Íþróttafréttamaður

Ágúst Orri Arnarson

Ágúst Orri er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Trú­lofað par tekið inn í FH fjöl­skylduna

Khalil Chaouachi og sambýliskona hans Szonja Szöke munu leika með handboltaliðum FH næstu þrjú árin. Khalil er 23 ára línumaður en Szonja tvítugur markmaður. Félagið mun hjálpa þeim að aðlagast nýju landi og nýjum handbolta.

„Verð fyrir von­brigðum ef ég fæ ekki að halda á­fram“

Ange Postecoglou, þjálfari Tottenham, segir það verða vonbrigði ef hann fær ekki að halda áfram þjálfun liðsins og byggja á árangrinum sem náðist í gærkvöldi. Evrópudeildartitillinn gæti nýst sem góður stökkpallur, þrátt fyrir tuttugu töp á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni. 

Valinn verð­mætastur eftir besta tíma­bil í sögu fé­lagsins

Shai Gilgeous-Alexander var valinn verðmætasti leikmaður NBA í gærkvöldi, eftir að hafa skorað mest allra leikmanna að meðaltali og farið fyrir liði Oklahoma City Thunder á besta tímabili í sögu félagsins. Shai fékk 71 af 100 atkvæðum en Nikola Jokic varð annar með 29 atkvæði.

„Körfuboltaguðirnir voru búnir að á­kveða“

Benedikt Guðmundsson var gríðarlega sár og svekktur eftir tap Tindastóls gegn Stjörnunni í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Hann segir liðið hafa lagt sig vel fram en klikkað á allt of mörgum mikilvægum skotum. Spurningum um framtíðina var hann ekki tilbúinn að svara.

Ægir valinn verð­mætastur

Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði Stjörnunnar, var valinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar en vaggaði fingri þegar hann tók við verðlaununum.

„Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upp­lifa þetta“

„Alsæla. Ég á hreinlega ekki orð“ sagði Íslandsmeistarinn Hlynur Bæringsson eftir sigur í oddaleik gegn Tindastóli. Þetta var hans síðasti leikur á löngum ferli, sem endar með fyrsta Íslandsmeistaratitli í sögu Stjörnunnar.

Amorim vildi ekki ræða fram­tíðina

Ruben Amorim, þjálfari Manchester United, vildi ekki svara spurningum um framtíð sína hjá félaginu, eftir 1-0 tap í úrslitaleik Evrópudeildarinnar gegn Tottenham.

„Okkur er al­veg sama núna“

„Ég er svo glaður, þetta tímabil hefur verið mjög erfitt, en okkur er alveg sama núna“ sagði Brennan Johnson, leikmaður Tottenham eftir að hafa orðið Evrópudeildarmeistari. 1-0 sigur varð niðurstaðan í úrslitaleiknum gegn Manchester United. Johnson snerti boltann en Luke Shaw átti síðustu snertinguna áður en hann lak yfir línuna.

Sjá meira