Tónlist

Heitustu lögin á FM árið 2025

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Rapp og popp var að vanda vinsælt á FM957.
Rapp og popp var að vanda vinsælt á FM957. Vísir/Grafík

Liðið ár var viðburðaríkt í tónlistarsenunni hérlendis og erlendis og má segja að rappið hafi svolítið tekið yfir í gróskumikilli útgáfu á Íslandi. Útvarpsstöðin FM957 afhjúpar hér hvaða hittarar standa efst á árinu sem er senn að líða og íslenskt tónlistarfólk heldur áfram að taka yfir efstu sætin.

Af efstu tuttugu lögum ársins voru fjórtán íslensk og sömuleiðis voru íslenskir tónlistarmenn í efstu þremur sætum listans.

Í þriðja sæti situr tvíeykið Aron Kristinn og Birnir með lagið Bleikur range rover. 

Grípandi poppsmellur sem náði gríðarlegum vinsældum í vor en Birnir átti gríðarlega stórt tónlistarár og stóð meðal annars fyrir stórtónleikum í Laugardalshöll.

Í öðru sæti er ungstirnið og nýliðinn ELVAR sem átti ferskasta sumarlag sem komið hefur út í langan tíma. Lagið Miklu betri einn kemur hlustendum eiginlega undantekningalaust í örlítið betri fíling.

Á toppnum situr svo enginn annar en rappkóngurinn Herra Hnetusmjör með lagið Elli Egils sem allir landsmenn geta líklega sungið með. 

Þvílíkur smellur og enn og aftur tekst rapparanum Árna Páli, Herra Hnetusmjör, að toppa sig.

Hér má sjá lista yfir efstu tuttugu lög ársins á útvarpsstöðinni FM957:

  1. Elli Egils - Herra hnetusmjör
  2. Miklu betri einn - ELVAR
  3. Bleikur range rover - Aron Kristinn & Birnir
  4. Die with a smile - Lady Gaga & Bruno Mars
  5. LXS - Birnir
  6. Blágræn – Kristmundur Axel
  7. Hvar ertu nú – Maron Birnir
  8. BMF - SZA
  9. Taste - Sabrina Carpenter
  10. Hver er sá besti - FM957
  11. 10 Þúsund - Emmsjé Gauti
  12. Stara - HúbbaBúbba & Luigi
  13. Daisies - Justin Bieber
  14. Stórir Strákar – Izleifur Ft. Herra Hneturmjör
  15. Nokia - Drake
  16. Ljósin kvikna – Aron Can Ft. Alaska1867
  17. Far - Birnir
  18. Who – Jimin
  19. Superman - Saint Pete, Nova
  20. RÓA - VÆB





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.