Ríkið þarf að endurgreiða borginni milljónir Hæstiréttur hefur fellt ákvarðanir Persónuverndar vegna notkunar Reykavíkurborgar á Seesaw-nemendakerfisins í grunnskólum borgarinnar úr gildi að hluta. Íslenska ríkið þarf að endurgreiða borginni fimm milljóna króna stjórnvaldssekt sem Persónuvernd lagði á hana. 9.12.2024 16:13
Ákærður fyrir að bana dóttur sinni Sigurður Fannar Þórsson hefur verið ákærður fyrir að ráða dóttur sinni bana í september. 9.12.2024 15:01
Eldgosinu er lokið Eldgosinu austur af Stóra-Skógfelli er lokið. Þetta var staðfest í dag þegar almannavarnir flugu drónaflug yfir svæðið og engin virkni var sjáanleg. 9.12.2024 14:45
Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Greingardeild Íslandsbanka spáir því að verðbólga haldist í 4,8 prósentum næstu tvo mánuði. Hún muni þó hjaðna nokkuð hratt eftir það og ná efri mörkum verðbólgumarkmiðs í mars. 9.12.2024 14:35
Reif í hár konu svo hún féll í gólfið og samdi svo við hana Kona hefur verið dæmd til eins mánaðar skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir líkamsárás gegn annarri konu. Undir rekstri málsins sömdu konurnar um bætur og konan játaði sök. 9.12.2024 14:04
Bilunin á afar erfiðum stað og bærinn áfram keyrður á varaafli Bilanaleit á Víkurstreng hefur staðið yfir frá því snemma í morgun. Nú rétt eftir hádegi kom í ljós að líklegast er bilunin staðsett í strengnum þar sem hann er plægður undir Skógá. Vík í Mýrdal verður áfram keyrð á varaafli. 9.12.2024 13:51
Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Bergþóra Benediktsdóttir hefur hafið störf sem ráðgjafi hjá samskipta- og hönnunarstofunni Aton. Hún var aðstoðarmaður Katrínar Jakobsdóttur alla forsætisráðherratíð hennar. 9.12.2024 10:45
Úthluta þingsætum á morgun Landskjörstjórn kemur saman til fundar á morgun, þriðjudaginn 10. desember, klukkan 11:00 til að úthluta þingsætum á grundvelli kosningaúrslita í kjördæmum eftir alþingiskosningarnar sem fóru fram þann 30. nóvember síðastliðinn. 9.12.2024 10:02
Hafa þegar afgreitt ýmis ágreiningsefni Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segir stjórnarmyndunarviðræður ganga vel. Þær Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Inga Sæland formaður Flokks fólksins hafi þegar rætt ýmis málefni, bæði sameiginlega fleti og ágreiningsmál. 6.12.2024 16:44
Engin endurtalning í Kraganum Niðurstaða skoðunar yfirkjörstjórnar Suðvesturkjördæmis á framkvæmd talningar eftir nýafstaðnar alþingiskosningar er sú að ekkert bendir til þess að framkvæmd talningar eða kjörfundar að öðru leyti hafi verið ábótavant. Yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis telur því ekki þörf á endurtalningu eða frekari staðfestingu niðurstaðna kosninganna. 6.12.2024 15:20