Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. janúar 2026 18:31 Iceland v Croatia - Men´s EHF EURO 2026 MALMO, SWEDEN - JANUARY 23: Ivano Pavlovic, Dagur Sigurdsson and Filip Glavas of Croatia reactions during the Men's EHF Euro 2026 match between Iceland and Croatia at Malmo Arena on January 23, 2026 in Malmo, Sweden. (Photo by Sanjin Strukic/Pixsell/MB Media/Getty Images) Lærisveinar Dags Sigurðssonar í króatíska landsliðinu unnu endurkomusigur á Ungverjum í kvöld og tryggðu sér með því sæti í undanúrslitum á Evrópumótinu í handbolta. Króatía vann leikinn á endanum með tveimur mörkum, 27-25, en það urðu mikil læti á milli liðanna í leikslok. Ungverjar voru yfir stærstan hluta leiksins en sigur þeirra hefði tryggt íslenska liðinu sigur í riðlinum. Króatar vinna hins vegar milliriðilinn og Ísland endar í öðru sætinu. Ungverjar voru næstum því örlagavaldar í íslenska milliriðlinum annað daginn í röð þrátt fyrir að þeir hafi sjálfir ekki verið nálægt því að komast í undanúrslitin. Eftir að hafa tekið stig af Svíum í gær fylgdu Ungverjar því síðan eftir með því að stríða lengi Króötum í kvöld. Þrátt fyrir dökkt útlit á tímabili komu lærisveinar Dags til baka og unnu gríðarlega mikilvægan sigur. Þetta voru um leið slæm úrslit fyrir Svía sem unnu fjóra fyrstu leiki sína í mótinu en komust síðan ekki í undanúrslitin. Þetta er í fyrsta sinn í sex ár sem Króatar komast í undanúrslitin á Evrópumótinu en Dagur er að fara með liðið í undanúrslit á öðru stórmótinu í röð því liðið vann silfur á heimsmeistaramótinu fyrir ári síðan. Ungverjar höfðu að engu að keppa í þessum leik en þeir stígðu Króötum strax frá byrjun leiks. Ungverska liðið komst í 6-2 í upphafi leiks og Króatar voru alltaf að elta eftir því. Ungverska liðið var lengi með fjögurra marka forskot í hálfleiknum en Króatar komu sér aftur inn í leikinn undir lok hálfleiksins. Munurinn fór niður í eitt mark en það munaði tveimur mörkum á liðunum í hálfleik, 15-13 fyrir Ungverja. Króatar lentu fjórum mörkum undir, 19-15, en voru síðan búnir að jafna metin í 20-20. Þeir tóku síðan frumkvæðið og lönduðu mikilvægum sigri á lokamínútunum. Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026
Lærisveinar Dags Sigurðssonar í króatíska landsliðinu unnu endurkomusigur á Ungverjum í kvöld og tryggðu sér með því sæti í undanúrslitum á Evrópumótinu í handbolta. Króatía vann leikinn á endanum með tveimur mörkum, 27-25, en það urðu mikil læti á milli liðanna í leikslok. Ungverjar voru yfir stærstan hluta leiksins en sigur þeirra hefði tryggt íslenska liðinu sigur í riðlinum. Króatar vinna hins vegar milliriðilinn og Ísland endar í öðru sætinu. Ungverjar voru næstum því örlagavaldar í íslenska milliriðlinum annað daginn í röð þrátt fyrir að þeir hafi sjálfir ekki verið nálægt því að komast í undanúrslitin. Eftir að hafa tekið stig af Svíum í gær fylgdu Ungverjar því síðan eftir með því að stríða lengi Króötum í kvöld. Þrátt fyrir dökkt útlit á tímabili komu lærisveinar Dags til baka og unnu gríðarlega mikilvægan sigur. Þetta voru um leið slæm úrslit fyrir Svía sem unnu fjóra fyrstu leiki sína í mótinu en komust síðan ekki í undanúrslitin. Þetta er í fyrsta sinn í sex ár sem Króatar komast í undanúrslitin á Evrópumótinu en Dagur er að fara með liðið í undanúrslit á öðru stórmótinu í röð því liðið vann silfur á heimsmeistaramótinu fyrir ári síðan. Ungverjar höfðu að engu að keppa í þessum leik en þeir stígðu Króötum strax frá byrjun leiks. Ungverska liðið komst í 6-2 í upphafi leiks og Króatar voru alltaf að elta eftir því. Ungverska liðið var lengi með fjögurra marka forskot í hálfleiknum en Króatar komu sér aftur inn í leikinn undir lok hálfleiksins. Munurinn fór niður í eitt mark en það munaði tveimur mörkum á liðunum í hálfleik, 15-13 fyrir Ungverja. Króatar lentu fjórum mörkum undir, 19-15, en voru síðan búnir að jafna metin í 20-20. Þeir tóku síðan frumkvæðið og lönduðu mikilvægum sigri á lokamínútunum.