Úrúgvæ sló Brasilíu út í vítaspyrnukeppni Brasilía er úr leik á Copa América eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn Úrúgvæ, sem mætir Kólumbíu í undanúrslitum. 7.7.2024 09:19
Frederik fer frá Val og Ögmundur gengur til liðs við félagið Frederik Schram hefur ákveðið að framlengja ekki samning sinn við Val sem rennur út eftir tímabilið. Ögmundur Kristinsson snýr heim úr atvinnumennsku og mun verja mark Valsmanna næstu þrjú árin. 5.7.2024 15:25
Sigdís Eva kveður uppeldisfélagið og fer til Svíþjóðar Sigdís Eva Bárðardóttir er farin frá uppeldisfélagi sínu Víkingi til sænska félagsins Norrköping. 5.7.2024 13:12
Bellingham í skilorðsbundið bann og sektaður fyrir klámfenginn fögnuð Jude Bellingham hefur verið dæmdur í eins leiks skilorðsbundið bann og fengið 30.000 evra sekt fyrir klámfengin fagnaðarlæti eftir jöfnunarmarkið gegn Slóvakíu. Hann má því spila átta liða úrslitaleikinn gegn Sviss á morgun. 5.7.2024 11:01
ÍTF í herferð gegn tölfræðiþjófum: „Þetta er langstærsti samstarfssamningur íslenskra félaga í heild sinni“ Ólögleg tölfræðisöfnun á sér stað á leikjum í Bestu deildinni. Hagsmunasamtökin Íslenskur toppfótbolti hafa hrundið af stað herferð gegn þjófunum sem laumast um og brjóta gegn vörðum réttindum íslenskra knattspyrnufélaga. 5.7.2024 10:00
Nýi styrktaraðilinn veðmálafyrirtæki sem stuðlaði hanaat og streymdi klámi NET88 er nýr styrktaraðili enska úrvalsdeildarfélagsins Crystal Palace. Sú nýjasta í langri röð veðmálasíðna sem auglýsir framan á treyjum knattspyrnufélaga. Ýmislegt efni hefur verið fjarlægt af síðunni eftir að styrktarsamningur var kynntur, en síðan auglýsti áður beinar útsendingar af klámi og bauð viðskiptavinum upp á að veðja á hanaat. 5.7.2024 08:31
Kemba Walker hættur og verður þjálfari hjá Hornets Leikstjórnandinn Kemba Walker hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna og mun snúa sér að þjálfun hjá fyrrum félagi sínu Charlotte Hornets. 4.7.2024 18:00
Jontay Porter fer fyrir dóm og mun játa veðmálasvindlið Jontay Porter var fyrr á árinu dæmdur í ævilangt bann frá NBA deildinni vegna brota gegn veðmálareglum. Hann fer fyrir dóm í næstu viku og er sagður ætla að játa sök. 4.7.2024 17:17
Liðsfélagar Helga skjóta hann í hausinn: „Ég þarf að ræða við þá eða drulla mér í burtu bara“ Helgi Guðjónsson hefur tvisvar á síðustu dögum fengið dúndurbolta í andlitið frá eigin liðsfélaga. Bæði skiptin slapp við hann við heilahristing en hann segist þurfa að eiga orð við þá Viktor Örlyg og Ara Sigurpálsson, nú eða bara finna leiðir til að forða sér úr aðstæðum. 4.7.2024 14:17
Marta fer til Parísar en hættir landsliðsstörfum eftir sjöttu Ólympíuleikana Brasilíska knattspyrnukonan Marta sem af mörgum er talin sú besta allra tíma mun taka þátt á sínum sjöttu Ólympíuleikum í sumar og hætta landsliðsstörfum í kjölfarið. 3.7.2024 16:01
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent