Falsaði fleiri bréf Verktaki á vegum Tripical falsaði bréf frá fleiri en einum skólastjóra í Frakklandi. Staðfestingabréfin voru meðal annars grundvöllur þess að Kennarasambandið greiddi starfsfólki ferðastyrk fyrir fræðsluferðir. 8.7.2025 20:37
Íslandsmet slegið í málþófi Ekkert mál hefur verið rætt eins lengi og veiðigjaldafrumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra. Málið hefur verið til umræðu í ríflega samtals 147 klukkustundir og hreppir fyrsta sætið af fyrri methafa, sem var þriðji orkupakkinn. 8.7.2025 17:35
Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Skorið hefur verið á fánaböndin þar sem þjóðfánar Palestínu og Úkraínu hafa blakt við ráðhús Reykjavíkur. Gerist þetta aðeins um fjórum dögum eftir að hinum palestínska var flaggað á fimmtudag. Borgin ætlar að draga þá aftur að húni þegar búið er að gera við fánaböndin. 8.7.2025 15:24
Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Fyrir rúmlega tuttugu árum var maður dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að stinga utanríkisráðherra Svíþjóðar til bana. Nú hefur maðurinn fengið sérstakt leyfi til að stíga fæti út fyrir fangelsið í von um að draga úr skaðlegum áhrifum fangelsisvistarinnar. 6.7.2025 16:21
Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Gular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir annað kvöld í Faxaflóa og Breiðafirði vegna mikils vinds sem getur verið hættulegur ökumönnum húsbíla. 6.7.2025 15:34
Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Fjöldi látinna vegna skyndiflóða í Texas fer hækkandi og enn er rúmlega tuttugu stúlkna leitað sem dvöldu í sumarbúðunum Camp Mystic þegar hamfarirnar skullu á. 6.7.2025 15:08
Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Bannað er að leika sér með bolta á sparkvelli Hlíðaskóla eftir klukkan tíu, samkvæmt skilti sem búið er að koma fyrir á skólalóðinni. Útivistartími unglinga nær þó til miðnættis. 6.7.2025 14:15
Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Þolandi stunguárásarinnar við Aðalstræti í miðbæ Reykjavíkur í gær hlaut minniháttar áverka. Lögreglan fann ekki gerendurna en málið er komið á borð rannsóknardeildar. 6.7.2025 13:36
Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa logið um ástæðuna fyrir því að vopnasendingar til Úkraínu hefðu verið stöðvaðar væri sú að gengið væri á birgðir Bandaríkjamanna. Greining á birgðastöðu hersins sýni fram á allt annað að sögn NBC. 6.7.2025 13:20
Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Rektor Háskóla Íslands segist helst vilja að ríkið auki fjárframlög til skólans en annars þurfi að háskólaráðherra að leyfa skólanum að hækka skrásetningargjöld, sem hún segir ekki hafa verið gert í rúman áratug. Raunkostnaður við skrásetningu í HÍ sé metinn á um 180 þúsund krónur. Lögmæti skrásetningagjalda er til umfjöllunar hjá áfrýjunarnefnd og enn er beðið eftir niðurstöðu þar. 6.7.2025 12:11
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent