Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lög­reglu

Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar hefur hafnað beiðni lögreglustjórans á Vestfjörðum um tímabundin einkastæði í Hafnarstræti fyrir lögregluna sem neyddist til að flytja starfstöð sína vegna myglu. Forgangsakstur lögreglu fari illa saman við götulokun fyrir gangandi vegfarendur.

Gagn­rýni Bryn­dísar á mál­þóf frá 2019 vekur at­hygli

Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í skoðanagrein árið 2019 að málþóf ætti ekkert skylt við málfrelsi eða lýðræði og þekktist nánast hvergi utan Íslands. Breyta þyrfti fyrirkomulaginu á Alþingi svo fámennur hópur stjórnarandstæðinga gæti ekki tekið þingið í gíslingu.

Beðið eftir krufningar­skýrslu

Ástæðan fyrir því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu krafðist frekara gæsluvarðhalds á grundvelli rannsóknarhagsmuna yfir konu grunuð um manndráp er sú að lykilrannsóknargagns er enn beðið, krufniningsskýrslu.

Lág­kúra og della að mati ráð­herra

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir lágkúrulegt af stjórnarandstöðunni að halda því fram að breytingar hjá fiskeldisfyrirtæki á Þingeyri tengist fyrirhuguðum breytingum á veiðigjöldum. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi í dag.

Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dag­skrá

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir ræður tengdar frumvarpi um breytingar á veiðigjöldum verða eins margar og til þurfi þar til málið verði tekið af dagskrá. Því verði ekki hleypt óbreyttu í gegn. Hagsmunir þjóðarinnar séu í húfi, ekki sérhagsmunir.

Magnús Þór lést við strand­veiðar

Strandveiðimaðurinn sem lést þegar bátur hans sökk út af Patreksfirði í gær hét Magnús Þór Hafsteinsson og var 61 árs. Hann var fyrrverandi þingmaður og gerði út á bátnum Orminum langa AK-64 frá Patreksfirði.

Fjórir sér­fræðingar skoða mögu­leika Íslands í gjaldmiðlamálum

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur falið fjórum sérfræðingum að vinna skýrslu um valkosti Íslands í gjaldmiðlamálum. Verkefni hópsins verður að meta kosti og galla sjálfstæðs gjaldmiðils samanborið við aðild að stærra gjaldmiðlasvæði eins og evrusvæðinu.

Ældi í rútunni og réðst svo á bíl­stjórann

Karlmaður sem réðst á rútubílstjóra á sjötugsaldri í Reykjavík á laugardagskvöld var nýbúinn að kasta upp í rútunni. Fimm unga menn þurfti til að halda aftur af árásarmanninum sem er Íslendingur um tvítugt.

Bjórpása í Víkinni og lög­reglan í heim­sókn í Garða­bæ

Fundur lögreglu með knattspyrnufélögum á höfuðborgarsvæðinu hafði það meðal annars í för með sér að ekki var seldur bjór á heimaleik Víkinga gegn Aftureldingu í Bestu deild karla í gærkvöldi. Lögregla gerði athugasemdir við áfengisneyslu á heimaleik Stjörnunnar gegn Breiðabliki á föstudagskvöld.

Drakk ó­geðs­lega illa og hætti eftir blindafyllerí

Arnmundur Ernst Backman leikari segir það sína mestu guðsgjöf að hafa hætt að drekka og reykja kannabis. Arnmundur segist ekki hafa náð að syrgja móður sína fyrr en löngu eftir andlátið og það ferli hafi sýnt honum hve skakkt samfélagið okkar meðhöndlar fólk sem fer í gegnum missi nánasta ástvinar.

Sjá meira