
Bíóbörn
Getið þið gert ykkur í hugarlund hvað það væri sérkennilegt að sjá börn grípa fyrir eyrun í hvert skipti sem þau stigu fæti inn í bókasafn vegna þess að þar væri leikin svo hávær tónlist? Foreldrarnir yrðu að hvísla róandi að barninu að herða nú upp hugann, barnabókadeildin væri rétt handan við hornið og þangað næðu lætin ekki. Allt yrði í lagi. Þessi sérkennilegi veruleiki blasir við þegar farið er með börn í bíó hér á landi og jafnvel þótt í boði séu kvikmyndir sérstaklega ætlaðar þeim.