Handbolti

Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Fram fagnaði góðum sigri fyrir norðan.
Fram fagnaði góðum sigri fyrir norðan.

Fram sótti 21-20 sigur úr háspennuleik við KA/Þór á Akureyri og ÍR endaði taphrinu sína með öruggum sigri gegn Selfossi í 15. umferð Olís deildar kvenna.

Fram var með þriggja marka forystu þegar þrjár mínútur voru eftir en KA/Þór var næstum því búið að jafna leikinn. Á lokamínútunni klikkaði Fram úr vítaskoti og KA/Þór brunaði í sókn með eins marks mun á töflunni, en skotið hitti ekki markið.

Hulda Dagsdóttir var markahæst hjá Fram með 6 mörk en Trude Blestrud Hakonsen var markahæst hjá KA/Þór með 7 mörk.

Liðin sitja í 5. og 6. sæti deildarinnar en Fram náði fjögurra stiga forskoti á Þór/KA með þessum sigri.

ÍR batt síðan enda á fjögurra leikja taphrinu, með 37-30 sigri gegn Selfossi í Skógarseli. Sara Dögg Hjaltadóttir átti stórleik, skoraði níu mörk og gaf níu stoðsendingar fyrir ÍR, sem situr í þriðja sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×