Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið NFL meistarar Kansas City Chiefs stefna á að verja Super Bowl titilinn þriðja árið í röð og tryggðu sér efsta sæti AFC deildarinnar með 29-10 sigri gegn Pittsburgh Steelers í nótt. Baltimore Ravens fóru svo upp fyrir Steelers í AFC norður deildinni með 31-2 sigri gegn Houston Texans. 26.12.2024 10:37
Látnir gista líka á æfingasvæðinu Ekki nóg með að leikmenn Manchester City voru kallaðir til æfinga í gær, jóladag, þegar þeir eru vanir að vera í fríi þá fengu þeir heldur ekki að fara heim eftir æfinguna. Allir leikmenn liðsins sem taka þátt í leiknum gegn Everton á eftir gistu á æfingasvæðinu í nótt. 26.12.2024 09:00
76ers sóttu sigur úr Garðinum Boston Celtics tóku á móti Philadelphia 76ers í TD Garden í stórleik jóladags í austurdeildinni. 76ers sluppu með 114-118 sigur eftir stórkostlegan leik, þar sem þeir leiddu framan af en voru hársbreidd frá því að missa leikinn frá sér. 26.12.2024 01:05
Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Wayne Rooney og Frank Lampard unnu sér inn goðsagnastimpil sem leikmenn í ensku úrvalsdeildinni. Nú stýra þeir báðir liðum í næstefstu deild og munu mætast á morgun í fyrsta sinn sem þjálfarar, eftir að hafa eldað grátt silfur sem leikmenn um árabil. 25.12.2024 08:00
Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Aðfangadagur kom og fór án stórra íþróttaviðburða þetta árið. Nú hefst veislan aftur að nýju og finna má fjöruga dagskrá á jóladag á íþróttarásum Stöðvar 2 og Vodafone. 25.12.2024 00:36
Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Pep Guardiola hefur klórað sér í höfði undanfarið yfir gengi Manchester City, hann segir vandamál liðsins ekki Erling Haaland einum að kenna. Liðið allt verði að stíga upp, en það gæti reynst erfitt gegn Everton, sem fær varla á sig mark þessa dagana. 24.12.2024 21:01
Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Leikmenn Liverpool snæða jólasteikina í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar þetta árið, sem hefur sjö sinnum gerst áður en aðeins einu sinni hefur liðið orðið meistari. Englandsmeistarar Manchester City voru í fimmta sæti á sama tíma í fyrra. 24.12.2024 19:16
Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í áhugaverðri íþrótt sem hefur vaxið mikið í vinsældum undanfarin ár. Pickleball, eða súrknattleikur, er blanda af badminton, tennis og borðtennis. 24.12.2024 17:44
Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Alex Iwobi, leikmaður Fulham í ensku úrvalsdeildinni, hefur tímabundið gerst búðareigandi í Lundúnum. Hann opnaði „AleXpress“ í hverfinu þar sem hann ólst upp til að hjálpa þeim sem minna mega sín yfir hátíðarnar. 24.12.2024 16:01
„Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Fimleikakonan Thelma Aðalsteinsdóttir var ekki tilnefnd sem íþróttamaður ársins þrátt fyrir frábæran árangur á árinu. Sigmundi Steinarssyni, íþróttafréttamanni til fjölda ára, var mjög brugðið og veltir því fyrir sér eftir hverju farið er þegar afrek íþróttamanna eru metin. 24.12.2024 14:03