Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í viðtali á Bylgjunni
Þorgeir Ástvaldsson og Kristófer Helgason ræddu við Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands í þættinum Reykjavík síðdegis um stjórnlagaþingið sem er framundan. Forsetinn sagði m.a. að rýmka þyrfti um þjóðaratkvæðagreiðslur í stjórnarskránni og skerpa á ákvæðum hennar um dómstóla sem væru veik. Þá sagðist Ólafur Ragnar hafa rætt fátæktina í áramótaávarpi sínu árið 2003 og ef nauðsynlegt hafi verið að vekja athygli á fátæktinni þá, væri enn ríkari ástæður til að gera það nú þegar vandinn væri margfalt meiri. Hér er fyrri hluti af tveimur.