Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Gísli Kr. bætist í eigendahóp Snjallgagna

Gísli Kr. og fjárfestingafélag hans, Bright Ventures, hafa bæst við eigendahóp sprotafyrirtækisins Snjallgagna. Aðrir bakhjarlar Snjallgagna í dag eru Tennin, MGMT Ventures, Founders Ventures og Icelandic Venture Studio.

Treble sækir tæpa tvo milljarða

Nýsköpunarfyrirtækið Treble Technologies, sem þróað hefur hugbúnað á sviði hljóðhermunar, lauk nýverið ellefu milljón evra A fjármögnunarlotu, jafnvirði 1,7 milljörðum króna, með þátttöku erlendra og innlendra fjárfesta. Fjármagnið verður nýtt til að ráða fleira starfsfólk, efla rannsóknar- og þróunarstarf, skala upp söluteymi og sækja á nýja markaði. Meðal viðskiptavina félagsins eru stærstu tæknifyrirtæki heims.

Gengi Play tók dýfu

Gengi flugfélagsins Play lækkaði mest allra félaga í Kauphöllinni í dag, um 5,52 prósent. Gengið hefur nú lækkað um rúm 78,08 prósent það sem af er ári.

Hand­bært fé þúsundfaldaðist milli ára

Handbært fé eignarhaldsfélags Guðmundar Fertrams Sigurjónssonar, forstjóra Kerecis, ríflega þúsundfaldaðist milli áranna 2022 og 2023, úr tæpum ellefu milljónum króna í tæpa þrettán milljarða króna.

Slökktu minni­háttar eld í Litla­túni

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnti útkalli í verslunarkjarnanum í Litlatúni í Garðabæ, þar sem minniháttar eldur kviknaði í rafmagnstöflu.

Sérsveitin skarst í leikinn þegar ung­lingar slógust í Mjódd

Sérsveit Ríkislögreglustjóra var kölluð til þegar tilkynnt var um slagsmál tveggja hópa í Mjódd í Breiðholti í gærkvöldi. Um var að ræða hópa unglinga, sem fóru sína leið eftir að lögregla hafði rætt við þá. Engin kæra hefur verið lögð fram vegna slagsmálanna.

Sjá meira