Íslenski boltinn

Júlíus Mar seldur til Kristiansund

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Júlíus Mar er efnilegur miðvörður.
Júlíus Mar er efnilegur miðvörður. vísir / jón gautur

Júlíus Mar Júlíusson er genginn til liðs við Kristiansund í Noregi eftir eitt tímabil sem leikmaður KR.

Júlíus er uppalinn Fjölnismaður en var seldur til KR fyrir síðasta tímabil ásamt markmanninum Halldóri Snæ Georgssyni. 

Júlíus stóð vaktina í miðri vörn KR milli þess sem hann var meiddur en var dottinn út úr liðinu undir lok tímabils og spilaði ekkert í síðustu fjórum leikjum fallbaráttunnar.

Hjá Kristiansund hittir Júlíus andstæðing sinn úr Bestu deildinni síðasta sumar. Kantmaðurinn knái Hrannar Snær Magnússon gekk til liðs við félagið frá Aftureldingu í síðasta mánuði.

Áður hafa Hilmir Rafn Mikaelsson og Brynjólfur Darri Willumsson verið leikmenn liðsins.

Kristiansund hafnaði í þrettánda sæti norsku deildarinnar á síðasta tímabili, þremur stigum frá fallsvæðinu.

Júlíus Mar segir betur frá skiptunum í Sportpakka Sýnar í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×