Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Umboðsmaður leggur til gjafsókn fyrir foreldra Heklu Lindar

Umboðsmaður Alþingi hefur lagt til við dómsmálaráðherra að foreldrum Heklu Lindar Jónsdóttur verði veitt gjafsókn í skaðabótamáli gegn íslenska ríkinu vegna andláts dóttur þeirra í kjölfar afskipta lögreglu af henni.

Finnbogi Jónsson er látinn

Finnbogi Jónsson verkfræðingur og fyrrverandi stjórnarformaður Samherja lést þann níunda september síðastliðinn í Vancouver í Kanada. Finnbogi lét mjög að sér kveða í íslensku atvinnulífi og sat í stjórn fjölmargra félagasamtaka, fyrirtækja og stofnana. Greint er frá andláti Finnboga á vefsíðu Samherja.

Bein útsending: Heilbrigðismál sem kosningamál

„Heilbrigðismál eru kosningamál,“ bergmálar í fjölmiðlaumfjöllun í aðdraganda Alþingiskosninga. Heilbrigðiskerfið hefur gengið í gegnum mikla þolraun á síðustu misserum. En jafnvel þótt heimsfaraldrinum linni er krísa heilbrigðisþjónustunnar langt í frá í baksýnisspeglinum.

Skothylkin fuku í vindinum í Rauðagerði

Lögreglukona sem bar vitni í Rauðagerðismálinu í dómsal í morgun segir að skothylki hafi fokið til í vindinum í Rauðagerði þegar hana bar að garði. Önnur lögreglukona sagðist ekki hafa verið meðvituð um að skotárás hefði átt sér stað þegar hún mætti á vettvang.

Bílstjóri Angjelins segist hafa komið fullkomlega af fjöllum

Shpetim Qerimi, sem er sakaður um að eiga hlutdeild í morðinu á Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar, neitaði sök við skýrslutöku í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Shpetim er sagður hafa ekið Angjelin Sterkaj í Rauðgerði kvöldið sem Angjelin skaut Armando til bana.

Börn fatlaðs fólk verða af næringaríkum mat og tómstundum

Tæplega átta af hverjum tíu í flokki fatlaðs fólks eiga erfitt eða frekar erfitt með að ná endum saman. Sex af hverjum tíu geta ekki mætt óvæntum útgjöldum. Þetta er meðal niðurstaðna spurningakönnunar Vörðu fyrir Öryrkjabandalag Íslands þar sem staða fatlaðs fólks á Íslandi var könnuð.

Vinnur við að plata fólk og komast yfir verðmæti

Hún vinnur sem innbrotsþjófur og leikur á fólk til að komast yfir verðmætar upplýsingar. Hún segir fyrirtæki stöðugt þurfa að halda öryggismálum að starfsfólki sínu til að halda í við glæpamenn sem vilji komast í peninganna þeirra.

Hlaup hafið í Vestari-Jökuls­á í Skaga­firði

Hlaup er hafið í Vestari-Jökulsá í Skagafirði en upptakakvíslar hennar koma undan norðanverðum Hofsjökli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi vestra. Íbúi á Úlfsstöðum nærri Varmahlíð segist ekki muna eftir haustflóðum í sinni tíð.

Sjá meira