Handbolti

Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM

Aron Guðmundsson skrifar
Anton og Jónas hafa komið víða við á sínum dómaraferli. Hér eru þeir að sinna dómgæslu á undanúrslitaleik Fusche Berlin og Nantes í Meistaradeild Evrópu á síðasta ári.
Anton og Jónas hafa komið víða við á sínum dómaraferli. Hér eru þeir að sinna dómgæslu á undanúrslitaleik Fusche Berlin og Nantes í Meistaradeild Evrópu á síðasta ári. Vísir/Getty

Íslensku handboltadómararnir Anton Pálsson og Jónas Elíasson munu dæma fyrsta leikinn á komandi Evrópumóti landsliða sem fram fer í Danmörku, Svíþjóð og Noregi.

EHF hefur nú birt lista yfir þau dómarapör sem munu dæma fyrstu leiki mótsins og sést þar að reynsluboltarnir Anton og Jónas munu dæma leik Spánar og Serbíu í A-riðli á fimmtudaginn kemur en liðin mætast í Herning í Danmörku.

Anton og Jónas verða í eldlínunni á EM í handboltavísir/stefán

Í uppröðun EHF má einnig sjá að spænskt dómarapar mun sjá um að dæma fyrsta leik Íslands á EM í Kristianstad gegn Ítalíu á föstudaginn kemur. 

Það eru þeir Marín Andreu og Garcia Ignacio sem koma til með að dæma þann leik. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×