Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 22. janúar 2026 07:01 Það er enn nokkuð þekkt í stjórnsýslunni að stjórna í boðhætti. Oddur M. Gunnarsson, forstjóri Matís, fylgdi eftir innleiðingu stefnu með því að breyta um hugarfar og venjur í stjórnun. Vísir/Ívar Fannar Í þessari viku er Atvinnulífið að fjalla um innleiðingu á stefnu með breyttu viðhorfi stjórnenda og breyttum venjum stjórnenda. Ráðgjafar Hugsýnar segja lykilatriði til að ná árangri; hefðbundin stjórnun sé einfaldlega ekki að hjálpa lengur. „Þegar ég byrjaði hér sem forstjóri árið 2019 var stjórnunin nokkurn veginn sú að vera frá toppi og niður úr,“ segir Oddur M. Gunnarsson forstjóri Matís og lýsir þar með stjórnun sem er þekkt mjög víða í rótgrónu umhverfi stofnana og eldri vinnustaða, þar sem eðlilegt þykir að stjórarnir í efsta lagi stjórni öllu og að millistjórnendur séu meira eins og verkstjórar frekar en leiðtogar. „Millistjórnendurnir höfðu lengst af ekki verið með stjórnunarvald, því það var aldrei að vita hvort þeir myndu tilkynna sínum mannskap eitthvað og síðan kæmi ég sem forstjóri og myndi boða eitthvað allt annað,“ segir Oddur og brosir en lýsir um leið veruleika eins og hann þótti eðlilegur í marga áratugi og víðast hvar. Í Atvinnulífinu í gær og í dag er fjallað um innleiðingu stefnu með breyttu hugarfari og venjur stjórnenda að leiðarljósi. Gjörbreytt hugsun Stefnumótun Matís hófst árið 2022. „Og hún byrjaði á þennan hefðbundna hátt sem allir þekkja; þar sem lífsins spurningarnar eru spurðar: Hver erum við? Hvert stefnum við? Og svo framvegis,“ segir Oddur. Oddur segir raunverulega stefnu samt í raun koma frá stjórnum, sem leggja línurnar um það sem ætlast er til þess að stofnunin eða fyrirtækið geri. „En til að tryggja að við séum öll að sigla í sömu áttina þurftum við að fara í gegnum þessar lífsins spurningar.“ Oddur segist þó viðurkenna að eins og svo margir aðrir sé hann fyrir löngu orðinn þreyttur á öllu þessu tali um stefnumótun og innleiðingu stefnu. Því ég, eins og aðrir, hef farið í gegnum það svo oft að það er einhver svakaleg vinna sett í gang við stefnumótun en fljótlega eftir að henni lýkur eru markmiðin komin ofan í skúffu og allir uppteknir við að vinna vinnuna sína á sama hátt og áður.“ Oddur sá samt fyrir sér að stefnumótun og innleiðing stefnu þyrfti til að breyta um stjórnunarstrúktúr hjá Matís, með tilheyrandi breytingum á skipuriti og fleira eins og oft þykir. „Í raun er mitt keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan,“ segir Oddur og hlær. „Ég er með fimm öfluga einstaklinga í framkvæmdastjórnarteyminu mínu og það eru þau fimm símanúmer sem ég þarf,“ bætir hann síðan við. Því já, keppikeflið var að innleiða stefnuna með breyttu hugarfari og venjum stjórnenda. Oddur segist sjálfur einn þeirra sem er orðin hundþreyttur á endalausum stefnumótunum sem enda síðan þannig að fljótlega eftir að henni lýkur, enda markmiðin ofan í skúffu og allir eru á ný uppteknir við vinnu á sama hátt og áður. Breyttar venjur í stjórnun skiptu sköpum.Vísir/Ívar Fannar Vitasýnin Oddur segir að auðvitað hafi Covid haft áhrif og tafið nokkuð en síðan hafi hlutirnir farið að rúlla og nú sé staðan í rauninni sú að innleiðingin sé ekki aðeins málið, heldur sé hún aðalmálið. „Því hún er núna alltaf í gangi. Þótt stefnumótun verði endurtekin þá breytir það því ekki að við erum alltaf að innleiða stefnu.“ Í tilfelli Matís var útfærslan unnin þannig að tvö aðalsvið voru mynduð og faghópar efldir. Hjá okkur var staðan eins og hjá svo mörgum að oft vantaði upp á samstarf milli deilda og sviða. Þegar síðan var sest niður til að ræða um verkefni sem þyrfti að ráðast í gerðist það sama hjá okkur og flestum öðrum að það var farið að tala um hvað hinir gætu nú gert….eða ættu að gera!“ Markmiðið var samt að innleiða stefnu og ná fram breytingum með því að allir hópar bæru ábyrgð á sínum eigin markmiðum og eigin árangri. „Sem þýddi að faghópunum var ætlað að leggja til hugmyndir um verkefni sem þeir myndu síðan sjálfir vinna og fylgja eftir.“ Sem dæmi nefnir Oddur verkefni til að auka tekjur því dregið hefur verulega úr fjárframlögum ríkisins til Matís síðustu tvo áratugi eða svo. „Við bjuggum til eitthvað sem við köllum Vitasýn til að hjálpa okkur myndrænt,“ útskýrir Oddur og bætir við að alls kyns útfærslur í þessu séu þekktar. Sumir noti vegasalt eða annað. „Því viti er með tvö ljós sem skína hvort í sína áttina og með því að horfa alltaf á þessa vitasýn erum við að tryggja að hvert verkefni sé skoðað og útfært út frá ólíkum sjónvarhornum og vinklum.“ Að mati Odds sé samt mikilvægt að vinnustaðir reyni ekki að aðskilja stefnu við áætlanagerð. „Stefna er áætlun í eðli sínu. Um leið og vinnustaður fer að reyna að aðskilja fjárhagsáætlun og annað frá stefnumótuninni er hætta á því að það sem kemur út úr stefnumótuninni nái ekki fram að ganga því auðvitað er það áætlunin sem gildir,“ segir Oddur en bætir við: „En það er vel hægt að vinna að þessu öllu sem sama pakkanum. Kostnaðurinn er þá bara eitt af atriðunum sem sjá má í Vitasýninni, sem til dæmis afleiðing af einhverju verkefni sem er sett af stað.“ Oddur nefnir sem dæmi fiskeldi. „Það er ekki allt jákvætt við fiskeldi. Fiskeldi er hluti af fæðuöryggi en er líka eitthvað sem hefur til dæmis áhrif á umhverfi og náttúru,“ segir Oddur og undirstrikar um leið hversu heppileg Vitasýnin er fyrir verkefni Matís; alltaf þurfi að horfa til svo ólíkra þátta, óháð því hvert verkefnið er. Oddur segir miklu skipta að fólk og hópar séu ábyrg fyrir markmiðum sínum. Annars er hætta á að hópar endi bara með að tala um það sem hinir ættu helst að gera. Hjá Matís hefur virkað vel að vera með faghópa þvert á svið sem innleiða stefnu viðstöðulaust.Vísir/Ívar Fannar Útkoman Oddur er ánægður með útkomuna, sem hann segir auðvitað ekki endanlega, enn sé verið að vinna eftir því sem lagt var af stað upp með, að horfa á markmiðin frekar en leiðirnar og verkefnin. Að halda áfram að innleiða, óháð stefnumótunarvinnu sem kemur og fer. Nýlega lagði hver faghópur innan Matís fram sínar markmiðaáætlanir fyrir árið 2026 en horfandi til baka, segist Oddur mæla með því að stjórnendur fái alltaf inn utanaðkomandi fagaðila til að vinna verkefnin með sér. „Því stundum er stjórnandinn truflun,“ segir hann og útskýrir: „Ég, sem forstjóri, get haft truflandi áhrif á einhverja umræðu í hóp þar sem fólk fer frekar að hugsa; best að passa sig á að segja ekki þetta eða hitt.“ Sjálfur segist hann horfa á einingarnar innan Matís sem flota af litlum bátum, frekar en eitt stórt skip. Hans hlutverk sé að sjá til þess að þessar einingar séu að sigla í sömu áttina, en síðan sé það hans líka að treysta hverjum leiðtoga til að sigla sínu fleygi með sínu fólki eins og þeir telja bestu leiðina vera til árangurs. Það þarf að gefa svigrúm til árangurs og ég trúi því að líklegasta leiðin fyrir fólk til að ná markmiðunum sé að gefa fólki tækifæri til að bera ábyrgð á þeim markmiðum. Stefnan snýst um að leggja línurnar um til hvers er ætlast til af okkur. En það er síðan undir hverjum komið að velja leiðina til að ná árangri.“ Sameiginlegur hvati sé síðan sá að með öflugri starfsemi sé hópurinn í heild sinni líklegri til að byggja upp sterkara Matís, tryggja góð störf og betri kjör og svo framvegis. „Það sem gerðist hjá okkur er að við byggðum upp sterkari stjórnendur og öflugt samstarf á milli faghópa og sviða. Því nú er það þannig að faghóparnir og sviðin eru vön því að vinna oftar og meira saman og ef eitthvað kemur upp sem þarf að ræða er strúktúrinn orðinn þannig að menn setjast einfaldlega bara niður og ræða sig í gegnum þau mál.“ Stjórnun Vinnustaðamenning Tengdar fréttir Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Það þekkja þetta margir vinnustaðir: Nýr forstjóri er ráðinn og þá er blásið í alla lúðra. Enn ein stefnumótunin er boðuð og í þetta sinn á sko svo sannarlega að gera hlutina með stæl. 21. janúar 2026 07:01 Algengt að starfsfólk missi trúna á stefnumótun og stjórnendum Of algengt er að fyrirtæki og stofnanir fari í stefnumótunarvinnu sem á endanum breytir litlu sem engu. 18. janúar 2023 07:01 Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári „Aukningin er 11% frá því í fyrra,“ segir Hulda Bjarnadóttir forseti Golfsambands Íslands (GSÍ) sem nú telur um 30 þúsund meðlimi í gegnum 62 golfklúbba. 18. september 2025 07:03 SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ „Við vorum alltaf að bregðast ómarkvisst og af handahófi við einhverjum aðstæðum en ákváðum þess í stað að setjast í bílstjórasætið, ákveða á hvaða leið við værum að fara og gefur þannig tækifæri til að forgangsraða og fleira,“ segir Arndís Soffía Sigurðardóttir, aðallögfræðingur Lögregluembættisins á Suðurlandi og verkefnisstjóri innleiðingar nýrrar stefnu hjá embættinu. 17. september 2025 07:01 „Þú kemst ekkert upp með að gera ekki það sem þú átt að gera“ Skeljungur er eitt þeirra fyrirtækja sem notar EOS módelið. Markvissari fundur og meiri árangur segir forstjórinn. 23. febrúar 2023 07:00 Mest lesið Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Atvinnulíf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Fleiri fréttir Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Sjá meira
Ráðgjafar Hugsýnar segja lykilatriði til að ná árangri; hefðbundin stjórnun sé einfaldlega ekki að hjálpa lengur. „Þegar ég byrjaði hér sem forstjóri árið 2019 var stjórnunin nokkurn veginn sú að vera frá toppi og niður úr,“ segir Oddur M. Gunnarsson forstjóri Matís og lýsir þar með stjórnun sem er þekkt mjög víða í rótgrónu umhverfi stofnana og eldri vinnustaða, þar sem eðlilegt þykir að stjórarnir í efsta lagi stjórni öllu og að millistjórnendur séu meira eins og verkstjórar frekar en leiðtogar. „Millistjórnendurnir höfðu lengst af ekki verið með stjórnunarvald, því það var aldrei að vita hvort þeir myndu tilkynna sínum mannskap eitthvað og síðan kæmi ég sem forstjóri og myndi boða eitthvað allt annað,“ segir Oddur og brosir en lýsir um leið veruleika eins og hann þótti eðlilegur í marga áratugi og víðast hvar. Í Atvinnulífinu í gær og í dag er fjallað um innleiðingu stefnu með breyttu hugarfari og venjur stjórnenda að leiðarljósi. Gjörbreytt hugsun Stefnumótun Matís hófst árið 2022. „Og hún byrjaði á þennan hefðbundna hátt sem allir þekkja; þar sem lífsins spurningarnar eru spurðar: Hver erum við? Hvert stefnum við? Og svo framvegis,“ segir Oddur. Oddur segir raunverulega stefnu samt í raun koma frá stjórnum, sem leggja línurnar um það sem ætlast er til þess að stofnunin eða fyrirtækið geri. „En til að tryggja að við séum öll að sigla í sömu áttina þurftum við að fara í gegnum þessar lífsins spurningar.“ Oddur segist þó viðurkenna að eins og svo margir aðrir sé hann fyrir löngu orðinn þreyttur á öllu þessu tali um stefnumótun og innleiðingu stefnu. Því ég, eins og aðrir, hef farið í gegnum það svo oft að það er einhver svakaleg vinna sett í gang við stefnumótun en fljótlega eftir að henni lýkur eru markmiðin komin ofan í skúffu og allir uppteknir við að vinna vinnuna sína á sama hátt og áður.“ Oddur sá samt fyrir sér að stefnumótun og innleiðing stefnu þyrfti til að breyta um stjórnunarstrúktúr hjá Matís, með tilheyrandi breytingum á skipuriti og fleira eins og oft þykir. „Í raun er mitt keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan,“ segir Oddur og hlær. „Ég er með fimm öfluga einstaklinga í framkvæmdastjórnarteyminu mínu og það eru þau fimm símanúmer sem ég þarf,“ bætir hann síðan við. Því já, keppikeflið var að innleiða stefnuna með breyttu hugarfari og venjum stjórnenda. Oddur segist sjálfur einn þeirra sem er orðin hundþreyttur á endalausum stefnumótunum sem enda síðan þannig að fljótlega eftir að henni lýkur, enda markmiðin ofan í skúffu og allir eru á ný uppteknir við vinnu á sama hátt og áður. Breyttar venjur í stjórnun skiptu sköpum.Vísir/Ívar Fannar Vitasýnin Oddur segir að auðvitað hafi Covid haft áhrif og tafið nokkuð en síðan hafi hlutirnir farið að rúlla og nú sé staðan í rauninni sú að innleiðingin sé ekki aðeins málið, heldur sé hún aðalmálið. „Því hún er núna alltaf í gangi. Þótt stefnumótun verði endurtekin þá breytir það því ekki að við erum alltaf að innleiða stefnu.“ Í tilfelli Matís var útfærslan unnin þannig að tvö aðalsvið voru mynduð og faghópar efldir. Hjá okkur var staðan eins og hjá svo mörgum að oft vantaði upp á samstarf milli deilda og sviða. Þegar síðan var sest niður til að ræða um verkefni sem þyrfti að ráðast í gerðist það sama hjá okkur og flestum öðrum að það var farið að tala um hvað hinir gætu nú gert….eða ættu að gera!“ Markmiðið var samt að innleiða stefnu og ná fram breytingum með því að allir hópar bæru ábyrgð á sínum eigin markmiðum og eigin árangri. „Sem þýddi að faghópunum var ætlað að leggja til hugmyndir um verkefni sem þeir myndu síðan sjálfir vinna og fylgja eftir.“ Sem dæmi nefnir Oddur verkefni til að auka tekjur því dregið hefur verulega úr fjárframlögum ríkisins til Matís síðustu tvo áratugi eða svo. „Við bjuggum til eitthvað sem við köllum Vitasýn til að hjálpa okkur myndrænt,“ útskýrir Oddur og bætir við að alls kyns útfærslur í þessu séu þekktar. Sumir noti vegasalt eða annað. „Því viti er með tvö ljós sem skína hvort í sína áttina og með því að horfa alltaf á þessa vitasýn erum við að tryggja að hvert verkefni sé skoðað og útfært út frá ólíkum sjónvarhornum og vinklum.“ Að mati Odds sé samt mikilvægt að vinnustaðir reyni ekki að aðskilja stefnu við áætlanagerð. „Stefna er áætlun í eðli sínu. Um leið og vinnustaður fer að reyna að aðskilja fjárhagsáætlun og annað frá stefnumótuninni er hætta á því að það sem kemur út úr stefnumótuninni nái ekki fram að ganga því auðvitað er það áætlunin sem gildir,“ segir Oddur en bætir við: „En það er vel hægt að vinna að þessu öllu sem sama pakkanum. Kostnaðurinn er þá bara eitt af atriðunum sem sjá má í Vitasýninni, sem til dæmis afleiðing af einhverju verkefni sem er sett af stað.“ Oddur nefnir sem dæmi fiskeldi. „Það er ekki allt jákvætt við fiskeldi. Fiskeldi er hluti af fæðuöryggi en er líka eitthvað sem hefur til dæmis áhrif á umhverfi og náttúru,“ segir Oddur og undirstrikar um leið hversu heppileg Vitasýnin er fyrir verkefni Matís; alltaf þurfi að horfa til svo ólíkra þátta, óháð því hvert verkefnið er. Oddur segir miklu skipta að fólk og hópar séu ábyrg fyrir markmiðum sínum. Annars er hætta á að hópar endi bara með að tala um það sem hinir ættu helst að gera. Hjá Matís hefur virkað vel að vera með faghópa þvert á svið sem innleiða stefnu viðstöðulaust.Vísir/Ívar Fannar Útkoman Oddur er ánægður með útkomuna, sem hann segir auðvitað ekki endanlega, enn sé verið að vinna eftir því sem lagt var af stað upp með, að horfa á markmiðin frekar en leiðirnar og verkefnin. Að halda áfram að innleiða, óháð stefnumótunarvinnu sem kemur og fer. Nýlega lagði hver faghópur innan Matís fram sínar markmiðaáætlanir fyrir árið 2026 en horfandi til baka, segist Oddur mæla með því að stjórnendur fái alltaf inn utanaðkomandi fagaðila til að vinna verkefnin með sér. „Því stundum er stjórnandinn truflun,“ segir hann og útskýrir: „Ég, sem forstjóri, get haft truflandi áhrif á einhverja umræðu í hóp þar sem fólk fer frekar að hugsa; best að passa sig á að segja ekki þetta eða hitt.“ Sjálfur segist hann horfa á einingarnar innan Matís sem flota af litlum bátum, frekar en eitt stórt skip. Hans hlutverk sé að sjá til þess að þessar einingar séu að sigla í sömu áttina, en síðan sé það hans líka að treysta hverjum leiðtoga til að sigla sínu fleygi með sínu fólki eins og þeir telja bestu leiðina vera til árangurs. Það þarf að gefa svigrúm til árangurs og ég trúi því að líklegasta leiðin fyrir fólk til að ná markmiðunum sé að gefa fólki tækifæri til að bera ábyrgð á þeim markmiðum. Stefnan snýst um að leggja línurnar um til hvers er ætlast til af okkur. En það er síðan undir hverjum komið að velja leiðina til að ná árangri.“ Sameiginlegur hvati sé síðan sá að með öflugri starfsemi sé hópurinn í heild sinni líklegri til að byggja upp sterkara Matís, tryggja góð störf og betri kjör og svo framvegis. „Það sem gerðist hjá okkur er að við byggðum upp sterkari stjórnendur og öflugt samstarf á milli faghópa og sviða. Því nú er það þannig að faghóparnir og sviðin eru vön því að vinna oftar og meira saman og ef eitthvað kemur upp sem þarf að ræða er strúktúrinn orðinn þannig að menn setjast einfaldlega bara niður og ræða sig í gegnum þau mál.“
Stjórnun Vinnustaðamenning Tengdar fréttir Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Það þekkja þetta margir vinnustaðir: Nýr forstjóri er ráðinn og þá er blásið í alla lúðra. Enn ein stefnumótunin er boðuð og í þetta sinn á sko svo sannarlega að gera hlutina með stæl. 21. janúar 2026 07:01 Algengt að starfsfólk missi trúna á stefnumótun og stjórnendum Of algengt er að fyrirtæki og stofnanir fari í stefnumótunarvinnu sem á endanum breytir litlu sem engu. 18. janúar 2023 07:01 Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári „Aukningin er 11% frá því í fyrra,“ segir Hulda Bjarnadóttir forseti Golfsambands Íslands (GSÍ) sem nú telur um 30 þúsund meðlimi í gegnum 62 golfklúbba. 18. september 2025 07:03 SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ „Við vorum alltaf að bregðast ómarkvisst og af handahófi við einhverjum aðstæðum en ákváðum þess í stað að setjast í bílstjórasætið, ákveða á hvaða leið við værum að fara og gefur þannig tækifæri til að forgangsraða og fleira,“ segir Arndís Soffía Sigurðardóttir, aðallögfræðingur Lögregluembættisins á Suðurlandi og verkefnisstjóri innleiðingar nýrrar stefnu hjá embættinu. 17. september 2025 07:01 „Þú kemst ekkert upp með að gera ekki það sem þú átt að gera“ Skeljungur er eitt þeirra fyrirtækja sem notar EOS módelið. Markvissari fundur og meiri árangur segir forstjórinn. 23. febrúar 2023 07:00 Mest lesið Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Atvinnulíf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Fleiri fréttir Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Sjá meira
Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Það þekkja þetta margir vinnustaðir: Nýr forstjóri er ráðinn og þá er blásið í alla lúðra. Enn ein stefnumótunin er boðuð og í þetta sinn á sko svo sannarlega að gera hlutina með stæl. 21. janúar 2026 07:01
Algengt að starfsfólk missi trúna á stefnumótun og stjórnendum Of algengt er að fyrirtæki og stofnanir fari í stefnumótunarvinnu sem á endanum breytir litlu sem engu. 18. janúar 2023 07:01
Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári „Aukningin er 11% frá því í fyrra,“ segir Hulda Bjarnadóttir forseti Golfsambands Íslands (GSÍ) sem nú telur um 30 þúsund meðlimi í gegnum 62 golfklúbba. 18. september 2025 07:03
SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ „Við vorum alltaf að bregðast ómarkvisst og af handahófi við einhverjum aðstæðum en ákváðum þess í stað að setjast í bílstjórasætið, ákveða á hvaða leið við værum að fara og gefur þannig tækifæri til að forgangsraða og fleira,“ segir Arndís Soffía Sigurðardóttir, aðallögfræðingur Lögregluembættisins á Suðurlandi og verkefnisstjóri innleiðingar nýrrar stefnu hjá embættinu. 17. september 2025 07:01
„Þú kemst ekkert upp með að gera ekki það sem þú átt að gera“ Skeljungur er eitt þeirra fyrirtækja sem notar EOS módelið. Markvissari fundur og meiri árangur segir forstjórinn. 23. febrúar 2023 07:00