Íslenski boltinn

Fram fær liðs­styrk úr Mosó og mark­vörðurinn fram­lengir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Viktor Freyr Sigurðsson stóð vel sig í marki Fram á síðasta tímabili.
Viktor Freyr Sigurðsson stóð vel sig í marki Fram á síðasta tímabili. vísir/diego

Miðjumaðurinn Bjarni Páll Linnet Runólfsson er genginn í raðir Fram. Þá hefur aðalmarkvörður liðsins, Viktor Freyr Sigurðsson, framlengt samning sinn við Fram.

Bjarni kemur til Fram frá Aftureldingu. Á síðasta tímabili lék hann sextán leiki með Mosfellingum í Bestu deildinni.

Hinn 29 ára Bjarni er uppalinn hjá Víkingi en hefur einnig leikið með HK. Bjarni samdi við Fram út árið 2027.

Viktor framlengdi samning sinn við Fram út árið 2028. Hann var aðalmarkvörður liðsins á síðasta tímabili og lék 25 af 27 leikjum þess í Bestu deildinni. Viktor hélt marki sínu sex sinnum hreinu.

Viktor, sem er 25 ára, kom til Fram frá Leikni R. haustið 2024. Hann hefur leikið 51 leik í efstu deild.

Fram endaði í 5. sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili sem er besti árangur liðsins síðan 2010.

Fram tekur á móti ÍA í fyrsta leik sínum í Bestu deildinni tímabilið 2026. Leikurinn fer fram á Lambhagavellinum 12. apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×