Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Bjarki Sigurðsson skrifar 16. janúar 2026 15:52 Lengst til vinstri má sjá einn dýrasta bíl í heimi, fyrir miðju er hin klassíska rúta og lengst til hægri er Tesla Cybertruck. Eyjagöng ehf. Á tölvumynd Eyjaganga ehf. fyrir Vestmannaeyjagöng smelltu forsvarsmenn verkefnisins tveimur frægum bílum sem ekki fást hér á landi. Framkvæmdastjórinn segir það hafa verið gaman að velja skemmtilega bíla. Í gær fjallaði fréttastofa um fyrirhugaða staðsetningu Vestmannaeyjaganga sem stefnt er á að hefja rannsóknarboranir fyrir í vor. Í gærkvöldi var haldinn kynningarfundur í Eyjum en vonast er til þess að hægt verði að aka milli lands og eyju eftir tíu ár. Það vakti athygli að á einni af tölvumyndunum sem unnar voru fyrir félagið Eyjagöng ehf., sem heldur utan um verkefnið, var ákveðið að hafa þrjá bíla. Einn hefðbundinn langferðabíl, einn Ferrari F50 og einn Tesla Cybertruck. ESB hefur ekki samþykkt bílinn Hér á landi er nóg af rútum, þrír Ferrari-bílar, þó enginn F50, og enginn skráður Cybertruck. Í raun er Cybertruck „ólöglegur“ á Íslandi, sem og annars staðar í Evrópu, vegna öryggisráðstafana. Tesla hefur ekki fengið leyfi hjá Evrópusambandinu fyrir hönnuninni, meðal annars vegna stálsins sem hann er klæddur og vegna þess hve oddhvöss framhlið bílsins er. Tesla Cybertruck var til sýnis hér á landi sumarið 2024 og fékk fréttamaður að kíkja örlítið á rúntinn í honum. Afraksturinn má sjá í fréttinni hér fyrir neðan. Ferrari F50 er tveggja sæta sportbíll, framleiddur á árunum 1995 til 1997. Einungis 349 eintök voru framleidd. Því er hann ansi dýr. Í október á síðasta ári seldist einn slíkur á uppboði Sotheby's í Munchen á 5,6 milljónir dollara, 707 milljónir króna. Ferrari F50-bíllinn er sjaldgæfur og rándýr. Eintak seldist í fyrra á rúmar 700 milljónir króna. Getty/John Keeble Til gamans gert Haraldur Pálsson, framkvæmdastjóri Eyjaganga, segir bílavalið hafa verið gert með jákvæðni og skemmtilegheit í huga. „Þetta er til gamans gert, til að vekja smá athygli. Við erum að fara að keyra í gegnum þessi göng eftir tíu ár þannig við erum bjartsýn á að efnahagslífið verði þannig að einhver eigi Ferrari F50 og við verðum komin með minni útgáfu af Cybertruck. Það var hægt að setja einhverja bíla og það var gaman að velja einhverja skemmtilega bíla.“ segir Haraldur glettinn. Bílar Vestmannaeyjar Grín og gaman Samgöngur Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Vonbrigði“ Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Í gær fjallaði fréttastofa um fyrirhugaða staðsetningu Vestmannaeyjaganga sem stefnt er á að hefja rannsóknarboranir fyrir í vor. Í gærkvöldi var haldinn kynningarfundur í Eyjum en vonast er til þess að hægt verði að aka milli lands og eyju eftir tíu ár. Það vakti athygli að á einni af tölvumyndunum sem unnar voru fyrir félagið Eyjagöng ehf., sem heldur utan um verkefnið, var ákveðið að hafa þrjá bíla. Einn hefðbundinn langferðabíl, einn Ferrari F50 og einn Tesla Cybertruck. ESB hefur ekki samþykkt bílinn Hér á landi er nóg af rútum, þrír Ferrari-bílar, þó enginn F50, og enginn skráður Cybertruck. Í raun er Cybertruck „ólöglegur“ á Íslandi, sem og annars staðar í Evrópu, vegna öryggisráðstafana. Tesla hefur ekki fengið leyfi hjá Evrópusambandinu fyrir hönnuninni, meðal annars vegna stálsins sem hann er klæddur og vegna þess hve oddhvöss framhlið bílsins er. Tesla Cybertruck var til sýnis hér á landi sumarið 2024 og fékk fréttamaður að kíkja örlítið á rúntinn í honum. Afraksturinn má sjá í fréttinni hér fyrir neðan. Ferrari F50 er tveggja sæta sportbíll, framleiddur á árunum 1995 til 1997. Einungis 349 eintök voru framleidd. Því er hann ansi dýr. Í október á síðasta ári seldist einn slíkur á uppboði Sotheby's í Munchen á 5,6 milljónir dollara, 707 milljónir króna. Ferrari F50-bíllinn er sjaldgæfur og rándýr. Eintak seldist í fyrra á rúmar 700 milljónir króna. Getty/John Keeble Til gamans gert Haraldur Pálsson, framkvæmdastjóri Eyjaganga, segir bílavalið hafa verið gert með jákvæðni og skemmtilegheit í huga. „Þetta er til gamans gert, til að vekja smá athygli. Við erum að fara að keyra í gegnum þessi göng eftir tíu ár þannig við erum bjartsýn á að efnahagslífið verði þannig að einhver eigi Ferrari F50 og við verðum komin með minni útgáfu af Cybertruck. Það var hægt að setja einhverja bíla og það var gaman að velja einhverja skemmtilega bíla.“ segir Haraldur glettinn.
Bílar Vestmannaeyjar Grín og gaman Samgöngur Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Vonbrigði“ Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira