
Kosning er hafin fyrir Íslensku hljóðbókaverðlaunin - Storytel Awards 2024
Búið er að opna fyrir almenning að kjósa sína eftirlætis hljóðbók í forvali fyrir Íslensku hljóðbókaverðlaunin - Storytel Awards 2024. Verðlaunin eru uppskeruhátíð þar sem höfundar, lesarar og útgefendur fagna saman útgáfu vönduðustu íslensku hljóðbóka liðins árs.