Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Fornleifafræðingum fækkar um þrjá á Þjóðminjasafninu í uppsögnum. Þjóðminjavörður segir breytta verkefnastöðu og hagræðingu ástæðu fyrir uppsögnunum. Prófessor í sagnfræði hvetur til mótmæla vegna breytinganna. 8.5.2025 18:54
Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Geðlæknar sem komu fyrir dóm í máli héraðssaksóknara gegn Jóni Þór Dagbjartssyni eru á einu máli um að hann sé sakhæfur. Hann hafi ekki verið í geðrofi heldur einfaldlega misst stjórn á skapi sínu þegar hann greip til járnkarls og veittist að fyrrverandi sambýliskonu sinni. Geðlæknir telur refsingu geta borið árangur. 8.5.2025 14:13
Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Auðna tæknitorg hefur ráðið Ingunni Sigurpálsdóttur í starf framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Hún tekur við starfinu af Einar Mäntylä sem kom að stofnun Auðnu á árinu 2019 og hefur setið í forstjórastól síðan. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Auðnu. 8.5.2025 11:33
Ein breyting á stjórn sem leggja á niður Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur skipað stjórn Tryggingarstofnunar sem þó er áformað að leggja niður verði frumvarp ráðherra að lögum. Ein breyting er gerð á fyrri stjórn. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. 8.5.2025 10:56
„Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Saga Capital sem hlaut tólf mánaða skilorðsbundinn dóm í Stím-málinu svokallaða, kallar eftir því að dómsmálaráðherra gangist í opinbera rannsókn á starfsháttum og embættisfærslum innan Sérstaks saksóknara á árunum 2009 til 2020 og draga menn til ábyrgðar. Hann spyr hvort uppgjör á uppgjöri við Hrunið sé kannski loksins byrjað? 8.5.2025 10:02
„Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Hafdís Bára Óskarsdóttir segir Jón Þór Dagbjartsson hafa verið mjög yfirvegaðan þegar hann greip til járnkarls og réðst á hana. Hann hafi verið með glott á andlitinu og látið eins og hún skipti engu máli. Sambandi þeirra hafi lokið hálfu ári fyrr en hún látið undan kynlífsbeiðnum hans með öryggi sitt og barnanna í huga. 7.5.2025 16:43
Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Jón Þór Dagbjartsson, sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði, segist ekki muna eftir því að hafa ráðist á fyrrverandi sambýliskonu sína með járnkarli í október í fyrra. Hann muni að konan hafi hótað að svipta hann forræði af syni hans og við það „snappað“. Hann hafi aldrei ætlað að bana konunni. 7.5.2025 14:09
Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Halldór Armand rithöfundur segist árum saman hafa átt í óheilbrigðu sambandi við sjálfan sig og þegar það hafi breyst hafi allt breyst í skrifum hans. Halldór, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, segist hafa kynnst því á eigin skinni að ákveðnum sjónarmiðum megi helst ekki velta upp í meginstraumsumræðu á Íslandi. Hann óttast þó að viðbrögð við woke-ismanum gæti orðið enn verra en öfga woke. 5.5.2025 07:00
Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Íslenskur karlmaður sem sætir gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa frelsissvipt erlendan ferðamann í húsnæði á Hverfisgötunni hefur endurtekið komið við sögu lögreglu. Hann er með þroskaskerðingu og hefur við afplánun fyrri dóma verið vistaður í einangrun á öryggisgöngum, fjarri öðrum föngum. 2.5.2025 15:45
Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, ætlar að flytja til New York í haust. Hún fer í níu mánaða leyfi frá þingmennsku. Áslaug Arna beið naumlega lægri hlut í baráttu um formennsku í Sjálfstæðisflokknum í febrúar. 2.5.2025 12:41