Íslenski boltinn

Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helena Sörensdóttir, Kristín Anna Smári og Anna María Bergþórsdóttir eru allar hættar í fótbolta.
Helena Sörensdóttir, Kristín Anna Smári og Anna María Bergþórsdóttir eru allar hættar í fótbolta. @krreykjavik1899

KR-ingar senda þremur leikmönnum meistaraflokks kvenna kveðju á samfélagsmiðlum eftir að þær tilkynntu að þær hefðu ákveðið að leggja skóna á hilluna.

Leikmennirnir eru allir ungir enn þá og ættu að eiga nóg eftir en hafa ákveðið að segja þetta gott. Þetta eru þær Helena Sörensdóttir, Kristín Anna Smári og Anna María Bergþórsdóttir.

KR endaði í fimmta sæti í Lengjudeild kvenna síðasta sumar og hefur ekki spilað í Bestu deild kvenna síðan sumarið 2022.

Helena Sörensdóttir er yngst af þessum þremur en hún er fædd árið 2006 og því ekki orðin tvítug. Helena er uppalin í KR en hefur þrátt fyrir ungan aldur verið aðalmarkaður liðsins síðustu tvö tímabil. Hún lék alls 58 leiki fyrir meistaraflokk KR.

Kristín Anna Smári er 21 árs, fædd árið 2004, en hún kom til KR frá Hlíðarenda fyrir tímabilið 2024. Hún lék alls 28 leiki fyrir félagið og skoraði í þeim 1 mark.

Anna María Bergþórsdóttir er elst af þessum þremur en þó bara 22 ára gömu. Hún kom til KR frá Fjölni seinnihluta tímabilsins 2024. Anna María lék alls 36 leiki fyrir félagið og skoraði í þeim 14 mörk, þar af var hún með 6 mörk í 14 leikjum í Lengjudeildinni síðasta sumar.

KR-ingar óskuðu stelpunum til hamingju með ferilinn sinn, þakka þeim fyrir þeirra framlag til félagsins og óska þeim góðs gengis í nýjum verkefnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×