Þrír látnir eftir hnífstungur í Norður-Noregi Þrír eru látnir eftir hnífstunguárás á heimili í Indre Salten, austur af Bodø, í Norður-Noregi í nótt. 1.1.2024 11:34
Margrét drottning ræddi við Karl konung fyrir ávarpið Margrét Þórhildur Danadrottning ræddi við frænda sinn, Karl Gústaf Svíakonung, og tilkynnti honum um ákvörðun sína að afsala sér krúnunni áður en hún greindi dönsku þjóðinni frá hinu sama í áramótaávarpi sínu í gærkvöldi. 1.1.2024 10:42
Fyrsta barn ársins komið í heiminn Fyrsta barn ársins 2024, eftir því sem fréttastofa kemst næst, kom í heiminn á fæðingardeild Landspítalans við Hringbraut í Reykjavík klukkan 9:12 í morgun. 1.1.2024 09:53
Áfram skjálftavirkni við kvikuganginn Um 110 skjálftar hafa mælst við kvikuganginn norðan Grindavíkur frá miðnætti en til samanburðar mældust 160 í gær. Enn eru taldar auknar líkur á eldgosi. 1.1.2024 09:35
Víða hvassviðri á fyrsta degi ársins Veðurstofan gerir ráð fyrir norðaustan tíu til átján metrum á sekúndu og rigningu eða slyddu með köflum á þessum fyrsta degi ársins. 1.1.2024 08:40
Tólf leitað á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Tólf manns hafa leitað á bráðamóttöku Landspítala vegna flugeldaslysa síðasta sólarhringinn. Í flestum tilvikum voru áverkarnir þó minniháttar. 1.1.2024 08:17
Flóðbylgjuviðvörun gefin út í Japan eftir skjálfta 7,6 að stærð Yfirvöld í Japan hafa gefið út flóðbylgjuviðvörun eftir að skjálfti 7,6 að stærð reið yfir í Japanshafi, vestur af landinu. 1.1.2024 08:06
Selenskí boðar stóraukna vopnaframleiðslu á nýju ári Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur heitið því að eigin vopnaframleiðsla Úkraínumanna muni stóraukast á nýju ári. 1.1.2024 07:51
Eldur í bílskúr í Hafnarfirði Eldur kom upp í bílskúr við Kjóahraun í Hafnarfirði skömmu eftir miðnætti. 1.1.2024 07:08
Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2023 Fjölmargir þjóðþekktir Íslendingar kvöddu á árinu 2023 sem senn er á enda. 30.12.2023 09:00