Ísland í dag - Skipulag á heimilinu
Skáparnir eru allir í rugli og þú finnur aldrei það sem þú leitar að. Margir kannast við þetta. En nú hafa mæðgurnar Heiða B. Heiðars og Bryndís Dögg Heiðudóttir ákveðið að taka málin í sínar hendur og stofnað fyrirtæki þar sem hægt er að fá allskonar skipulagsvörur fyrir heimilið svo allt geti verið á sínum stað og ekkert kaos. Brynja Dögg var í veikindafríi vegna kulnunar sem hún hafði lent í og ákvað að nýta tímann í að skipuleggja heimilið og í framhaldi af því búa til netfyrirtæki með skipulagsvörum og móðir hennar Heiða fór með henni í að skipuleggja og setja upp heimasíðu og láta þennan draum dótturinnar rætast. Brynja býður nú upp á aðstoð við skipulagningu heimilisins. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og skoðaði hvernig hægt er að koma skipulagi á heimilið.