Bein útsending: Framtíð nýsköpunar Fulltrúar fjölmiðla eru boðnir velkomnir á málþing sem Alvotech og Háskóli Íslands, í samstarfi við Aztiq, standa í dag. Málþingið fjallar um framtíð og nýsköpun á sviði líftækni lyfjaþróunar undir yfirskriftinni: Biotechnology: The importance of a relationship between research and industry. 9.9.2021 12:01
Spítalinn af hættustigi: Sjö inniliggjandi og einn á gjörgæslu Landspítalinn er kominn niður af hættu stig og á óvissustig samkvæmt ákvörðun farsóttarnefndar og viðbragðsstjórnar í dag. Óvissustig er fyrsta af þremur viðbragðsstigum Landspítala. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítalanum. 8.9.2021 16:55
Stal bíl í morgunsárið en handtekinn eftir stuttan sprett Karlmaður tók sig til og star bíl í miðbæ Akureyrar á tíunda tímanum í morgun. Ökumaður bílsins hafði skilið bílinn eftir í gangi meðan hann var að ferja inn vörur. Þegar ökumaðurinn kom út var bíllinn horfinn. 8.9.2021 13:56
Grunaður um að hafa lokkað dreng upp í bíl og brotið á honum Landsréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhald yfir karlmanni á sjötugsaldri sem er grunaður um að hafa í ágúst lokkað fjórtán ára dreng upp í bílinn sinn og brotið á honum. Karlmaðurinn var handtekinn sama dag og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Meðal gagna málsins eru samskipti í farsíma þar sem umræður eru af kynferðislegum toga. 8.9.2021 10:33
„Ég er að varpa ljósi á sannleikann“ Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður segist vera að varpa ljósi á sannleikann með umdeildri Facebook-færslu þar sem hann birti brot úr skýrslutöku yfir þolanda í ofbeldismáli. Starfsfólk Stígamóta sé farið að velja leikmenn í íslenska landsliðið. Ef almenningur sé hættur að treysta yfirvöldum þá sé samfélagið komið á mjög slæman stað. 8.9.2021 06:01
Eldur um borð í Norrænu við bryggju á Seyðisfirði Eldur kviknaði um borð í vélarrúmi Norrænu sem liggur við bryggju á Seyðisfirði á fjórða tímanum í dag. Áhöfnin í Norrænu slökktil eldinn áður en slökkviliðið á Seyðisfirði mætti á vettvang. 7.9.2021 15:34
Stærstu samtök lækna standi varla undir því að teljast fagfélög Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir vesöld Landspítalans á ábyrgð þjóðar sem hafi kosið að velja sér leiðtoga sem hafi vanrækt heilbrigðiskerfið áratugum saman. Hann segir forstjóra Landspítalans gera það besta úr þeim spilum sem honum séu gefin. Stærstu samtök lækna í landinu standi varla undir því að teljast fagfélög enda sé áherslan á kjarabaráttu en ekki betri heilbrigðisþjónustu. 7.9.2021 12:41
Bein útsending: Forstjóri Kauphallarinnar kynnir sér Marel Hversu vel þekkirðu vaxtarfyrirtækið Marel, sögu þess og starfsemi? Vísir í samstarfi við Nasdaq á Íslandi (Kauphöllin) býður upp á opið streymi frá spjalli Árna Odds Þórðarsonar, forstjóra Marel og Magnúsar Harðarsonar, forstjóra Nasdaq Iceland klukkan 12 þann 7. september. 7.9.2021 11:31
Páll hvetur Kára til að biðjast afsökunar Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, hafa vegið ómaklega að starfsfólki spítalans í grein í Læknablaðinu í síðustu helgi. Hann hvetur Kára til að biðja starfsfólkið, hetjur þessa samfélags, afsökunar. 6.9.2021 12:23
Fimm nýir kjörstaðir í Reykjavík og breytt kjördæmamörkun Alþingiskosningar fara fram laugardaginn 25. september næstkomandi. Kosið verður á 23 stöðum í Reykjavík og bætast fimm nýir kjörstaðir við í þessum kosningum. Þeir eru Frostaskjól (KR-heimilið), Höfðatorg, Álftamýrarskóli, Foldaskóli og Rimaskóli. 6.9.2021 10:29