Stórir hluthafar mótfallnir eða hugsi yfir framboði Þórðar Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, stærsti hluthafinn í Festi sem er móðurfélag Krónunnar, N1 og Elko, leggst gegn því að Þórður Már Jóhannesson verði kjörinn í stjórn félagsins á ný. Fleiri lífeyrissjóðir eru sama sinnis. 23.2.2024 12:16
Helga hættir sem formaður bankaráðs Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans, sem hefur setið í bankaráði frá árinu 2013 og verið formaður þess frá árinu 2016, gefur ekki kost á sér til áframhaldandi setu í bankaráði á aðalfundi bankans í mars. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landsbankans. 23.2.2024 10:02
Grindavíkurvegur opnaður á nýjan leik Búið er að opna leið um Grindavíkurveg frá Reykjanesbraut að nýrri vegtengingu að Bláa lóninu sunnan varnargarðs. Nýr hluti Bláalónsvegar er allur innan varnargarðsins. Þessi leið er öllum opin en lokað er til Grindavíkur nema þeim sem um mega fara. 22.2.2024 12:25
Iceland Airwaves kynnir listamenn á 25 ára afmæli hátíðarinnar Shygirl, Bar italia, Charlotte Adigéry & Bolis Pupul, Joy (anonymous), Saya Gray, Klemens Hannigan og Inspector Spacetime eru á meðal þeirra sem koma fram á 25 ára afmælishátíð Iceland Airwaves í miðbæ Reykjavíkur 7. til 9. nóvember. 22.2.2024 11:01
Hafa rætt endurkomu en fá þvert nei frá sjónvarpsstjórum landsins Líklega hafa fáir fengið sjónvarpsáhorfendur til að skella jafn oft upp úr og fimmmenningarnir í Spaugstofunni. Það vakti því athygli þegar einn þeirra birti mynd af hópnum á Facebook í vikunni. Endurkoma í kortunum? 22.2.2024 10:08
Missti sjón á öðru auga eftir sýruárás ofbeldismanna Nicolai Engelbrecht hefur helgað líf sitt að hjálpa föngum og fólki almennt, eftir að hafa sjálfur sloppið úr verstu glæpagengjum Danmerkur. Hann missti sjón á öðru auga eftir sýruárás í Kaupmannahöfn. Hann eignaðist nýlega dóttur með íslenskri konu sinni og leggur sig enn frekar fram að vera besta útgáfan af sjálfum sér. 21.2.2024 16:01
Tobba nýjasti fjölmiðlamaðurinn í starf upplýsingafulltrúa Þorbjörg Marinósdóttir hefur verið ráðin nýr upplýsingafulltrúi menningar- og viðskiptaráðuneytisins. Hún hefur störf á næstu dögum. Þetta kemur fram á vef ráðuneytisins. 21.2.2024 14:48
Gátan sem Íslendingar keppast við að leysa Íslenskir Facebook-notendur, sem er bróðurpartur fullorðins fólks á Íslandi, keppast nú hver við annan að leysa gátu sem fer sem eldur í sinu á samfélagsmiðlinum. 21.2.2024 13:26
Hafði betur í baráttu við leigjanda sem skemmdi borðplötu Kona sem leigði íbúð í tæplega eitt ár þarf að sjá á eftir 873 þúsund krónum af tryggingafé sínu til leigusalans vegna skemmda sem hún vann á nýlegum borðplötum og vangoldinnar leigu. 21.2.2024 12:14
Íslenski listinn einstakur og krefjist sérstakrar skoðunar Vinna þriggja manna sendinefndar utanríkisráðuneytisins við að koma dvalarleyfishöfum með fjölskyldusameiningu frá Gaza tekur tíma og ómögulegt að segja hvenær henni lýkur. Ástæðan er sú að enginn íslenskur ríkisborgari er á lista íslenskra stjórnvalda. 21.2.2024 11:12