Íþróttafréttamaður

Ágúst Orri Arnarson

Ágúst Orri er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Spánn skiptir þjálfaranum út

Montse Tome mun ekki halda áfram störfum sem landsliðsþjálfari Spánar en samningur hennar rennur út um næstu mánaðamót. Sonia Bermudez stígur upp og tekur við eftir að hafa þjálfað yngri landslið Spánar undanfarin ár.

Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildar­leik í Miami

Eftir áralangar tilraunir til að spila spænskan deildarleik í Bandaríkjunum lítur út fyrir að loksins verði af því í desember næstkomandi. Spænska knattspyrnusambandið samþykkti í dag að leikur Villareal og Barcelona fari fram í Miami. Nú á aðeins eftir að ganga frá formsatriðum og fá samþykki frá UEFA og FIFA.

Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undir­búningi Grikk­lands

Meðan NBA stjörnur á borð við Luka Doncic, Nikola Jokic og Lauri Markkanen æfa og spila æfingaleiki með sínum landsliðum í undirbúningi fyrir EuroBasket hefur Giannis Antetokounmpo ekki tekið þátt í undirbúningi Grikklands, sem er talið vera vegna þess að hann er ótryggður hjá gríska körfuknattleikssambandinu.

„Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“

Bröndby mun væntanlega borga skemmdarverkin sem stuðningsmenn félagsins unnu á heimavelli hamingjunnar í gærkvöldi, segir Sverrir Geirdal varaformaður knattspyrnudeildar Víkings. Nokkur hundruð Víkingar verða viðstaddir seinni leik liðanna en Sverrir er ekki stressaður.

Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út

Stuðningsmenn danska liðsins Bröndby létu öllum illum látum í 3-0 tapi liðsins gegn Víkingi á heimavelli hamingjunnar í gærkvöldi. Ferðaklósett fékk að finna fyrir því og sakleysislegur stuðningsmaður Víkings var skallaður. Lögreglan beitti piparúða til að bægja þeim burt. 

„Þeir voru sterkari en við í loftinu“

Frederik Birk, þjálfari Bröndby, sagði lítið en lét tilfinningar sínar greinilega í ljós í viðtali eftir 3-0 tapið gegn Víkingum í kvöld, niðurstaða sem eru „risastór“ vonbrigði.

Sjá meira