Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Dómstóll í Malmö í Svíþjóð hefur dæmt dansk-sænska hægriöfgamanninn Rasmus Paludan í fangelsi fyrir hatursorðræðu og fyrir að hafa kynt undir kynþáttahatur með því að hafa í tvígang brennt Kóraninn í Malmö fyrir um tveimur árum. 5.11.2024 10:36
Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Skúli Sigurðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish, sem ber ábyrgð á vöruþróun, sölu, framleiðslu og þjónustu fyrir viðskiptavini Marel í fiskiðnaði. 5.11.2024 09:23
Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Daði Jóhannesson og Hrefna Haraldsdóttir hafa verið ráðin nýir deildarstjórar hjá Veitum. 5.11.2024 09:06
Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Úthlutunarnefnd um úthlutun rekstrarstuðnings til einkarekinna fjölmiðla hefur lokið störfum og verður um 550 milljónum króna deilt milli alls 27 fjölmiðla. Árvakur og Sýn hljóta hæstu styrkina, um 124 milljónir króna hvor. 5.11.2024 07:44
Víða hvasst og gul viðvörun vegna vinds á Snæfellsnesi Veðurstofan gerir ráð fyrir hlýrri sunnanátt á landinu í dag þar sem verði fremur hvasst og rigning eða súld en að mestu þurrt á Norður- og Norðausturlandi. 5.11.2024 07:02
Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Íslandsbanki hefur ráðið í fjórar stöður stjórnenda hjá bankanum. Árdís Björk Jónsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður daglegra bankaviðskipta, Freyr Guðmundsson forstöðumaður stafrænnar þróunar, Guðmundur Böðvar Guðjónsson deildarstjóri vörumerkis og Petra Björk Mogensen forstöðumaður viðskiptaumsjónar. 4.11.2024 13:15
Spá stormi á Snæfellsnesi á morgun Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna suðaustan hvassviðris eða storms á morgun. 4.11.2024 10:52
Quincy Jones er látinn Bandaríski tónlistarmaðurinn og framleiðandinn Quincy Jones er látinn, 91 árs að aldri. 4.11.2024 08:05
Dregur smám saman úr vindi og úrkomu Hæðarhryggur fer austur yfir landið í dag og dregur smám saman úr vindi og úrkomu. 4.11.2024 07:12
Engin tilkynning um hópuppsögn í október Engin tilkynning um hópuppsögn barst Vinnumálastofnun í liðnum októbermánuði. 1.11.2024 13:59