Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. desember 2025 07:03 Dóra segir framleiðendur Skaupsins árið 2022 hafa slitið samskiptum við hana í miðjum tökum eftir að hún bað um aðgang að fjárhagsáætlun. Þá upplifði hún sig sem útilokaða úr eigin þáttum, Húsó, þegar höfundaréttur hennar var ekki virtur. Dóra Jóhannsdóttir, leikstjóri og handritshöfundur, er að gefa út bók um reynslu sína af íslenska kvikmyndabransanum í kringum sjónvarpsseríuna Húsó og Áramótaskaupið 2022. Dóra sagði framleiðendur Skaupsins hafa slitið samskiptum við hana þegar hún bað um aðgang að fjárhagsáætlun og telur hún að hvorki höfundaréttur hennar né réttur til nafngreiningar hafi verið virtur í Húsó. Bókin heitir Úr húsmæðraskóla í útlegð – Bak við tjöldin í íslenska kvikmyndabransanum og er að sögn höfundar blanda „af sjálfsævisögu, rannsóknum, fræðilegri greiningu og upplýsandi umfjöllun“ um það hvernig vald myndast kerfisbundið í íslenskri menningu og kvikmyndagerð. Dóra hefur leikið í kvikmyndum og sjónvarpi, skrifað þætti og leikstýrt Áramótaskaupinu.Magnus Andersen Dóra gefur bókina sjálf út undir formerkjum Djók Productions bókaútgáfu, hún kostar 3.990 krónur og er fyrsta útgáfa hennar fáanleg rafrænt á djok.is/utgafa. Bókin byggir á reynslu Dóru úr bransanum, sérstaklega í kringum Áramótaskaupið árið 2022 og sjónvarpsseríuna Húsó sem kom út 2024. „Hvað gerist þegar höfundur, leikstjóri og leikkona krefst gagnsæis, ábyrgðar og virðingar fyrir lögbundnum höfundarétti í verðlaunuðum verkefnum sem eru að stóru eða öllu leyti fjármögnuð með almannafé?“ segir í lýsingu á bókinni. „Með hliðsjón af dagsettu gögnum, fræðilegum kenningum og óhræddum opinberum heimildum er sýnt fram á kerfislæg mynstur sem hafa áhrif á það hvernig vald og fjármagn dreifast, og þar með hverjir fá rödd og hverjir eru útilokaðir,“ segir í lýsingu hennar á bókinni. Framleiðendur hafi slitið samskiptum eftir ósk um fjárhagsáætlun Dóra kvartaði í skýrslu til Rúv undan framgöngu framleiðslufyrirtækisins S800 sem stóð að Skaupinu árið 2022 þegar hún leikstýrði því. Hún lýsti því að framleiðendur hefðu slitið samskiptum við hana fyrirvaralaust í miðjum tökum eftir að hún bað um aðgang að fjárhagsáætlun. Eftir að Dóra kvartaði undan framgöngu þeirra birti Sigurjón Kjartansson, yfirframleiðandi og helmingseigandi S800, yfirlýsingu þar sem hann tók upp hanskann fyrir hina framleiðendurna tvo og sagði erfiðu samskiptin hafa sprottið upp löngu fyrr. Dóra sagði þær söguskýringar ekki halda vatni í færslu á Facebook og bað fólk og fjölmiðla um að „vera vakandi fyrir [því] þegar reynt er að sverta mannorð og þagga niður í konum með eitraðri orðræðu, hegðun og gaslýsingum.“ Virtu ekki höfundarétt eða rétt til nafngreiningar Dóra lenti síðan í deilum við framleiðslufyrirtækið Glass River vegna höfundaréttamála í tengslum við sjónvarpsþættina Húsó sem byggðu á hennar eigin sögu. Í byrjun nóvember ritaði hún grein á heimasíðu framleiðslufyrirtækis síns, Djok.is, þar sem hún fjallar um kerfislæg vandamál sem tengdust þáttunum. Hún sagði þar að nafn hennar hafi fyrst birst opinberlega tengt þáttunum, eftir tveggja ára baráttu, þegar hún var tilnefnd til Íslensku sjónvarpsverðlaunanna fyrir besta handrit. Nafn hennar birtist því ekki á skjám landsmanna þegar þættirnir voru sýndir á Rúv né birtist dulnefni hennar, Hekla Hólm, sem hún hafði beðið um að stílað yrði á þættina. Nokkrum dögum fyrir greinarskrifin hafði Dóra tekið á móti verðlaunum, ásamt Arnóri Pálma Arnarsyni og Jóhönnu Friðriku Sæmundsdóttur, fyrir handrit þáttanna og nýtti hún tækifærið í ræðustól til að skjóta á Baldvin Z, einn eiganda Glass River. Dóra segir bókina fjalla um samnings- og lögbundin réttindi hennar, þar á meðal höfundarétt og rétt til nafngreiningar (krediteringar), sem hún telur að hafi ekki verið virt í tengslum við Húsó. Jafnframt hafi hún verið í sjúkraleyfi þegar tökum var flýtt og að hún hafi fengið sein og ófullnægjandi svör við erindum sínum. Athugasemd: Fyrirsögn greinarinnar var breytt en áður sagði að bókin fjallaði um útilokun Dóru úr bransanum. Dóra áréttar að um sé að ræða útilokun úr einstaka verkefnum sem fjallað er um að ofan. Kvikmyndagerð á Íslandi Bókmenntir Bíó og sjónvarp Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Sjá meira
Bókin heitir Úr húsmæðraskóla í útlegð – Bak við tjöldin í íslenska kvikmyndabransanum og er að sögn höfundar blanda „af sjálfsævisögu, rannsóknum, fræðilegri greiningu og upplýsandi umfjöllun“ um það hvernig vald myndast kerfisbundið í íslenskri menningu og kvikmyndagerð. Dóra hefur leikið í kvikmyndum og sjónvarpi, skrifað þætti og leikstýrt Áramótaskaupinu.Magnus Andersen Dóra gefur bókina sjálf út undir formerkjum Djók Productions bókaútgáfu, hún kostar 3.990 krónur og er fyrsta útgáfa hennar fáanleg rafrænt á djok.is/utgafa. Bókin byggir á reynslu Dóru úr bransanum, sérstaklega í kringum Áramótaskaupið árið 2022 og sjónvarpsseríuna Húsó sem kom út 2024. „Hvað gerist þegar höfundur, leikstjóri og leikkona krefst gagnsæis, ábyrgðar og virðingar fyrir lögbundnum höfundarétti í verðlaunuðum verkefnum sem eru að stóru eða öllu leyti fjármögnuð með almannafé?“ segir í lýsingu á bókinni. „Með hliðsjón af dagsettu gögnum, fræðilegum kenningum og óhræddum opinberum heimildum er sýnt fram á kerfislæg mynstur sem hafa áhrif á það hvernig vald og fjármagn dreifast, og þar með hverjir fá rödd og hverjir eru útilokaðir,“ segir í lýsingu hennar á bókinni. Framleiðendur hafi slitið samskiptum eftir ósk um fjárhagsáætlun Dóra kvartaði í skýrslu til Rúv undan framgöngu framleiðslufyrirtækisins S800 sem stóð að Skaupinu árið 2022 þegar hún leikstýrði því. Hún lýsti því að framleiðendur hefðu slitið samskiptum við hana fyrirvaralaust í miðjum tökum eftir að hún bað um aðgang að fjárhagsáætlun. Eftir að Dóra kvartaði undan framgöngu þeirra birti Sigurjón Kjartansson, yfirframleiðandi og helmingseigandi S800, yfirlýsingu þar sem hann tók upp hanskann fyrir hina framleiðendurna tvo og sagði erfiðu samskiptin hafa sprottið upp löngu fyrr. Dóra sagði þær söguskýringar ekki halda vatni í færslu á Facebook og bað fólk og fjölmiðla um að „vera vakandi fyrir [því] þegar reynt er að sverta mannorð og þagga niður í konum með eitraðri orðræðu, hegðun og gaslýsingum.“ Virtu ekki höfundarétt eða rétt til nafngreiningar Dóra lenti síðan í deilum við framleiðslufyrirtækið Glass River vegna höfundaréttamála í tengslum við sjónvarpsþættina Húsó sem byggðu á hennar eigin sögu. Í byrjun nóvember ritaði hún grein á heimasíðu framleiðslufyrirtækis síns, Djok.is, þar sem hún fjallar um kerfislæg vandamál sem tengdust þáttunum. Hún sagði þar að nafn hennar hafi fyrst birst opinberlega tengt þáttunum, eftir tveggja ára baráttu, þegar hún var tilnefnd til Íslensku sjónvarpsverðlaunanna fyrir besta handrit. Nafn hennar birtist því ekki á skjám landsmanna þegar þættirnir voru sýndir á Rúv né birtist dulnefni hennar, Hekla Hólm, sem hún hafði beðið um að stílað yrði á þættina. Nokkrum dögum fyrir greinarskrifin hafði Dóra tekið á móti verðlaunum, ásamt Arnóri Pálma Arnarsyni og Jóhönnu Friðriku Sæmundsdóttur, fyrir handrit þáttanna og nýtti hún tækifærið í ræðustól til að skjóta á Baldvin Z, einn eiganda Glass River. Dóra segir bókina fjalla um samnings- og lögbundin réttindi hennar, þar á meðal höfundarétt og rétt til nafngreiningar (krediteringar), sem hún telur að hafi ekki verið virt í tengslum við Húsó. Jafnframt hafi hún verið í sjúkraleyfi þegar tökum var flýtt og að hún hafi fengið sein og ófullnægjandi svör við erindum sínum. Athugasemd: Fyrirsögn greinarinnar var breytt en áður sagði að bókin fjallaði um útilokun Dóru úr bransanum. Dóra áréttar að um sé að ræða útilokun úr einstaka verkefnum sem fjallað er um að ofan.
Kvikmyndagerð á Íslandi Bókmenntir Bíó og sjónvarp Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Sjá meira