Undirrita viljayfirlýsingu um nýja Þjóðarhöll í Laugardalnum Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, undirrita viljayfirlýsingu um byggingu nýrrar þjóðarhallar í innanhúsíþróttum í dag. 6.5.2022 08:16
Lewis Capaldi mætir til Íslands í ágúst Lewis Capaldi heldur tónleika í Laugardalshöll þann 23. ágúst. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavík Live. 5.5.2022 14:26
Svona á nýja selalaugin í Laugardalnum að líta út Ný selalaug mun margfalda það rúmmál sem selirnir hafa til sunds auk þess að gefa þeim möguleika á að kafa á meira dýpi. Borgarráð samþykkti í dag að fara í framkvæmdir við nýja selalaug og nýtt þjónustuhús í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. 5.5.2022 14:22
Selenskí ávarpar íslensku þjóðina á morgun Volódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpar alþingismenn og íslensku þjóðina á morgun klukkan 14 í gegnum fjarfundabúnað við sérstaka athöfn í þingsal Alþingis. Hægt verður að fylgjast með ávarpinu í streymi á Vísi og sömuleiðis á sjónvarpsrás og vef Alþingis. 5.5.2022 14:06
Þrisvar sinnum fleiri látist af Covid-19 en tilkynnt var um Tæplega fimmtán milljón manns hafa látið lífið vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Þetta er niðurstaða Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) sem birti skýrslu sína í dag. 5.5.2022 12:25
Meirihluti brotaþola í kynferðisbrotamálum eru börn Innleiða á sérstakt áhættumat til að tryggja betur öryggi barna gegn kynferðisbrotum fullorðinna. Rannsakendur kynferðisbrota og ákærendur innan lögreglunnar sitja tveggja daga vinnustofu um áhættumat í kynferðisbrotamálum gegn börnum til að undirbúa þróun forvarnaviðbragða og forgangsröðunar mála. 5.5.2022 10:39
Fanney úr bakvinnslunni í þjónustustjórann hjá Póstinum Fanney Bergrós Pétursdóttir hefur verið ráðin í starf þjónustustjóra í þjónustuveri Póstsins. Þjónustuver Póstsins er staðsett á Akureyri en þar starfaði Fanney áður sem bakvinnslufulltrúi. 5.5.2022 10:29
Strætó þarf að greiða Teiti Jónassyni hundruð milljóna í bætur Strætó þarf að greiða hópbifreiðafyrirtækinu Teiti Jónassyni 205 milljónir króna auk vaxta í skaðabætur vegna þess útboðs á akstri á fimmtán leiðum á höfuðborgarsvæðinu árið 2010. 4.5.2022 16:48
Mosfellsbær þarf að greiða fatlaðri manneskju miskabætur Mosfellsbær þarf að greiða fatlaðri manneskju í sveitarfélaginu 700 þúsund krónur í miskabætur. 4.5.2022 15:54
Hjólað í vinnuna í tuttugasta skiptið Hjólað í vinnuna var sett í tuttugasta sinn í morgun. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) stendur fyrir verkefninu sem tekur þrjár vikur. 4.5.2022 14:51