Bein útsending: Að eldast á Íslandi „Að eldast á Íslandi“ er yfirskrift fjórða fundarins í fundaröð Heilbrigðisvísindasviðs HÍ, Heilsan okkar. Fundurinn stendur milli klukkan 11:30 og 13 og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi í spilaranum að neðan. 23.5.2025 11:00
Maðurinn kominn í leitirnar Maðurinn sem lögregla á höfuðborgarsvæðinu óskaði eftir að ná tali af í morgun er kominn í leitirnar. 23.5.2025 08:43
Reikna með talsverðri rigningu austantil Á Grænlandshafi er nú hægfara lægð en skil hennar þokast austur yfir landið í dag með tilheyrandi sunnankalda eða -strekkingi og rigningu. Það dregur úr vindi vestantil með kvöldinu. 23.5.2025 07:16
Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Strætisvagnaleið 4 mun brátt hætta að keyra krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut í Reykjavík á leið sinni og mun þess í stað fara um Kringlumýrarbraut. 22.5.2025 13:49
Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Sena hefur tilkynnt um 29 ný tónlistarmenn og sveitir sem munu troða upp á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves næsta haust. Atriðin koma meðal annars frá Írak, Kólumbíu og Mongólíu. 22.5.2025 11:11
Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Brynja Þrastardóttir hefur verið ráðin í starf yfirmanns markaðseftirlits Nasdaq Iceland en hún tekur við starfinu af Baldvini Inga Sigurðssyni sem hefur horfið til annarra starfa. 22.5.2025 10:36
Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Terra hefur ráðið Gísla Þór Arnarson sem framkvæmdastjóra þjónustusviðs fyrirtækisins og Jón Garðar Hreiðarsson sem framkvæmdastjóra stefnumótunar og þróunar. Báðir hafa þeir hafið störf hjá Terra. 22.5.2025 10:18
Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Litahlaupið, eða The Color Run, mun fara fram í Kópavogi í ár en hlaupið hefur farið fram í Laugardal síðustu ár. 22.5.2025 10:13
Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Hjördís Þórhallsdóttir hefur verið ráðin í starf þjónustustjóra hátæknigagnavers atNorth á Akureyri og mun hún hefja störf í næsta mánuði. 22.5.2025 10:07
Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Haraldur Hilmar Heimisson og Gunnar Örn Erlingsson hafa verið ráðnir í stöður forstöðumanna við verðbréfamiðlun hjá Arion banka. 22.5.2025 10:03