Styrmir gengur til liðs við Belfius Mons Körfuboltakappinn Styrmir Snær Þrastarson hefur gengið frá samningum við Belfius Mons sem leikur í BNXT deildinni í Hollandi og Belgíu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 9.6.2023 14:48
Hrósar Frey eftir kraftaverkið mikla: „Aðrir hefðu misst klefann“ Sævar Atli Magnússon, atvinnu- og landsliðsmaður í knattspyrnu, hrósar þjálfara sínum hjá Lyngby, Frey Alexanderssyni hástert eftir að liðinu tókst að framkvæma kraftaverkið mikla og halda sæti sínu í dönsku úrvalsdeildinni. Sævari líður afar vel hjá Lyngby en framganga hans með liðinu hefur vakið áhuga annarra liða. 8.6.2023 07:01
Ísak íhugar stöðu sína: „Ósáttur með það hvernig komið er fram við mig“ Ísak Bergmann Jóhannesson, landsliðsmaður í fótbolta og leikmaður FC Kaupmannahafnar, segist ósáttur með stöðu sína hjá félagsliðinu í Danmörku. Það skipti litlu máli þótt hann eigi góða frammistöðu innan vallar, honum er alltaf fleygt aftur á varamannabekkinn. 7.6.2023 13:30
Agla María um stóru baráttu kvöldsins: „Fleiri stórleikir í sumar“ Agla María Albertsdóttir, leikmaður Breiðabliks í Bestu deild kvenna segir stíganda í liði Blika og að nú sé tækifæri til þess að bera sigur úr býtum gegn liði sem hafi verið þeim erfiðar undanfarin ár, Stjörnunni. Liðin mætast í sannkölluðum stórleik á Kópavogsvelli í kvöld. 7.6.2023 13:00
Setur stefnuna á undanúrslit EM Leikmannahópur undir 19 ára karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, fyrir komandi Evrópumót á Möltu í næsta mánuði, var opinberaður í dag. Tveir af bestu leikmönnum liðsins, þeir Orri Steinn Óskarsson og Kristian Nökkvi Hlynsson, fengu ekki grænt ljós frá sínum félagsliðum á að leika með Íslandi á mótinu. 6.6.2023 23:30
Uppselt á leik Íslands og Portúgal Uppselt er á leik Íslands og Portúgal í undankeppni EM 2024 á Laugardalsvelli þann 20. júní næstkomandi. Þetta kemur fram á miðasölusíðu Tix. 6.6.2023 12:56