Íþróttafréttamaður

Aron Guðmundsson

Aron er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Styrmir gengur til liðs við Belfius Mons

Körfu­bolta­kappinn Styrmir Snær Þrastar­son hefur gengið frá samningum við Belfius Mons sem leikur í BNXT deildinni í Hollandi og Belgíu. Þetta kemur fram í til­kynningu frá fé­laginu.

Hrósar Frey eftir krafta­verkið mikla: „Aðrir hefðu misst klefann“

Sæ­var Atli Magnús­son, at­vinnu- og lands­liðs­maður í knatt­spyrnu, hrósar þjálfara sínum hjá Lyng­by, Frey Alexanders­syni há­stert eftir að liðinu tókst að fram­kvæma krafta­verkið mikla og halda sæti sínu í dönsku úr­vals­deildinni. Sæ­vari líður afar vel hjá Lyng­by en fram­ganga hans með liðinu hefur vakið á­huga annarra liða.

Agla María um stóru bar­áttu kvöldsins: „Fleiri stór­­leikir í sumar“

Agla María Alberts­dóttir, leik­maður Breiða­bliks í Bestu deild kvenna segir stíganda í liði Blika og að nú sé tæki­færi til þess að bera sigur úr býtum gegn liði sem hafi verið þeim erfiðar undan­farin ár, Stjörnunni. Liðin mætast í sann­kölluðum stór­leik á Kópa­vogs­velli í kvöld.

Setur stefnuna á undanúrslit EM

Leik­manna­hópur undir 19 ára karla­lands­liðs Ís­lands í knatt­spyrnu, fyrir komandi Evrópu­mót á Möltu í næsta mánuði, var opin­beraður í dag. Tveir af bestu leik­mönnum liðsins, þeir Orri Steinn Óskars­son og Kristian Nökkvi Hlyns­son, fengu ekki grænt ljós frá sínum fé­lags­liðum á að leika með Ís­landi á mótinu.

Uppselt á leik Íslands og Portúgal

Uppselt er á leik Íslands og Portúgal í undankeppni EM 2024 á Laugardalsvelli þann 20. júní næstkomandi. Þetta kemur fram á miðasölusíðu Tix.