
Linus og töfralyfið
Í 116 ára sögu Nóbelsverðlaunanna hafa einungis fjórir einstaklingar hlotið tvenn verðlaun. Þrír þessara tvöföldu verðlaunahafa deildu viðurkenningunni með öðrum vísindamönnum. Sá fjórði, bandaríski efnafræðingurinn Linus Pauling, vann hins vegar þetta afrek einn síns liðs og það sem meira er: litlu mátti muna að hann bætti þriðju Nóbelsverðlaununum í safnið.