Veðurvaktin: Loka Reykjanesbrautinni á ný Reykjanesbraut hefur verið lokað og öllum flugferðum Icelandair til Evrópu í fyrramálið verið aflýst vegna veðurs. 19.12.2022 09:58
Ævintýraleg helgi að baki hjá Þorbirni: „Þetta var bara endalaust“ Steinar Þór Kristinsson, frá björgunarsveitinni Þorbirni á Grindavík, telur að fjölmargir ferðamenn hafi misst af flugferðum af landi brott um helgina. Fleiri hundruð manns var komið til bjargar. „Þetta var bara endalaust,“ segir Steinar Þór. 19.12.2022 09:09
Mannlausir bílar tefja fyrir mokstri og sumir troða sér í gegnum lokun Mjög blint er á Suðurnesjum, skafrenningur og hávaðarok. Formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnes hvetur ökumenn til að virða lokanir. Ekið er með bíla í kippum á milli Reykjanesbæjar og höfuðborgarsvæðisins. 19.12.2022 08:28
Hallbera og Lukas fögnuðu ástinni í írskum kastala Hallbera Guðný Gísladóttir, knattspyrnukempa og starfsmaður hjá stoðtækjaframleiðandanum Össuri, mætti með ástinni sinni til að fagna ást vina þeirra í brúðkaupi í írskum kastala um helgina. 18.12.2022 15:18
Ferðamenn streyma í Bláa lónið en Grindavíkurvegur lokaður Lögregla og björgunarsveitarfólk á Suðurnesjum hefur ekki undan við að vísa ferðamönnum frá Grindavíkurvegi sem nú er lokaður vegna ófærðar. Lögregla hvetur fólk til að vera ekki á ferð á Suðurnesjum að ástæðulausu. 17.12.2022 12:34
Bein útsending: Fréttamenn og höfundar lesa upp úr sínum uppáhaldsbókum á aðventunni Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar er, líkt og landsmenn flestir, komin í mikið jólaskap og hefur tekið höndum saman með Eymundsson en saman blásum við til upplestrar í dag því fátt er jólalegra en bóklestur og allra helst við kertaljós. 17.12.2022 09:00
Aníta Briem tilnefnd fyrir handritið á Svo lengi sem við lifum Aníta Briem hefur verið tilnefnd til Norrænu sjónvarpshandritaverðlaunanna fyrir handritaskrif á þáttaseríunni Svo lengi sem við lifum/As Long As We Live. Verðlaunin verða veitt í sjöunda sinn á Gautaborgarhátíðinni í febrúar. 17.12.2022 00:01
Flugvél Easy Jet sneri við skömmu eftir flugtak frá Keflavík Flugvél Easy Jet á leið frá Keflavík til Lundúna sneri við skömmu eftir flugtak frá Keflavíkurflugvelli og er á leið aftur til lendingar. 16.12.2022 23:47
Búið að loka fyrir umferð um Hellisheiði og Þrengsli Lokað hefur verið fyrir umferð um Hellisheiði, Sandskeið og Þrengsli vegna veðurs. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. 16.12.2022 23:24
Vinir Daníels gleymdu aldeilis ekki fimm ára gömlu loforði Það er óhætt að segja að Daníel Óskar Jóhannesson hafi staðið við stóru orðin sem hann lét falla í góðra vina hópi árið 2017. Þá sagðist hann ætla að mæta blár í bíó þegar framhaldsmynd af Avatar kæmi út. Myndin var frumsýnd í kvöld. 16.12.2022 23:11