Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fylgjumst við að sjálfsögðu með ríkisstjórnarfundi þar sem hertar takmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins eru ræddar. 21.12.2021 11:37
Ríkisstjórnin fundar klukkan 9.30 og ræðir tillögur Þórólfs Ríkisstjórnin hittist á fundi um klukkan 9.30 í dag. Þar verða tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um hertar aðgerðir til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar ræddar. 21.12.2021 06:55
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni sem í morgun skilaði inn nýju minnisblaði til ráðherra. 20.12.2021 11:31
Fauci varar við ferðalögum um jólin og segir ómíkron ógna heilbrigðiskerfinu Anthony Fauci, sóttvarnalæknir Bandaríkjanna, varar við því að ferðalög fólks landshluta á milli yfir jólahátíðina muni verða til þess að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar mun dreifast mun meira um Bandaríkin en ella, jafnvel á meðal þeirra sem eru fullbólusettir. 20.12.2021 07:05
Að minnsta kosti 208 látnir og eyðileggingin gríðarleg Dánartalan af völum ofur-fellibylsins Rai sem reið yfir Filippseyjar á fimmtudag hefur hækkað mikið um helgina en nú er talið að 208 hið minnsta hafi látið lífið í óveðrinu. 20.12.2021 06:36
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um strand grænlenska fiskiskipsins Masilik sem strandaði við Vatnsleysuströnd í gærkvöldi. 17.12.2021 11:35
27 látnir og lögreglu grunar íkveikju Talið er að allt að 27 hafi látið lífið eftir að eldur kom upp í byggingu í miðborg Osaka í Japan. Lögregla rannsakar nú málið en grunur leikur á að kveikt hafi verið í af yfirlögðu ráði. 17.12.2021 07:42
Freyja kom Masillik á flot Grænlenska fiskiskipið Masillik sem strandaði við Vatnsleysuströnd í gærkvöldi er rétt ókomið til hafnar í Hafnarfirði. Áhöfnin á nýja varðskipinu Freyju kom dráttartaug yfir í skipið og var það dregið á flot í morgun þegar fór að flæða að. 17.12.2021 07:02
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni sem hefur miklar áhyggjur af uppsveiflu kórónuveirufaraldursins en óvenju margir greindust smitaðir innanlands í gær. 16.12.2021 11:36
Sautján ára fangelsi fyrir að bana unnusta móður sinnar í Torrevieja Íslenskur karlmaður, Guðmundur Freyr Magnússon, var í síðustu viku dæmdur í sautján ára fangelsi á Spáni fyrir að verða 66 ára unnusta móður sinnar að bana á heimili þeirra í Torrevieja á Spáni í janúar á síðasta ári. 16.12.2021 08:42