Handbolti

Elín Rósa var at­kvæða­mikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elín Rósa Magnúsdóttir stóð sig vel í mikilvægum sigri í kvöld.
Elín Rósa Magnúsdóttir stóð sig vel í mikilvægum sigri í kvöld. Getty/Alex Gottschalk

Íslendingaliðið Blomberg-Lippe sótti tvö stig á erfiðan útivelli í þýsku bundesligu kvenna í handbolta í kvöld.

Blomberg-Lippe vann þá Thüringer HC 26-23 eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í hálfleik 11-8.

Íslenska landsliðskonan Elín Rósa Magnúsdóttir átti fínan leik en hún var með fjögur mörk og eina stoðsendingu. Díana Dögg Magnúsdóttir og Andrea Jacobsen bættu báðar við einu marki og íslensku mörkin voru því sex.

Elín Rósa var næstmarkahæst í liðinu á eftir Nuriu Bucher sem skoraði sjö mörk, öll úr vítaskotum.

Staðan var 22-22 á lokakafla leiksins en Blomberg-Lippe tryggði sér sigur með því að vinna lokakaflann 4-1.

Blomberg-Lippe náði fyrir vikið tveggja stiga forskoti á toppi deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×