Hákon nýr öryggisstjóri Arion Hákon L. Akerlund hefur tekið við starfi öryggisstjóra Arion banka. 15.4.2024 09:35
Rauf skilorð með ræktun og akstri í Lágmúla Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt mann í 22 mánaða fangelsi fyrir að hafa ekið bíl án ökuréttinda og fyrir að hafa verið með tugi kannabisplantna í ræktun. Maðurinn rauf með brotunum skilorð, en þetta var í sjöunda sinn sem hann hefur gerst sekur um akstur sviptur ökurétti. 15.4.2024 07:47
Norðanátt og víða él á landinu Dálítil lægð er nú stödd fyrir norðan land og hún þokast til suðausturs í dag. Má reikna með að það verði norðan- og norðvestanátt á landinu, víða átta til fimmtán metrar á sekúndu og él, en bjart að mestu sunnantil. 15.4.2024 06:57
Gosið helst stöðugt og landris heldur áfram Eldgos sem hófst í Sundhnúksgígsröðinni þann 16. mars síðastliðinn helst enn stöðugt og hefur landris í Svartsengi haldið áfram á svipuðum hraða síðan í byrjun apríl. 12.4.2024 14:30
Sara Lind settur orkumálastjóri í kosningabaráttunni Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur nú sett Söru Lind Guðbergsdóttur tímabundið í embætti orkumálastjóra fram til 2. júní. 2024. Þetta er gert vegna óskar Höllu Hrundar Logadóttur um að taka sér tímabundið leyfi frá embætti vegna framboðs síns til embættis forseta Íslands. 12.4.2024 13:15
Segir af sér vegna ritstuldar Norski heilbrigðisráðherrann Ingvild Kjerkol hefur sagt af sér embætti eftir að upp komst um ritstuld í tengslum við vinnslu á meistararitgerð hennar í heilbrigðisstjórnun frá árinu 2021. 12.4.2024 11:18
Verður forseti viðskiptadeildar HA Dr. Sigurður Ragnarsson hefur verið ráðinn sem forseti viðskiptadeildar Háskólans á Akureyri frá 1. júlí næstkomandi. 12.4.2024 10:49
Skipaður deildarforseti lagadeildar HR Dr. Gunnar Þór Pétursson, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, hefur verið skipaður deildarforseti lagadeildar HR. 12.4.2024 10:32
Laumuðu fötunum með barnabílstólunum og fá lægri bætur Fjölskylda sem ferðaðist með flugi til Stokkhólms í Svíþjóð síðasta sumar fær um 14 þúsund krónur í bætur eftir að farangur þeirra skilaði sér seint á áfangastað. Fjölskyldan fór fram á mun hærri bætur vegna málsins, um 80 þúsund krónur, en þar sem fjölskyldan fór ekki að skilmálum með því að pakka fatnaði hennar ofan í poka með barnabílstólum urðu bæturnar mun lægri en farið var fram á. 12.4.2024 10:10
Víða dálítil snjókoma eða él Gera má ráð fyrir norðan kalda eða stinningskalda og dálitlum éljum eða snjókomu í dag, en þurrt að kalla suðvestanlands. Það mun lægja smám saman þegar líður á daginn og styttir víða upp. Kólnar svo í veðri með kvöldinu. 12.4.2024 07:24