta spil til að hrista saman hópinn í öðrum markmiðum sé hins vegar tilvalin leið á vinnutíma. Valdi nefnir nokkur ólík spil og leiki, miðað við ólík markmið hjá vinnustöðum. „Samvinnuspil geta til dæmis verið góð leið þegar markmiðið er að hrista saman hópa í fyrirtækjum þar sem fólk vinnur á mismunandi sviðum eða deildum og hefur svolítið skipst upp í síló. Stundum er hópaskiptingin jafnvel farin að endurspeglast í samkeppni á milli deilda í stað samvinnu. Að nýta spil til að efla tengslin á milli sviða og hrista saman hópa, getur verið mjög góð leið og skemmtileg.“ Valdi segir spilamennsku líka oft góða leið til að efla samskipti og almenna samvinnu fólks. Því í spilamennsku er oft verið að leysa þrautir og verkefni saman og svo framvegis. Það getur verið góð leið að spila til að efla samskipti.“ Þá segir Valdi hlutverkaspil oft mjög góð til að opna á umræðu. Jafnvel að auðvelda samstarfsfólki að ræða mál sem erfitt er að ræða. „Hlutverkaleikirnir geta þá verið leið til að hrista hópinn saman á skemmtilegan hátt á undan og þá helst þannig að það sé mjög gaman þótt markmiðið sé skýrt.“ Sem dæmi nefnir Valdi þegar hann sjálfur, um árabil, notaði spilamennsku þegar hann vann með börnum og ungmennum í frístund- og á félagsmiðstöðum. „Markmiðið voru forvarnir en sem hlutverkaleikur með ungmennum varð þetta auðvitað fyrst og fremst skemmtun. Hlutverkaleikurinn var þá þannig að í leiknum átti helmingur hópsins að þykjast vera á leiðinni á djammið og að djúsa, en hinn helmingurinn átti að vera því algjörlega mótfallinn,“ segir Valdi og bætir við: „Ég man að strákarnir völdu þó nokkrir að vera í djamma og djúsa hópnum og fóru mikinn með alls kyns yfirlýsingar því tengt. Þótt auðvitað væri þetta allt saman leikur og í gríni. En hinn hópurinn og þá sérstaklega ein stúlkan, lét þá heyra það: Að svona gerði maður ekki, þeir væru slæm fyrirmynd fyrir annað ungt fólk, gætu ekki vaknað daginn eftir eða staðið vel við önnur verkefni sem ætti að sinna og svo framvegis.“ Fjörið var mikið og hláturinn eftir því. „En það breytti því ekki að þetta var hlutverkaleikur með forvarnargildi sem markmið.“ Valdi segir nafnaleiki gott dæmi um leiki sem hægt er að fara í, þegar til dæmis mikið af sumarstarfsmönnum er að byrja eða afleysingarfólk á háannatímum. „Þá geta þannig leikir flýtt ferlinu verulega, fólk kynnist og hópurinn hristist saman í gegnum skemmtunina sem felst í leiknum.“ Valdi segir hægt að velja spil og undirbúa spilasamveru miðað við ólík markmið um hvað eigi að fá út úr samverunni. Hlutverkaleikir, samvinnuspil, nafnaleikir og fleira séu allt dæmi um spil og leiki sem geti þjónað mismunandi markmiðum.Vísir/Vilhelm Að finna réttu útfærslurnar Valdi er vanur að vinna með vinnustöðum að því að útfæra hvað hentar best fyrir viðburði eða spilastundir. Hann segir tímalengd spila geta verið mjög mismunandi. Mín sannfæring er sú að ef fólki finnst ekki gaman að spila, þá eigi bara eftir að finna rétta spilið fyrir viðkomandi. Það sé gaman fyrir alla að spila, ef spilavalið er rétt.“ Hins vegar þurfi að taka tillit til þeirra starfsmanna sem upplifa spilamennskuna ekki sem skemmtilega stund. „Ég er einn þeirra sem get mætt á spilaviðburð og verið að spila frá klukkan 9-16 og tek varla pásur á meðan. Þetta er auðvitað alls ekki málið fyrir alla og því um að gera að búta fílinn niður,“ segir Valdi og bætir við: „Það er til dæmis hægt að velja spil sem taka bara þrjár til fimm mínútur. Aðalmálið er að finna út úr því hvað fólki finnst skemmtilegt að gera.“ Oft sé hægt að fá hugmyndir að réttum spilum með því að spyrja fólk hvað því finnst skemmtilegt: Krossgátur, sudoku, orðaleikir, föndur. Allt séu þetta vísbendingar um hvaða spil gætu þá verið sniðug fyrir hópinn. „Sumum finnst til dæmis orðaleikir skemmtilegir. En það er ekki þar með sagt að fólk nenni að spila Scrabble í klukkutíma,“ segir Valdi og útskýrir að svo mikið úrval sé til af spilum og leikjum að það sé alltaf hægt að vinna með því sem fólk hefur áhuga á. Valdi segir vinnustaði geta nýtt sér spilasamveru á margvíslegan og skemmtilega hátt. Þá sé hægt að skipuleggja regluleg spil á vinnustöðum í hádeginu eða eftir vinnu, eftir því hvað ætlunin sé að fá út úr hópeflinu.Vísir/Vilhelm Stundum sé líka skemmtilegt að velja spil, þar sem fólk áttar sig ekki strax á raunverulegu markmiði. „Mér dettur til dæmis í hug samvinnuspil sem þó er þannig að fólk er bara upptekið að því að leysa úr málum eða einhverjum þrautum án þess að átta sig á því strax að í raun er spilið á endanum samvinnuspil. Þar sem fólk fer að deila upplýsingum sín á milli til að leysa þrautir eða verkefni,“ segir Valdi og nefnir sem dæmi leik þar sem einn spyr annan um það hvernig hægt er að aftengja sprengju eða eitthvað álíka. „Þá getur samvinnan verið liður í því að efla góð samskipti á milli samstarfsfólks þannig að það þjálfist í því að styðja við hvort annað þegar þess þarf.“ Lykilatriði segir Valdi þó að spilastundir séu ákveðnar í samvinnu við fólk. „Það er ekkert gaman ef það á að spila á vinnutíma en það er augljóst að einhverjir í hópnum vilja frekar vera að sinna vinnunni sinni, eru með hugann við að senda einhverja tölvupósta og finnst þetta ekki gaman. Ef einhverjir eru ekki að taka þátt, getur það dregið úr gleðinni hjá hinum. Þess vegna þarf að vanda til þess hvernig þetta er undirbúið eða kynnt á vinnustaðnum.“ Auðheyrt er á Valda að leiðirnar fyrir vinnustaði eru óskaplega margar og góðar þegar kemur að „Það er hægt að skipuleggja svona spilastundir á svo margvíslegan hátt og miðað við mismunandi markmið. Spilastundir geta til dæmis verið reglulegar samverustundir sem vinnustaðurinn skipuleggur sem hádegis-viðburði, eða sem samverustundir þar sem fólk hittist eftir vinnu til að eiga skemmtilegar stundir saman, kynnast og hafa gaman.“
Vinnustaðamenning Stjórnun Tengdar fréttir Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni „Það getur svo sem vel verið að einhverjir vinnuveitendur hugsi sem svo; Mér er skítsama hvort fólk eigi einhvern besta vin í vinnunni, ég vil bara að fólk sé að vinna!“ nefnir Tómas Bjarnason sviðstjóri stjórnenda- og vinnustaðaráðgjafar Gallup sem dæmi um viðhorf vinnuveitanda sem telur það ekki sitt hlutverk að spá í hvort starfsfólk eigi sinn besta vin í vinnunni. 12. júní 2025 07:00 Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti „Ég hef oft heyrt þessa spurningu: Hvers vegna er geðheilsa starfsfólks okkar vandamál? Hvers vegna eigum við að borga sálfræðiþjónustu fyrir starfsfólk sem er til dæmis í vanlíðan vegna erfiðleika í hjónabandinu,“ segir Sigrún Ósk Jakobsdóttir mannauðstjóri Advania. 10. október 2024 07:01 Geðheilsa starfsfólks: „Þú átt tvo fría tíma eftir“ „Viðtökurnar hafa verið mjög góðar. Um 30% starfsfólks hefur nýtt sér þjónustuna og bókað viðtöl,“ segir Hrefna Sif Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Tixly um það hvernig starfsmenn fyrirtækisins hafa nýtt sér Velferðatorg Tixly á Köru Connect. 18. janúar 2024 08:02 Svefnstjórnun á vinnustöðum orðin að veruleika Svefnstjórnun er orðin að veruleika þar sem sífellt fleiri fyrirtæki þreifa nú fyrir sér með mismunandi leiðum, hvernig hægt er að stuðla að því að starfsfólk sofi meira. 17. febrúar 2022 07:00 Nýr 40/40 listi: „Spenntur að sjá hvað þetta fólk gerir í framtíðinni“ „Það sem mér finnst þessi hópur stjórnenda eiga sameiginlegt, er að þetta eru stjórnendur sem segja má að tilheyri nýja skólanum í viðskiptalífinu,“ segir Andrés Jónsson, framkvæmdastjóri Góðra samskipta um nýjan 40/40 listann, sem birtur var á dögunum. 3. júlí 2024 07:00 Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Fleiri fréttir Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Örgleði (ekki öl-gleði) Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Ungum konum fjölgar í lögreglunni „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Að byrja að vinna á ný í sorg „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Sjá meira
Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni „Það getur svo sem vel verið að einhverjir vinnuveitendur hugsi sem svo; Mér er skítsama hvort fólk eigi einhvern besta vin í vinnunni, ég vil bara að fólk sé að vinna!“ nefnir Tómas Bjarnason sviðstjóri stjórnenda- og vinnustaðaráðgjafar Gallup sem dæmi um viðhorf vinnuveitanda sem telur það ekki sitt hlutverk að spá í hvort starfsfólk eigi sinn besta vin í vinnunni. 12. júní 2025 07:00
Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti „Ég hef oft heyrt þessa spurningu: Hvers vegna er geðheilsa starfsfólks okkar vandamál? Hvers vegna eigum við að borga sálfræðiþjónustu fyrir starfsfólk sem er til dæmis í vanlíðan vegna erfiðleika í hjónabandinu,“ segir Sigrún Ósk Jakobsdóttir mannauðstjóri Advania. 10. október 2024 07:01
Geðheilsa starfsfólks: „Þú átt tvo fría tíma eftir“ „Viðtökurnar hafa verið mjög góðar. Um 30% starfsfólks hefur nýtt sér þjónustuna og bókað viðtöl,“ segir Hrefna Sif Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Tixly um það hvernig starfsmenn fyrirtækisins hafa nýtt sér Velferðatorg Tixly á Köru Connect. 18. janúar 2024 08:02
Svefnstjórnun á vinnustöðum orðin að veruleika Svefnstjórnun er orðin að veruleika þar sem sífellt fleiri fyrirtæki þreifa nú fyrir sér með mismunandi leiðum, hvernig hægt er að stuðla að því að starfsfólk sofi meira. 17. febrúar 2022 07:00
Nýr 40/40 listi: „Spenntur að sjá hvað þetta fólk gerir í framtíðinni“ „Það sem mér finnst þessi hópur stjórnenda eiga sameiginlegt, er að þetta eru stjórnendur sem segja má að tilheyri nýja skólanum í viðskiptalífinu,“ segir Andrés Jónsson, framkvæmdastjóri Góðra samskipta um nýjan 40/40 listann, sem birtur var á dögunum. 3. júlí 2024 07:00